Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Stari   –   Sturnus vulgaris

Stari

Stari

Það er hægt að láta fjarlægja starahreiður, en mikilvægt er að framkvæma það rétt og virða lögin. Ykkur til upplýsingar þá eru ágætis upplýsingar á fuglavefnum um stara og hvet ég ykkur til að lesa þær.

Starinn syngur listavel og má hlusta á hann á fuglavefnum, velja spila hljóð.

En annars ekki hika við að hafa samband.

Á fuglavefnum eru mjög góðar upplýsingar um fugla t.d. stara. Hann er talinn vera 80 gr að þygnd ca 20 cm langur og er vænghaf hans í kringum 40 cm.

Hann er fallegur fugl, dökkur og glansandi. Honum fellur vel að vera nálægt eða í húsum sennilega af því að þar er skjól og hiti.

Varptími starans byrjar í apríl og getur hann verið að verpa í ágúst samkvæmt upplýsingum á fuglavefnum. Eftir að starinn hefur verpt 4 – 6 eggjum liggur hann á í tvær vikur.

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Ungatíminn er u.þ.b. 21 dagur

Starinn líkt og aðrir fuglar syngja fallega á vorin en þegar ungarnir eru komnir verður smáfrekjutónn en þá má ætla að hann sé að verja afkvæmin.

Á fuglavefnum er líka hægt að hlusta á hann.

Ef þú vilt skoða nánari upplýsingar um staran eða aðra fugla er fuglavefurinn mjjög góð upplýsingaveita.

 Heimildir

Myndir af vef: Fuglavefurinn

Hvað eru meindýr?

Hvað eru meindýr?

meindyr namskeidFlest dýr eru falleg og fer lítið fyrir þar sem þau eru í náttúrulegum aðstæðum t.d. út í móa eins og hagamúsin heldur sig gjarna.

En ef dýrin fara að valda skemmdum þá þarf að bregðast við. Ef rotta, mús eða skordýr gera vart við sig innandyra s.s. í hýbýlum, gripahúsum, farartækjum, eða vöruskemmum, þá geta þau valdið tjóni.

Mýs naga rottur geta borið með sér sjúkdóma. Fylgist með músa- eða rottuskít ef ykkur grunar að þið hafið fengið gesti í heimsókn. Einnig að fylgjast með hvort dýrin hafi nagað eitthvað t.d. einangrun.

Ef þið verðið vör við stara, mýs, silfurskottur, geitungabú, hambjöllur eða lús, ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann, sími 6997092

Heimildir:Myndin er fengin úr gögnum sem meindýra og geitungabaninn fékk á námskeiði um garðaúðun hjá Umhverfisstofnun

Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?

Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?

logo geitungabu.is

Allir að elta alla geitungabu.is

Þegar stórt er spurt þá verður oft fátt um svör. Það þarf að skoða hvert verkefni fyrir sig því þau eru eins misjöfn og þau eru mörg. Það sem er m.a. hægt að hafa í huga eru nokkur atriði.

Kynntu þér aðstæður, skoðaðu vel hvað er vandamálið. Þegar skoðun hefur farið fram þá er að ákveða hvaða eiturefni eða aðferðir eru hentugar.

Það er afar mikilvægt að gæta varúðar og vinna þannig að engir séu í hættu og að við eitrun verði ekki einhverjar hliðarverkanir s.s. að eitur berist í barnaleikföng eða þvott.

vindur

vindur

Það ber því að hafa í huga að efnin vali alls ekki tjóni geti ekki fokið út í veður og vind og að meindýrabaninn eða húsráðendur verði fyrir skaða.

Ef matjurtagarður eða plöntur sem á að borða eru nálægar þarf að gera ráðstafanir.

 

 

 

tre

tre

 

Hver er betur til þess fallinn en fagmaðurinn? Ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann, síminn er 6997092, munið samt eftir því að láta eitrið fjúka undan vindi ef þið eruð að fást við að gera sjálf, en ef þið eruð ekki viss um hvernig á að gera fáið þá fagmanninn í verkið.

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

stari i glugga

stari i glugga

Mjög líklega er starahreiður í húsinu eða gæludýr gætu verið að bera inn fló. Það er ekkert óalgengt að kettir eða hundar geti borið með sér fló. Ef það gerist getur flóin lagst á fólk og sogið blóð til að lifa af.

Gott ráð er því að athuga hvort starahreiður sé í húsinu, ef það er þá þarf að eitra og loka þannig að starinn geti ekki komist í hreiðrið en það verður að gera það rétt. Ef það eru komin egg eða ungar má ekki eiga við hreiðrið fyrr en ungar eru farnir en það er vegna  þess að starinn er friðaður fugl.

Flóabit

Flóabit

Ef köttur er á heimilinu þá gæti verið gott ráð að setja flóaról á hann. Ef fólk sem býr í húsinu er bitið t.d. á næturnar þarf að eitra í kring um rúm.

Ég rakst á ágæta grein þar sem hægt er skoða ráðleggingar og er hún hér.

Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband við meintýra- og geitungabanann, 6997092

 

Heimildir:
Mynd af neti: Stari í glugga, Flóabit

Af hverju bítur starfló?

Af hverju bítur starfló?

 

Það er með staraflóna eins og önnur dýr, þau verða að fá einhverja fæðu. Ef stari hefur t.d. gert hreiður í nokkur sumur á sama stað en kemur eitt vorið að luktum dyrum þá er illt í efni ef ekkert er að gert. Flærnar vilja fá að éta og ef fuglinn kemur ekki þá er ekkert fyrir hana að hafa.

Hún fer því af stað í fæðuleit og leitar uppi fórnarlömb t.d. hunda og ketti, menn og sýgur blóð. Ofnæmisviðbrögð láta ekki á sér standa og fylgir bitunum yfirleitt mikill kláði og vanlíðan. Varast ber að klóra sér heldur reyna að kæla eða bera áburð á kláðastaðinn.

kisa með mús á heilanum

Skyldi kötturinn bera með sér strafló’

Gæludýr eins og hundar og kettir geta hæglega borið með sér flær. Gott ráð er að setja flóaól á þau og jafnvel klippa flóaról í litla búta og setja undir koddan í rúminu ef einhver grunur leikur á að fló sé þar.

Það er samt lykt af ólinni sem sumun líkar ekki og er þá lítið við því að gera. Einnig gæti verið gott ráð að loka gluggum en ef ykkur vantar aðstoð þá er um að gera að hafa samband  við geitunga- og meindýrabanann, sími 6997092

 

Hvernig á að losna við starahreiður?

stari

stari ver sitt svæði

Til þess að losna við starahreiður þarf að fjarlægja það og eitra þar sem hreiðrið er og næsta umhverfi. Ef hreiðrið er nýtt þarf að skoða hvort komin eru egg eða ungar.

Ef aðstæður eru þannig er ráðlagt að bíða með að fjarlægja hreiður þar til unginn er floginn en nota þá tækifærið og eitra hreiður og fjarlægja því það er alltaf hætta á að fló hafi komið sér fyrir í hreiðri.

Nauðsynlegt er að loka vel þeim stöðum þar sem hreiðrið var á því fuglinn byrjar strax á hreiðurgerð aftur hafi hann aðgang að svæðinu. Þar sem starinn er friðaður er ráðlegt að bíða með aðgerðir gegn flónni ef fuglinn er búinn að verpa.

Flóabit

Flóabit fætur

Flóabit er afar hvimleitt og er til mikils að vinna að sleppa við bit. Samkvæmt eigin reynslu þá er kláðinn a.m.k. viku að angra.

Hægt er fá ýmiskonar efni til að bera á bitsvæðið. Apótek bjóða upp á nokkrar gerðir, en gott ráð er að kæla.

 

 

Tea Tree Oil

Tea Tree Oil

Tea Tree Oil

Teatree olía er mjög góð á öll bit. Olían fæst örugglega í apóteki, annars fæst hún í búðum eins og Betra líf.

Það er frekar vont fyrst þegar maður setur hana á en hún virkar vel. Líklega er hún sótthreinsandi fyrir biti. Hún er einnig mjög góð á allskonar sár, en getur valdið sviða til að byrja með.

 

 

Hér er áhugaverð grein um stara, ýmiskonar fróðleikur sem getur komið að gagni. Hvet ykkur lesendur góðir til að skoða.

 

Geta starar slegist?

Geta starar slegist?

Star

Stari

Hafið þið lesendur góðir veit því athygli hvernig hljóðin í fuglum þar með taldir stararnir eru að breytast um þessar mundir. Frábært veður búið að vera og fuglarnir hafa sungið og glatt okkur um nokkra vikna skeið. En núna þá eru hljóðin að breytast, þeir láta frekar ófriðlega þegar gengið er nálægt þeim, en það gæti verið vegna þess að egg er komin í hreiður og þá þarf að verja sitt.

Munið eftir að passa ykkur á staraflónni því hún getur verið ansi hvimleið og þess vegna er mikilvægt að bregðast fljótt við ef vart verður við starahreiður í húsinu eða nálægum húsum. Það getur verið mjög vont að lenda í að starafló bíti, eigin reynsla er vika í kláða.

Ég rakst á myndband á mbl. is og langar að deila því með ykkur en þar eru tveir starar að kljást. Starar að slást

Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, náði myndbandi af tveimur störum sem blaðamenn mbl.is þóttust vissir um að væru innileg ástaratlot. Jóhann segir svo ekki vera þó hann minnist þess ekki að hafa séð önnur eins slagsmál á milli tveggja stara.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður og eitra fyrir starafló ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann, síminn er 6997092 og netfangið er 6997092@gmail.com