Geitungabú í garðinum, er hægt að fjarlægja það?

Geitungabú í garðinum, er hægt að fjarlægja það?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

geitungabu

Geitungabú í  garð- garðinum

Það er hægt að losna við geitungabú, en mikilvægt að gera það rétt.

Þegar búið er fjarlægt geta geitungar stungið og það er vont.

Öruggasta leiðin er að eitra búið þegar enginn hreyfing er í geitungabúinu eða í nágrenni þess.

Hins vegar eru vinnudýrin á ferðinni að afla fæðu. Continue reading

Það er galli í þakkant hvað á ég að gera?

Það er galli í þakkant hvað á ég að gera?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

Galli í þakkant

Galli í þakkant. Klæðning hefur gefið sig – starrinn á auðvelt með aða gera hreiður

Kanna aðstæður. Ef þið sjáið að það er starrahreiður þá þarf að eitra, fjarlægja hreiður, loka inngönguleið og eitra.

Dæmi um galla í þakkant getur verið að klæðning hefur losnað, fúnað eða fokið í burtu í óveðri.

Ef það gerist þá á starinn greiða leið til að búa til hreiður og verpa í það. Þá fylgir starrafló með.

En það þarf ekki að örvænta. Continue reading

Hvar getur kisan verið?

Hvar getur kisan verið?

kisa kíkir út um rörið

kisa kíkir út um rörið

Kisan getur komið sér fyrir á hinum ólíklegustu stöðum.

Ég rakst á eina þar sem hún var búin að koma sér fyrir í hitaveituröri upp í Árbæ.

Læt hana fylgja með til skemmtunar, en eins og myndin sýnir þá fer hún oft ótroðnar slóðir.

Það er möguleiki á að hún komi inn með starrafló. Það er ekki vitlaust að setja flóaról á kött sem fær að ganga laus. Continue reading

Hvernig er hægt að losa sig við silfurskottur?

Hvernig er hægt að losa sig við silfurskottur?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

 

Silfurskotta dökk

Silfurskotta dökk

Silfurskottur eru ekkert hættulegar.
Þær sjúga ekki blóð eins og veggjalús gerir.Þær bíta ekki eins og starafló.

Þær eru hins vegar hvimleiðar og bregður fólki oft í brún að sjá þær skjótast þega ljós er kveikt.

Sumum finnst þær ógðslegar á meðan öðrum er sama.

Ef ég vil losna við silfurskottur hvað get ég gert? Continue reading

Könguló og trjámaðkur, hvað er til ráða?

Könguló og trjámaðkur, hvað er til ráða?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

krosskönguló

Krosskönguló

Eitt ráðið er að úða grænsápu. Það hefur virkað hjá sumum og hvet ég ykkur til að prófa.

Það er alveg eins víst að það takist ekki. En hvað get ég þá gert?

Gætir prófað að láta eitra. Köngulærnar ættu að láta þig í friði í sumar. Continue reading

Það eru geitungar að koma inn til mín er geitungabú hjá mér?

Það eru geitungar að koma inn til mín er geitungabú hjá mér?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

geitungur

geitungur

Það er alveg möguleiki. Það sem þið gætuð gert er að kanna aðstæður en það myndi ég gera.

Skoðið vel hvort það eru rifur eða skemmdir í þakskegginu á húsinu. Kannið gróður athugið hvort að geitungur hefur komið sér fyrir  í runna eða limgerði.

Athugið ristar, getur veri að það vanti að koma fyrir rist. Eru einvers staðar op sem gleimdist að loka. Skoðið lífríkið í garðinum.

ormur

ormur

Er trjámaðkur á limgerðinu. Eru starar að tína orm.

Getur verið að starri sé lík að tína maðk.

Þetta eru nú grunnatriðin sem ég myndi skoða áður en haft er samband við snilling eins og mig.

Ég get komið og aðstoðað.

Eitra fyrir geitung, köngulóm, ranabjöllum roðamaur eða öðrum skordýrum. Fjarlægi starahreiður.

Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

Hvaða aðferð er hægt að nota til að losna við starrahreiður?

Hvaða aðferð er hægt að nota til að losna við starrahreiður?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

Hefðbundin leið er að eitra, fjarlægja starahreiður, loka leið starans.

Hreiður í grilli

Hreiður í grilli  uppgötvað. Undirbúningi lokið

Jón og Gyða sendu mér myndir af annarri aðferð, takk fyrir það.

Hvað finnst ykkur.

Í það minnsta þá er öll starafló brunnin.

 

 

 

Eldur í starahreiðri

Eldur í starahreiðri

Búið að kveikja í hreiðrinu.

Það logar vel eins og sést.

Staraflóin að brenna.

 

 

 

Grill komið í einangrun

Grill komið í einangrun

Starinn spáir í grillið

Plastið gerir það að verkum
að starinn kemst ekki í að
búa til nýtt hreiður.

Hvar skildi hinn fuglinn vera?

 

 

 

Einn með orm annar með strá

Einn með orm annar með strá

Þarna eru þeir báðir.

Annar með hey til að gera nýtt hreiður.

Hinn með orm til að gefa ungum.

Bara finna nýjan stað og byrja aftur.

Þegar þeir byrja tekur það ótrúlega stuttan tíma.

 

Myndbandið að neðan sýnir hvernig starinn hegðar sér eftir að búið er að eitra, fjarlægja hreiður og loka. Hann kemst ekki lengur þar sem hreiðrið var. Rétt er að taka það fram að ungarnir flugu út úr hreiðrinu sjálfir þegar aðstæður voru skoðaðar.

 

 

 

 

Hvar gerir starri hreiður?

Hvar gerir starri hreiður?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

Gasgrill

Gasgrill – starahreiður það er mjög ólíklegt að þarna sé starafló

Starinn gerir hreiður á ólíklegustu stöðum. Í dag sá ég hreiður í grilli.

Ég var í vettvangsskoðun hjá Jóni sem býr í Breiðholtinu. Hann sýndi mér hreiðrið en það er í gasgrillinu.

Þar er líka kolagrill og þar hafði hann líka prófað að gera hreiður.

 

 

stari i Breidholti

Starri i Breidholti, hann passar sitt

En starrinn er þrjóskur. Nú er hann búinn að koma sér fyrir á tveimur stöðum í húsinu.

Þak kanturinn er frábær staður til að vera á hlýtur hann að hugsa því það er mjög algengur staður fyrir hann.

Hann er ótrúlega lunkinn að finna glufur og skríða meðfram þak klæðningunni eða niður með kantinum og fram hjá rennunni.

 

starafundur

starafundur tókst vel til með varp 8 komnir á vírinn 3 enn í hreiðri

Mikilvægt er að fylgjast vel með hvar hann heldur sig við húsið. Það er ekki flókið, kannið hvar hann tillir sér , hvar hann kemur með æti fyrir unga.

Síðast en ekki síst þá er skíturinn eitt af hans aðalsmerkjum.

Ef þið sjáið skítinn þá er betra að passsa sig, gæti verið starafló.

Bregðist hratt við og gerið við  rifur eða op. Rétt er að benda á að starinn þarf eki nema ca. 3 cm gat í þvermál til  að komast til að búa til hreiður með.

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt, hafið samband eða hringið í 6997092

Ég tók að gamni mínu myndband af staranum á kantinum eins og sagt er.
Ég vona að Jón hafi ekkert á móti því.

Starri á kantinum!

 

Ef eitrað er fyrir könguló fjölgar flugum?

Ef eitrað er fyrir könguló fjölgar flugum?
Hefur samband eða hringið í 6997092, er á ferðinni.

krosskönguló

Krosskönguló

Ef eitrun er rétt framkvæmd þá eru miklar líkur á að flugum fækki.

Það er vegna þess að eitrinu er úðað á húsið þar sem flugur setjast.

Ef fluga sest á vegg þar sem eitur er má ætla að hún verði fyrir áhrifum.

Það ætti því að koma í ljós fljótlega.

 

logo geitungabu.is

Geitungabaninn í smá veseni, en þá er bara að hlaupa

Köngulærnar eru góðar í að veiða flugur. Það er því gott að hafa köngulær en sumum finnst þær hvimleiðar jafnvel ógeðslegar.

Vefir köngulóa eru einnig mjög til ama og finnst mörgum verulega pirrandi að ganga á vefina.

Þeir klístrast í andlitið og verður að viðurkennast að það er frekar ógeðslegt, en ekkert hættulegt.

 

vespa-mandarinia

Ég veit ekki með ykkur en að hafa eina í lófanum sýnir að vísu hugrekki, en einhver annar takk

Það er eiginlega undir hverjum og einum komið hvað skal gera. Sumir eru hræddir við köngulær og ekkert óeðlilegt við það, þá er um að gera að eitra.

Öðrum er alveg sama um köngulær en meinilla við flugur ég tala nú ekki um geitunga.

Humlurnar er stórar og fallegar og fljúga um dálítið ógnvænlegar en gera ekki flugu mein eins og sagt er.

Geitungar eru byrjaðir að byggja búin sín og eru byrjaðir að afla fæðu. Þeir sækjast í skordýr og lirfur.

 

ani_wasp

lítil og sæt með bláa vængi

En þeir eiga það til að sveima í kringum bjórinn eða ávaxtasafann en það erum við ekki ánægð með.

Þá er hægt að setja upp sérstakar gildrur til að veiða. Þið getið búið til ykkar eigin úr tveggja lítra kókflösku.

Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband, í 699-7092 eða senda póst á 6997092@gmail.com

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt