Bit eftir starrafló, hvað geri ég?

Bit eftir starrafló, hvað geri ég?

Hafið samband  eða hringið í
6997092 ef ykkur vantar aðstoð
við að losna við starrahreiður.

Laukur settur á úlnlið

Laukur settur á úlnlið, kláðinn varaði í mun styttri tíma en venjulega, prófið sjálf

Prófaðu að setja lauk yfir bitsvæðið.

Þetta er gamalt húsráð sem
virkaði allavega á mig.

Ég var bitinn í morgun.

Ég fékk hálfan lauk og nuddaði
nokkrum sinnum yfir bitsvæðið.


 

after bite

after bite virkar vel á kláða, en manni svíður ansi mikið fyrst á eftir, berist á eftir þörfum fæst í apóteki

Setti laukinn svo aftur nokrum
mínútum seinna þegar kláði byrjaði aftur.

Ég endurtók þetta 3 – 4 sinnum og hætti kláðinn.

Engin útbrot komu.

Kláðinn kom aftur um kvöldið.

Ég nuddaði lauknum aftur
nokkrum sinnum á bitsvæðið.

 

Tea Tree Oil

Tea Tree Oil, sumir hafa prófað olíuna veit ekki alveg hvernig  hún virkar

Kláðinn hefur ekki komið aftur.

Ef þið lendið í biti prófið laukinn.

“After bite” er líka ágætt.

Mildizone vægur steraáburður og

Histasine ofnæmistöflur virka ágætlega.
(lesa um histasíne)

 

Histasin

Histasin

Ef líkaminn sýnir mikil ofnæmis-
viðbrögð leitið þá til læknis strax.

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt

Að neðan nokkur ráð héðan og þaðan

 

1. Mildison lipid 1%
2. Passa vel gæludýrin t.d. hundar og kettir en þau geta borið með sér flær
3. Útvega sér flóaól á dýrin, setja flóaól undir koddann
4. Bitpennanum after bite og svo mikið af aloverageli á kláðann.
5. Pennar sem gefa einhvers konar rafmagnsstuð, það róar aðeins bitsvæðið
6. Pevaryl sveppakrem á kláðabólurnar
7. Staðdeyfi smyrsli
8. Safi úr lime, smá á puttann og á bitið , svo strax á eftir ólívuolía
9. Ekki klóra
10. Deyfikremið heitir Xilocain og snarvirkar á kláðann
11. Prófa að taka B vítamín til að koma i veg fyrir bit
12. Uppleystar b vítamína töflur í gluggakisturnar til að halda flónni úti
13. Ofnæmistöflur og xilocain
14. dropa af óblandaðri lavander-ilmkjarnaolíu
15. Kartöflumjöl
16. Edik
17. mentolkrem
18. Laukur láttinn liggja yfir bitsvæðið og nudda gera 3 –  4 sinnum
19. Setja flóaról á fótleggina.

 

 

Hafið samband  eða hringið í
6997092 ef ykkur vantar aðstoð
við að losna við starrahreiður.

Leave a Reply