Er hægt að eitra fyrir köngulóm?
Já það er hægt. Nú eru þær farnar að koma sér fyrir í húsum. Þær koma sér fyrir í skjóli t.d. undir gluggum, þakskeggjum, rennum eða alls staðar þar sem þeim finnst þær vera óhultar.
Hún býr til vefinn sinn til að veiða flugur og skordýr. Eggjum verpir hún og kemur fyrir þar sem þau eru vel varin t.d. þar sem skuggi er og lítil truflun.
Ef ykkur vantar aðstoð við að losna við köngulær ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann.
Ef eitrað er í byrjun júní ættuð þið að vera nokkurn veginn laus við köngulær í sumar. Ef eitrun misstekst þá er eitrað aftur. Eitrið virkar í ca. 3 mánuði ef það rignir ekki í burtu
Það er því gott að eitra í byrjun júní. Þegar eitrað er þarf að loka gluggum, fjarlægja eða breiða yfir barnaleikföng, þvott á snúrum og passa vel upp á að eitur berist ekki í matjurtir
Nú svo er hægt að slá tvær flugur í einu höggi og fá eitrun á trjágróður. Það er ekki langt í að fyrstu lirfurnar fari á stjá og þá er rétti tíminn til að eitra.
Ef ekkert er að gert þá geta lirfur, trjámaðkur og eða blaðlýs étið laufin upp til agna.