Hvenær ætti ég að láta eitra fyrir könglóm?

Hvenær ætti ég að láta eitra fyrir könglóm?

svalirsvalir

svalir

Mjög gott að eitra í enda maí byrjun júní. Það er vegna þess að eitrið sem meindýra- og geitungabaninn notar virkar í 3 – 4 mánuði. Þá ætti könguló ekki að angra það sumarið. Ekki hika við að hafa samband og fá aðstoð.

Dæmi um köngulóar eitrun er t.d. einbýlishús, raðhús, parhús, fjölbýlishús, blokkir, svalir, sólpallar, geimslur eða hvar svo sem könguló heldur sig.

Best er að eitra í þurru verði og ef vindur er þá að passa að eitur berist ekki í matjurtir, barnaleikföng eða annað sem við viljum ekki hafa eitur á.

Ef ykkur vantar aðstoð hafið samband, síminn er 699 7092 eða skoða nánar á geitungabu.is

Heimildir

Mynd af neti, svalir

Það eru köngulær og roðamaur hjá mér, hvað get ég gert?

Það eru köngulær og roðamaur hjá mér, hvað get ég gert?

krosskönguló

Krosskönguló

Í fyrsta lagi ekki fara í panik. Þú gætir byrjað á að sópa köngulónum með kúst, en það er að vísu skammgóður vermir því þær virðast alltaf koma aftur, en allt í lagi að prófa. Sumir hafa prófað að setja salt meðfram húsveggnum, en ég hef ekki prófað það sjálfur.

Köngulóarvefir eru þó verstir að mínu mati, eins og ein ung kona sagði þá er ég heppinn. “Maðurinn minn fer á undan í vinnuna þannig að hann labbar á vefina”. Blaðburðarfólk lendir reyndar oft í vefunum snemma á morgnana.

Köngulónum líður greinilega vel þar sem þær hafa komið sér fyrir hvort sem það er hjá þér eða annars staðar.

Roðamaur

Roðamaur

Roðamaurinn er erfiðari viðureignar en þú gætir prófað að setja möl upp við húsvegginn. En það er samt ekki að virka alveg nógu vel í flestum tilfellum.

Hvað er þá til ráða? Það hefur virkað ágætlega að eitra. Ef það er gert ber þó að taka tillit til nágranns sérstaklega ef hann er með matjurtagarð við hliðina.

Það er hægt að breiða yfir og eitra þannig að eitur berist síður í matjurtirnar, heldur fari þar sem köngulær og eða roðamaur er að angra.

geitungabú

geitungabú það fer að styttast í að geitungur sjáist í búum

Það eru fleiri þættir sem þarf að hafa í huga og er best að skoða hvern stað fyrir sig

Ef þér líst ekki á að hafa köngulærnar eða roðamaurinn lengur hjá þér, ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabann eða hringja núna í 699-7092 og hann kemur og eitrar fyrir þig.

Eitrið sem notað er virkar í ca. 3 mánuði ef það rignir ekki í burtu. Ef eitrað er í byrjun júní þá ættu köngulær ekki að vera vandamál. Ef eitrun mistekst þá kemur kallinn aftur.

 

 

Er hægt að eitra fyrir köngulóm?

Er hægt að eitra fyrir köngulóm?

spider blinking

spider blinking

Já það er hægt. Nú eru þær farnar að koma sér fyrir í húsum. Þær koma sér fyrir í skjóli t.d. undir gluggum, þakskeggjum, rennum eða alls staðar þar sem þeim finnst þær vera óhultar.

Hún býr til vefinn sinn til að veiða flugur og skordýr. Eggjum verpir hún og kemur fyrir þar sem þau eru vel varin t.d. þar sem skuggi er og lítil truflun.

Ef ykkur vantar aðstoð við að losna við köngulær ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann.

Ef eitrað er í byrjun júní ættuð þið að vera nokkurn veginn laus við köngulær í sumar. Ef eitrun misstekst þá er eitrað aftur. Eitrið virkar í ca. 3 mánuði ef það rignir ekki í burtu

Það er því gott að eitra í byrjun júní. Þegar eitrað er þarf að loka gluggum, fjarlægja eða breiða yfir barnaleikföng, þvott á snúrum og passa vel upp á að eitur berist ekki í matjurtir

Nú svo er hægt að slá tvær flugur í einu höggi og fá eitrun á trjágróður. Það er ekki langt í að fyrstu lirfurnar fari á stjá og þá er rétti tíminn til að eitra.

Ef ekkert er að gert þá geta lirfur, trjámaðkur og eða blaðlýs étið laufin upp til agna.

 

Það er gamalt starraheiður í þakkant, hvað geri ég?

Þakkantur

Þakkantur

Það er gamalt starraheiður í þakkant, hvað geri ég?

Tilvalið að tala við meindýra- og geitungabanann eða hringja í 699-7092

Ef það er starahreiður í þaki eða þakkant þá er um að gera að fjarlægja það sem fyrst. En hvers vegna ætti að gera það?

Ástæðan er sú að ef ekkert er að gert þá getur flóin farið af stað og bitið. Ef starrinn kemst ekki í hreiðrið t.d. vegna þess að búið er að loka án þess að fjarlægja hreiðrið þá fer flóin í stað að leita sér að fæðu.

Hún getur stokkið á fólk sem er á ferli eða býr í húsinu. Ég fékk sendar myndir frá Soffíu sem sýna hvernig þakkant hefur verið lokaður en ekki var eitrað nægilega vel eða hreiður er enn á sínum stað.

Soffía hefur veitt góðfúslegt leifi til að birta myndirnar. Þess má geta að hún var bitin fjórtán sinnum og ekki víst að flóin sé hætt.

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Ef það er starahreiður í þak kant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Góð spurning, en stutta svarið er að best er að láta fagmann um verkið t.d. geitunga- og meindýrabanann til að fjarlægja starrahreiðrið.

Ástæðan er sú að starranum fylgir fló. Hún lifir á starranum, og þegar starrinn býr sér til hreiður, þá verpir flóin í hreiðrið, og þau egg klekjast svo út árið eftir.

Ef það er enginn starri til staðar í hreiðrinu, þá fer flóin af stað að leita að blóði, og já þá eru mennirnir í húsinu góð fórnarlömb ;).

aðstoð

aðstoð starri, starahreiður, geitungur, könguló

Því myndi ég láta meindýraeyði, eitra, fjarlægja hreiðrið, eitra eins og þarf og loka á snyrtilegan hátt því yfirleitt blasir staðurinn við fólki.

Kostnaðinn við það, eins og annað viðhald ber sá sem á íbúðina (leigusalinn).

Varðandi verð, þá myndi ég bara hringja í meindýra- og geitungabanann og fá hann á staðinn

Starrafló er að bíta mig hvað get ég gert (fleiri ráð)?

Starrafló er að bíta mig hvað get ég gert (fleiri ráð)?

uppandleggur floarbit

uppandleggur floarbit

Það er andstyggilegt þegar stara fló bítur. Því fylgir oftast mikill kláði sem getur varað í vikutíma jafnvel lengur. Staraflóin á það til að leggjast á fólk en það er vegna þess að starrinn kemst ekki í hreiðrið kannski af því að því hefur verið lokað en ekki rétt gengið frá.

Ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann eða hringja í 6997092

1. Mildison lipid 1%
2. Passa vel gæludýrin t.d. hundar og kettir en þau geta borið með sér flær
3. Útvega sér flóaól á dýrin, setja flóaól undir koddann
4. Bitpennanum after bite og svo mikið af aloverageli á kláðann.
5. Pennar sem gefa einhvers konar rafmagnsstuð, það róar aðeins bitsvæðið
6. Pevaryl sveppakrem á kláðabólurnar
7. Staðdeyfi smyrsli
8. Safi úr lime, smá á puttann og á bitið , svo strax á eftir ólívuolía
9. Ekki klóra
10. Deyfikremið heitir Xilocain og snarvirkar á kláðann
11. Prófa að taka B vítamín til að koma i veg fyrir bit
12. Uppleystar b vítamína töflur í gluggakisturnar til að halda flónni úti
13. Ofnæmistöflur og xilocain
14. dropa af óblandaðri lavander-ilmkjarnaolíu
15. Kartöflumjöl
16. Edik
17. mentolkrem

 

Ef ykkur vantar aðstoð vegna starra geitungabúa eða annarra óvelkominna gesta ekki hika við að hafa samband eða hringja í 6997092

Getur starri gert hreiður í gasgrillinu uppi á þriðju hæð?

Getur starri gert hreiður í gasgrillinu uppi á þriðju hæð?

starri upp á þaki

starri upp á þaki, mynd tekin af Júlíus

Já það getur hann. Júlíus Jóhannsson sendi mér myndir af staranum eftir að hann var búinn að fjarlægja stara hreiðrið.

Hann sagðist hafa opnað gasgrilli en það voru bara komin nokkkur strá, engin  egg eða ungar. Grillið fór út fyrir hús, kveikt var upp í því og stráin brennd.

Ég tel að Júlíus hafi gert það eina rétta sem hægt var að gera. Síðan var geitunga og meindýrabaninn kallaður til og eitraði hann fyrir starafló ef einhver skildi vera og um leið voru svalir eitraðar fyrir könguló, frábært hjá Júlíusi að slá

Starri að koma með efni í hreiðrið

Starri að koma með efni í hreiðrið

tvær flugur í einu höggi.

Ég þakka Júlíusi fyrir myndirnar og hef fengið góðfúslegt

leifi hjá honum að birta þær á geitungabu.is, takk fyrir Júlíus

 

 

 

Hænsnafló yfirleitt kölluð starfló, en þetta er einmytt skordýrið sem er að bíta ykkur ef svo illa skyldi fara að hún finni ykkur.

En hvers á starrinn að gjalda hann er flottur fugl bjargar sér finnur stað til að gera hreiður færir ungunum fæðu. Það eru allir spörfuglar með flóna en einhvern veginn þá hefur starrin verið kenndur við hana.

Skógarþröstur, svartþröstur og maríuerla eru líka með hænsnafló.

 

 

kisa_floarol

kisa_floarol

Munið eftir gæludýrunum, útvegið ykkur flóaról og setjið á kisuna eða hundinn. Þau geta borið flóna með sér og starraflóin endar síðan í rúminu hjá ykkur og bítur, kláðinn kemur og varirir í viku samkvæmt eigin reynslu, ekki bíða með að gera eða eins og sagt er ekki gera ekki neitt, meindýra og geitungabaninn kemur og aðstoðar.

 

Heimildir: Mynd af neti starafló
Júlíus Jóhannsson: Myndir að ofan af starra

Hvað heitir bjallan sem skríður upp húsveggi?

Hvað heitir bjallan sem skríður upp húsveggi?

ranabjalla

ranabjalla

Það geta verið nokkur dýr sem koma til greina. Ranabjalla, Húskeppur, Eggkeppur og Víðirani eru nokkuð algeng dýr í görðum og eiga það til að leita inn.

Ef þeim tekst það sem gerist oft þá lifa þau yfirleitt stutt því þangað hafa þau ekkert að sækja.

Hvers vegna þau gera það er ekki vitað sennilegasta skýringin er að þau eru að leita að einhverju að éta, hlýju og skjóli.

ranalirfa

ranalirfa

Ef þið verðið vör við Ranabjöllu,  húskepp, roðamaur  eða skordýrum sem ykkur líkar ekki við, ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann.

Ranalirfan er skaðræðiskvikindi. Hún nagar rætur og getur valdið skemmdum á gróðri.

Það er erfitt að eiga við hana þar sem hún er í jarðveginum en til að fækka í stofninum er hægt að eitra fyrir rana bjöllunni á hefðbundinn hátt.

Á vef náttúrufræðistofnunar má finna mjög góar upplýsingar um fjöldann allan af skordýrum. Mikið af upplýsingunum sem ég set á vefinn koma það.

 

vidirani

Víðirani

 

 

 

 

 

 

trjavespa nýr landnemi

trjavespa nýr landnemi

 

 

 

 

 

 

Heimildir

Myndir af neti: Ranabjalla, ranalirfa

Verð ég fyrir óþægindum ef það er gamalt starrahreiður í húsinu hjá nágrannanum?

Verð ég fyrir óþægindum ef það er gamalt starrahreiður í húsinu hjá nágrannanum?

Stunginn í handlegg af geitung

Stunginn í handlegg af geitung líka slæmt

Það er alveg möguleiki á að þú lendir í því að verða bitin og einnig sá sem býr í húsinu þar sem stara hreiðrið er. Það sem mestu máli skiptir er að komast að samkomulagi um aðgerðir. Best er að eitra og fjarlægja hreiðrið. Geitunga- og meindýrabaninn er tilvalið að hafa samband við (sími 699-7092).

Hins vegar ef þú ert að spá í að fjarlægja hreiðrið sjálf/sjálfur þá verður að hafa það í huga að ef það eru flær þá geta þær bitið og valdið miklum kláða í nokkra daga og einnig geta komið fram ofnæmisviðbrögð. Mjög varlega skal farið ef þið eruð ekki vön og myndi ég ekki reyna að taka hreiðrið, nema vera alveg viss um hvað ég þarf að gera.

Starri

Starri

Bæði það að eitrið sem fagmennirnir nota dugar mun lengur en það sem hinn almenni borgari má kaupa eða í allt að 3 – 4 mánuði, það eitur er einnig notað við köngulóareitrun með góðum árangri. Að neðan eru nokkrar ábendingar sem þið getið skoða til að glöggva ykkur á starranum, en ef það er eitthvað sem þið viljið spyrja um ekki hika við að hafa samband.

 

 

Algengar spurningar

Verð ég fyrir óþægindum ef það er gamalt starrahreiður í húsinu hjá nágrannanum?

 Hvernig veit ég hvar starra hreiður er í húsinu?

Starrahreiður í þakkant, hvað get ég gert?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Starraflær hafa bitið mig einhver ráð?

Starraflær hafa bitið mig einhver ráð?

staraflo

starrafló (starafló) hænsnafló

Þessari spurningu hafa margir spurt að. Ég tók mér það bessaleifi að googla og fann ágæta umfjöllun á vef Lyfju undir flokknum fræðsla og fróðleikur.

“Starraflær lifa í hreiðrum starra og geta borist í hýbýli manna ef hreiðrin eru þannig staðsett. Einnig getur flóin verið til staðar úti í garði eða í raun hvar sem er.
Flóin lifir ekki á mönnum líkt og lús heldur skilur hún eftir bit. Þegar flóin bítur þá veldur þetta bit ofnæmissvari, þroti og roði koma í ljós á bitsvæðinu en einnig fylgir þessu mikill kláði. Clarityn töflurnar draga einmitt úr þessu ofnæmissvari og þar með kláðanum.

 

Floabit

Flóabit eftir starrafló

Ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna er 1 tafla á dag, helmingunartími í blóði er u.þ.b. 14 klst. þannig að önnur tafla er óþörf. En ef um stóran einstakling er að ræða þá getur verið ráðlagt að taka 2 töflur á dag í stað 1 töflu. Tenutex áburður er ætlaður gegn höfuðlús, flatlús og kláðamaur.

Flær lifa ekki á mönnum og því þjónar það engum tilgangi að nota Tenutex. Heldur er betra að nota kælandi áburð sem dregur úr kláða t.d. Kalmín áburð, Aloe Vera gel og jafnvel Mentólkrem, ásamt ofnæmislyfinu.”

 

Nýlegar spurningar:

Starraflær hafa bitið mig, einhver ráð?

 Hvernig veit ég hvar starra hreiður er í húsinu?

Starrahreiður í þakkant, hvað get ég gert?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?