Hvað get ég gert ef ég sé Silfurskottu?

logo geitungabu.is

Ég myndi ráðleggja eitrun. Hafa samband við geitunga- og meindýrabanann. Getur líka bara hringt í 6997092.
En hvað þarf að hafa í huga heima hjá sér. Aðstæður eru mismunandi en eftirfarandi ráð mætti nota.
Silfurskottan vill helst vera á rökum svæðum (75 – 95% raki). Til að minnka raka er hægt að setja upp viftu. Ef einhvers staðar er leki þarf að laga hann sem fyrst því þar eru kjöraðstæður.

Ef eitthvað lekur þá þétta t.d. gluggar, lagnir eða þak. Reyna að koma í veg fyrir að vatn eða raki komist inn í húsið.

Ef háaloft er
þá er mikilvægt að öndun sé í lagi og ef leki er þar verður að þétta. Þegar búið er að laga öndun þá verður minni hætta á að veggir og gólf saggi.

Ef sprungur  eru í veggjum eða gólfi, holur eða göt í kringum rör er hægt að loka t.d. með kítti, en það fer algerlega eftir aðstæðum hvernig á að þétta og er best að leita ráða hjá fagmanni. En ef þessum innkomuleiðum er lokað þá komast skordýr ekki inn.

Ef þú hefur orðið var við silfurskottu skoðaðu vel hvað er í kössum, skápum, bókum, bak við bókahillur, föt og hirslur. Matur sem er geimdur í pappakössum eða opnum ílátum er varhugaverður því silfurskottan getur verpt eggjum þar.

Þrífa vel hús oftar en venjulega og fylgjast með. En eins og ég nefndi í upphafi myndi ég láta eitra, en það er val hvers og eins því sumum er illa við eitur.

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert. GSM 6997092 eða senda sms

Hvernig gætu egg Silfurskottu borist heim til mín?

Silfurskotta dökk

Silfurskotta dökk

Silfurskottan verpir m.a. í rifur, sprungur, glufur eða þar sem eggin eru örugg og lítil hætta er á að þau losni. Samt sem áður þá eru líkur á að ef þú stígur þar sem silfurskottan hefur verpt eggjum þá festist þau við skóna eða sokkana og þú berð þannig eggin heim til þín.

Baðherbergið er kjörstaður fyrir silfurskottur að vera á því þar er oft mikill raki og hiti. Á Vísindavefnum er ágæt umfjöllun um áðstæðu þess að silfurskotta getur borist í hús.

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert. GSM 6997092 eða senda sms

Lífsferill Silfurskottu

Lífsferill Siflurskottu, ATH! velja mynd til að stækka.

 

 

 

 

Myndin að ofan sýnir vel ferlið sem á sér stað: Fyrst verpir silfurskottan eggi, eggið verður að lirfu 1 – 4. Þegar fjórða stigi er náð þá hefur hún náð fullri stærð samkvæmt mynd, en það má skylja hana þannig að hún sé orðin kynþroska. Myndbandið að neðan er ansi fróðlegt. Það ber að taka því með fyrirvara en þar kemur fram að Silfurskotta sé af báðum kynjum en því er haldið fram hér á Íslandi að Silfurskottan sé eingöngu kvenkyns en það er spurning hvort það sé verið að fjalla um aðrar tegundir en hér búa.

Silverfish – Wiki Article

Silverfish

Myndir og heimildir

Myndir af neti: Silfurskotta

Myndband Silverfish: You Tube

Myndband Silverfish – Wiki Article: You Tube

Ef ég sé eina silfurskottu, er þá önnur?

silfurskottan

silfurskottan

Svarið við spurningunni getur verið já eða nei. Það eru alveg jafnmiklar líkur á því að það séu fleiri skottur eins og það séu engar. Málið er að silfuskottan er bara kvenkyns. Það er í rauninni vandamálið því þá getur hún fjölgað sér að vild ef réttu aðstæðurnar skapast þ.e. hiti og raki.

Þegar hún hefur orpið eggjum þá er talið að fyrstu eggin klekist út eftir ca. 40 daga, það getur líka tekið lengri tíma alveg upp í nokkra mánuði, og er það vandamál, því ef það er eitrað þá er virkni eitursins 3 – 4 mánuðir fer eftir hvernig þrifum er háttað.

Ef eggin klekjast út eftir 4 – 6 mánuði þarf örugglega að eitra aftur en það er samt ekki öruggt að það sé nóg því möguleiki er á að einhver í fjölskyldunni sé að bera skottuna með sér heim. Ef eitrað er þá ættu skottur sem berast með heim að drepast þ.e.a.s. ef þær fara í eitrið. Það er því afar mikilvægt að fagmaður sjái um að eitra og geri það rétt.

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

 

 Silverfish
Sjá myndband hér.

 

http://fiste.info/wp-admin/post-new.php

Myndir og heimildir

Myndir af neti: Silfurskotta
Myndband: You tube

Er hægt að ná silfurskottu lifandi?

silfurskottan

silfurskottan

Það er hægt og ekkert svo mikið mál. Það sem þú gætir gert er að koma fyrir stálskál upp við vegg. Settu í skálina eitthvað matarkyns t.d. morgunkorn.

Silfurskottan getur farið upp vegg eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Hún er forvitin reikna ég  með og finnur fljótlega matinn ef hún er á ferðinni. Hún skríður ofan í skálina en kemst ekki upp því hún er svo sleip, einfalt, gott og kostar ekkert. Hvað þú ætlar síðan að gera við kvikindið er spurning en það var heldur ekki spurt um það.

aðstoð

aðstoð geitungur, könguló

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

 

 Silverfish

 

Myndir og heimildir

Myndir af neti: Silfurskotta
Myndband: You tube

Hvar er líklegt að silfurskotta haldi sig og hvað er til ráða?

silfurskottan

silfurskottan

Mjög algengur staður er þar sem raki er t.d. í baðherbergjum. Til að ráða niðurlögum siflurskottu er hægt að eitra. Silfurskottan getur farið hratt um og er oft u.þ.b. 10 mm að lengd. Þær eru nær sjónlausar, eru einungis kvenkyns og geta orðið allta að fimm ára gamlar.

Það er því betra að bregðast við fyrr en seinna, því við réttar aðstæður hátt rakastig og hita þá getur þeim fjölgað hratt, en þær eru reyndar ekki taldar vera mjög frjósamar. Fyrstu eggin klekjast út eftir ca. 6 vikur.

 

Sprungur í gólfi eða veggjum eru kjöraðstæður fyrir egg silfurskottunar og velur hún oft að verpa þar, t.d. vegna þess að eggin eru örugg þar og erfitt að hrófla við þeim. Silfurskotturnar þurfa ótrúlega lítið pláss til að komast í skjól minna einna helst á gelpoka. Myndbandið sem er neðst á síðunni sýnir mjög vel hvar silfuskottan getur líka verið þ.e. í matnum, skyldi hún verpa þar? (sjá hér)

Deltamost

Deltamost

Eitrið sem oft er notað heitir Deltamost og þarf leifi til þess að kaupa og nota það. Það er langvirkt eitur ef rétt er staðið að eitrun og þrifum fyrir og eftir eitrun. Það virkar í 3 – 4 mánuði og ætti því að vera hægt að ná góðum árangri, en rétt er að benda á að silfurskottan getur verið ansi erfið viðureignar, sérstaklega eru eggin vandamál, því eitrið drepur þau ekki.

 

 

logo geitungabu.is

logo geitungabu.is

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður. Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

 

Silverfish (Silfurskotta ótrúlegt myndband)

 

Myndir og heimildir

Upplýsingar um um Deltamost: Internetið
Myndir af neti: Silfurskotta
Mynd af eiturefnabrúsa: Internetið

 

Hvaða algeng skordýr eru í húsum á Íslandi?

Silfurskotta, Hambjalla, Hveitibjalla Húsakönguló, Húsamaur, Veggjatíta, Hnetumaur, Þjófabjalla, Ryklýs (skápalús) og Fatamölur

Silfurskotta dökk

Silfurskotta dökk

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður. Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

Nú fyrir jólin þegar þrifin eru í hámarki þá sérðu kannski einhver skordýr í skápnum,  hveitinu, undir rúminu, eitthvað sem skýst meðfram gólflistum og fl. Þá er tækifrærið að láta eitra ef þér finnst dýrið ógeðslegt.

Tribolium destructor

 

 

Ég sá silfurskottu heima, hvað er best að gera?

silfurskottan

silfurskottan

Hafa sambandi við meindýra- og geitungabanann. Ég myndi ráðleggja að eitra. Sumum er þó alveg sama þó að silfurskottur séu inni á meðan að aðrir þola þær ekki eða eru hræddir við þær.

Þær eru alveg meinlausar, nær blindar. Þær leita sér að einhverju að éta t.d. brauðmilsnu.

Rétt er að benda á að silfurskottan er bara kvenkyns þannig að ekki þarf nema eina til að hún byrji að fjölga sér. Við réttar aðstæður fjölgar henni hratt. (sjá hér)

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

 

Heimildir og myndir:

Myndir af neti: Silfurskotta

Er blómið (Neria) í stofunni eitrað

neria

neria

Það er rétt Neria er eitrað blóm. Það sem meira er allir hlutar plöntunar eru eitraðir.  Á Vísindavefnum er að finna ágæta umfjöllun um eitruð blóm t.d. Neriu, sjá hér.

Það sem er merkilegt við Neriu er að úr henni eru unnin lyf sem notuð eru í baráttunni við bráðahvítblæði í börnum og Hodgkins-veiki.

Fleiri jurtir eru eitraðar á Íslandi sem eru hafðar inni sem úti, t.d. Ber Bergfléttunar eru eitruð. Það hefur líka lengi verið vitað að ber Gullregnisins eru eitruð.

hoffifill

hoffifill

Fallegt blóm sem flokkast reyndar undir illgresi er Krossfífill

Hún er líka eitruð en er jafnframt mikilvæg lækningaplanta: Úr henni eru unnin lyf sem valdið hafa byltingu í meðferð á bráðahvítblæði í börnum og Hodgkins-veiki.

En væri hægt að nýta sér þessi blóm til að eitra fyrir skordýrum. Ég hef ekki prófað það en það væri verðugt rannsóknarefni fyrir einhvern sem ekkert hefur að gera. Ég skil vel afstöðu þeirra sem vilja alls ekki að eitur fari í garðinn hjá þeim, en það er val hvers og eins og ef ekkert er hægt að gera þegar verið er að éta t.d. runnana heima þá er oft eina leiðin að láta eitra.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

 

Heimildir og myndir:

Myndir af neti: Neria og krossfífill 

Af hvaða kyni eru Silfurskotta og Hambjalla?

hambjalla lirfa

hambjalla lirfa

Hambjallan er eins og Silfurskottan einungis kvenkyns. Bæði eru fljót að fjölga sér ef réttu aðstæðurnar eru fyrir hendi. Silfurskottan þarf raka en Hambjallan ekki. Það er því ekkert grín ef bæði skordýr væru í sama húsinu. Það þarf semsagt ekki að frjóvga eggin til að fjölgun eigi sér stað. Á einungis tveimur vikum klekjast eggin út og hafa lirfurnar hamskipti allt að sjö sinnum meðan lirfan er að vaxa.

 

silfurskottan

silfurskottan

Ef hitastigið er ca. 22 gráður á celsíus þá eru eggin 40 daga að klekjast út. Silfurskottan getur orðið allt að fimm ára gömul. Það þarf raka og skitpir rakastigið verulegu máli. Til

þess að varp geti átt sér stað verður að eiga sér staða hamskipti en það getur gerst aðra eða þriðja hverja viku og verpir hún einu til þrem eggjum á milli hamskipta. Hún getur orpið 100 eggjum á æviskeiði sínu.

 

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

 

 

Er Varmasmiður sama dýrið og Hverabjalla?

Líklega er um sama dýrið að ræða. Ef myndir eru bornar saman á netinu sést að dýrin eru nauðalík. Varmasmiður er talinn vera stærsta bjalla á Íslandi. (Sjá hér).

Hverabjallan hefur fundist í Hveragerði og getur orðið nokkuð stór eða allt að 30 mm löng. Hverabjallan líkt og Varmasmiðurinn (sjá upplýsingar um Varmsmið á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands) er góður fyrir garðinn sérstaklega ef sniglar eru að skemma í ræktuninni því dýrin borða skordýr eins og snigla og ánamaðka serm er kannski ekki eins gott því þeir eru góðri fyirr gariðinn.

 

Lirfa Hverabjölllunar er ótrúleg náttúrusmíð. Hún er svört að lit og ef einhverjum skildi detta í hug að búa til eftirlíkingu af henni þá er ég viss um að silungur tæki hana. Ég fann blogg á netinu þar sem ágætis umfjöllun er um Hverabjöllu og lirfu hennar. Lesa blogg.

Ætti að eitra fyrir Varmasmið? Miðað við hvað hann er að gera í garðinumm ætti að láta hann lifa. Hitt er annað að ef fólki er mjög illa við hann þá er það einkamál hvers og eins alveg eins og þegar fólk vill eitra fyrir könguló eða silfurskottu. Skordýr gera líka gagn en það er val hvers og                                              og eins að ákveða hvort eitrað er eða ekki.

Hann er skordýr og lifir á alls konar skordýrum s.s. sniglum og möðkum. Hann veiðir og þykir gott að hafa hann í lífríkinu í garðinum, ekki drepa hann.

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður. Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband það kostar ekkert.

 

Spurningar sem tengjast skordýrum og fleiri dýrum.

 

Umhverfisvæn eitrun með Lowland Streaked Tenrec
Hvað heitir ljótasta dýr veraldar?

Eru til eitraðir froskar?
Hvernig veist þú að það er parketlús hjá þér?
Hvaða pöddur eru algengastar í húsum?
Hvað er Ertuygla?
Eru pöddur heima hjá þér?
Hvað eru til margar tegundir af rykmý á Íslandi?
Hvað er Beltasveðja?
Hvað er asparglitta?
Hvað heitir skordýrið sem skemmir grenitré?
Af hverju heitir hambjalla hambjalla?

Eru pöddur í húsum á Íslandi, hvað er til ráða?
Garðaklaufhali, er hann hættulegur?

Er sporðdreki málið þegar kemur að því að útrýma silfurskottu?

Carabus nemoralis (Hverabjalla, Varmasmiður)

Heimildir og myndir:

Mynd: Hverabjalla, Blogg, internetið
Mynd: Lirfa, Blogg, internetið
Mynd, Varmasmiður étur snigil: Náttúrufræðistofnun Íslands
Myndband, (Hverabjalla, Varmasmiður) youtube