Hvað get ég gert ef geitungur stingur mig?

geitungabú

geitungabú

Hvað get ég gert ef geitungur stingur mig?

Á vef landlæknisembætisins er að finna mjög góðar ráðleggingar. Að neðan eru nokkrir punktar sem gott er að styðjast við en frekari upplýsingar er að finna á vefnum

 

Almenn ráð

geitungur

geitungur

Til að forðast stungur er rétt að hafa eftirfarandi í huga:

  • Að eyða búum sem eru við heimili – hafa samband, simi 6997092
  • Sýna aðgát við garðvinnu, nota hanska.
  • Matarbiti og drykkir bjóða geitungum heim. Gosdósir eru sérstaklega varhugaverðar.
  • Geitunga innan dyra má sprauta á hárlakki eða að drepa í einu höggi.
  • Hafa þétt net yfir vögnum barna sem sofa úti.
  • Klæðast hvítum/ljósum fatnaði.
  • Nota ekki ilmefni.
  • Gangið ekki berfætt úti við, klæðist síðum buxum og langerma skyrtum.

Skoða vef landlæknis nánar

Geitungur – forvarnir

Geitungur – forvarnir

Geitungar úr geitungagildrunni, nærmynd líklega trjágeitungur

Geitungar úr geitungagildrunni, nærmynd líklega trjágeitungur

Þegar fer að hlýna byrja geitungar og aðrar flugur að láta á sér kræla. Nún þegar erum við farin að sjá húsflugur og minni flugur. Það eru kannski einn og einn geitungur sem eru að sýna sig og leita inn. Kannski eru þeir bara einmanna og langar að komast í félagsskap en við erum ekki alveg eins hrifinn. Hann flýgur venjulega inn um opna glugga eða hurðir sem standa opnar, oft á morgnana.

Það sem væri hægt að gera til að minnka lýkur á að þeir komist inn er að passa upp á að hurrðir og gluggar séu lokaðir, en við viljum lofta út og fá ferskt loft inn og þá er

Geitungur fangaður

Geitungur fangaður

kominn leið fyrir getiunginn að ðkomast inn. Möguleiki er að setja net í gluggafals en sumum finnst það ljótt.

Ekki er galið að fylgjast með flugleið geitungana og koma þar fyrir gildrum t.d. skera ofan af tveggja lítra gosflösku hvolfa stútnum niður í flöskuna, setja vatn og sætuefni eða sykur til að lokka hann að. Vert er að hafa í huga að þetta geta verið trjágeitungar eða holugeitungar svo eitthvað sé nefnt en sá síðarnefndi getur verið mjög árásargjarn.

Límborðar með sætuefni á væri líka reynandi og mætti

heimatilbuin geitungagildra

heimatilbuin geitungagildra

koma þeim fyrir innan í glugga og er hugmyndin þá að ef geitungurinn kemst inn þá fer hann venjulega í glugga og flýgur um en að lokum sest hann og ef límbakki er þar festist hann og deyr.

Annað ráð er að vera með hársprey eða badmintonspaða , einnig eru til spaðar sem gefa frá sér lágspennu sem drepur þá ef þú slærð getiunginn.

 

 

ani_wasp

ani_wasp

Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann eða hringja í 6997092

 

 

 

Hvaða fuglategund syngur mest?

Hvaða fuglategund syngur mest

skógarþröstur

skógarþröstur

Í görðum eru nokkrar tegundir, t.d. stari, skógarþröstur og svartþröstur. Það er auðvelt að þekkja þá í sundur. Svartþrösturinn er dökkur með gulan gogg. Starinn er minni og má sjá græna liti í honum, skógarþröstinn þekkja flestir en hann er brúnleitari. Þetta eru smávísbendingar en sameiginlegt með þeim öllum er að þeir bera með sér hænsnafló sem stundum er kölluð starafló.

 

 

fuglar

fuglar

Ástæðan fyrir söngnum hafa margir velt fyrir sér. Kannski eru þeir að verja sitt svæði, fæla í burtu ránfuglum eða dýrum sem þeim finnst hætta stafa af. Þeir gætu líka verið að laða að tilvonandi maka.

Fuglarnir eru tilkomumiklir efst í trjánum eins og kóngar í ríki sínu að syngja hástöfum. Nú ættu margir þeirra að vera komnir með egg og stutt í að ungar komi. Þá breytist söngurinn og við förum að sjá meira af þeim þegar þeir ná sér í æti fyrir sig og sína.

stari

stari

Starinn finnur sér alltaf stað til að verpa. Honum líkar vel að vera í húsum eða í nágrenni við þau. Gallinn við að hafa starann t.d. í þakskeggi er mikill óþrifnaður. Skíturinn er sterkur og getur brennt þakklæðningu. Þegar ungarnir eru farnir úr hreiðrinu er möguleiki á að hænsnaflóin eða starflóin eins og hún er oft kölluð fari á stjá og leiti sér að fórnarlambi. Það er um að gera að eitra og fjarlægja hreiðrið þegar starinn er búinn að koma ungunum á legg. Það þarf að loka þannig að hann geti ekki komið aftur en ef það er gert þarf að vinna verkið rétt. Það er alltaf hætta á flóarbiti sem er andstyggilegt því fylgir oft á tíðum mikill

graphics-bird

graphics-bird

kláði. Ef ykkur vantar aðstoð þá ekki hika við að kalla til geitunga- og meindýrabanann eða hringja í 6997092 og fá aðstoð.

heimildir:

Myndir af neti: Fuglavefurinn Vísindavefurinn

 

 

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Stari   –   Sturnus vulgaris

Stari

Stari

Það er hægt að láta fjarlægja starahreiður, en mikilvægt er að framkvæma það rétt og virða lögin. Ykkur til upplýsingar þá eru ágætis upplýsingar á fuglavefnum um stara og hvet ég ykkur til að lesa þær.

Starinn syngur listavel og má hlusta á hann á fuglavefnum, velja spila hljóð.

En annars ekki hika við að hafa samband.

Á fuglavefnum eru mjög góðar upplýsingar um fugla t.d. stara. Hann er talinn vera 80 gr að þygnd ca 20 cm langur og er vænghaf hans í kringum 40 cm.

Hann er fallegur fugl, dökkur og glansandi. Honum fellur vel að vera nálægt eða í húsum sennilega af því að þar er skjól og hiti.

Varptími starans byrjar í apríl og getur hann verið að verpa í ágúst samkvæmt upplýsingum á fuglavefnum. Eftir að starinn hefur verpt 4 – 6 eggjum liggur hann á í tvær vikur.

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Ungatíminn er u.þ.b. 21 dagur

Starinn líkt og aðrir fuglar syngja fallega á vorin en þegar ungarnir eru komnir verður smáfrekjutónn en þá má ætla að hann sé að verja afkvæmin.

Á fuglavefnum er líka hægt að hlusta á hann.

Ef þú vilt skoða nánari upplýsingar um staran eða aðra fugla er fuglavefurinn mjjög góð upplýsingaveita.

 Heimildir

Myndir af vef: Fuglavefurinn

Hvað eru meindýr?

Hvað eru meindýr?

meindyr namskeidFlest dýr eru falleg og fer lítið fyrir þar sem þau eru í náttúrulegum aðstæðum t.d. út í móa eins og hagamúsin heldur sig gjarna.

En ef dýrin fara að valda skemmdum þá þarf að bregðast við. Ef rotta, mús eða skordýr gera vart við sig innandyra s.s. í hýbýlum, gripahúsum, farartækjum, eða vöruskemmum, þá geta þau valdið tjóni.

Mýs naga rottur geta borið með sér sjúkdóma. Fylgist með músa- eða rottuskít ef ykkur grunar að þið hafið fengið gesti í heimsókn. Einnig að fylgjast með hvort dýrin hafi nagað eitthvað t.d. einangrun.

Ef þið verðið vör við stara, mýs, silfurskottur, geitungabú, hambjöllur eða lús, ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann, sími 6997092

Heimildir:Myndin er fengin úr gögnum sem meindýra og geitungabaninn fékk á námskeiði um garðaúðun hjá Umhverfisstofnun

Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?

Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?

logo geitungabu.is

Allir að elta alla geitungabu.is

Þegar stórt er spurt þá verður oft fátt um svör. Það þarf að skoða hvert verkefni fyrir sig því þau eru eins misjöfn og þau eru mörg. Það sem er m.a. hægt að hafa í huga eru nokkur atriði.

Kynntu þér aðstæður, skoðaðu vel hvað er vandamálið. Þegar skoðun hefur farið fram þá er að ákveða hvaða eiturefni eða aðferðir eru hentugar.

Það er afar mikilvægt að gæta varúðar og vinna þannig að engir séu í hættu og að við eitrun verði ekki einhverjar hliðarverkanir s.s. að eitur berist í barnaleikföng eða þvott.

vindur

vindur

Það ber því að hafa í huga að efnin vali alls ekki tjóni geti ekki fokið út í veður og vind og að meindýrabaninn eða húsráðendur verði fyrir skaða.

Ef matjurtagarður eða plöntur sem á að borða eru nálægar þarf að gera ráðstafanir.

 

 

 

tre

tre

 

Hver er betur til þess fallinn en fagmaðurinn? Ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann, síminn er 6997092, munið samt eftir því að láta eitrið fjúka undan vindi ef þið eruð að fást við að gera sjálf, en ef þið eruð ekki viss um hvernig á að gera fáið þá fagmanninn í verkið.

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

stari i glugga

stari i glugga

Mjög líklega er starahreiður í húsinu eða gæludýr gætu verið að bera inn fló. Það er ekkert óalgengt að kettir eða hundar geti borið með sér fló. Ef það gerist getur flóin lagst á fólk og sogið blóð til að lifa af.

Gott ráð er því að athuga hvort starahreiður sé í húsinu, ef það er þá þarf að eitra og loka þannig að starinn geti ekki komist í hreiðrið en það verður að gera það rétt. Ef það eru komin egg eða ungar má ekki eiga við hreiðrið fyrr en ungar eru farnir en það er vegna  þess að starinn er friðaður fugl.

Flóabit

Flóabit

Ef köttur er á heimilinu þá gæti verið gott ráð að setja flóaról á hann. Ef fólk sem býr í húsinu er bitið t.d. á næturnar þarf að eitra í kring um rúm.

Ég rakst á ágæta grein þar sem hægt er skoða ráðleggingar og er hún hér.

Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband við meintýra- og geitungabanann, 6997092

 

Heimildir:
Mynd af neti: Stari í glugga, Flóabit

Af hverju bítur starfló?

Af hverju bítur starfló?

 

Það er með staraflóna eins og önnur dýr, þau verða að fá einhverja fæðu. Ef stari hefur t.d. gert hreiður í nokkur sumur á sama stað en kemur eitt vorið að luktum dyrum þá er illt í efni ef ekkert er að gert. Flærnar vilja fá að éta og ef fuglinn kemur ekki þá er ekkert fyrir hana að hafa.

Hún fer því af stað í fæðuleit og leitar uppi fórnarlömb t.d. hunda og ketti, menn og sýgur blóð. Ofnæmisviðbrögð láta ekki á sér standa og fylgir bitunum yfirleitt mikill kláði og vanlíðan. Varast ber að klóra sér heldur reyna að kæla eða bera áburð á kláðastaðinn.

kisa með mús á heilanum

Skyldi kötturinn bera með sér strafló’

Gæludýr eins og hundar og kettir geta hæglega borið með sér flær. Gott ráð er að setja flóaól á þau og jafnvel klippa flóaról í litla búta og setja undir koddan í rúminu ef einhver grunur leikur á að fló sé þar.

Það er samt lykt af ólinni sem sumun líkar ekki og er þá lítið við því að gera. Einnig gæti verið gott ráð að loka gluggum en ef ykkur vantar aðstoð þá er um að gera að hafa samband  við geitunga- og meindýrabanann, sími 6997092

 

Hvernig á að losna við starahreiður?

stari

stari ver sitt svæði

Til þess að losna við starahreiður þarf að fjarlægja það og eitra þar sem hreiðrið er og næsta umhverfi. Ef hreiðrið er nýtt þarf að skoða hvort komin eru egg eða ungar.

Ef aðstæður eru þannig er ráðlagt að bíða með að fjarlægja hreiður þar til unginn er floginn en nota þá tækifærið og eitra hreiður og fjarlægja því það er alltaf hætta á að fló hafi komið sér fyrir í hreiðri.

Nauðsynlegt er að loka vel þeim stöðum þar sem hreiðrið var á því fuglinn byrjar strax á hreiðurgerð aftur hafi hann aðgang að svæðinu. Þar sem starinn er friðaður er ráðlegt að bíða með aðgerðir gegn flónni ef fuglinn er búinn að verpa.

Flóabit

Flóabit fætur

Flóabit er afar hvimleitt og er til mikils að vinna að sleppa við bit. Samkvæmt eigin reynslu þá er kláðinn a.m.k. viku að angra.

Hægt er fá ýmiskonar efni til að bera á bitsvæðið. Apótek bjóða upp á nokkrar gerðir, en gott ráð er að kæla.

 

 

Tea Tree Oil

Tea Tree Oil

Tea Tree Oil

Teatree olía er mjög góð á öll bit. Olían fæst örugglega í apóteki, annars fæst hún í búðum eins og Betra líf.

Það er frekar vont fyrst þegar maður setur hana á en hún virkar vel. Líklega er hún sótthreinsandi fyrir biti. Hún er einnig mjög góð á allskonar sár, en getur valdið sviða til að byrja með.

 

 

Hér er áhugaverð grein um stara, ýmiskonar fróðleikur sem getur komið að gagni. Hvet ykkur lesendur góðir til að skoða.

 

Geta starar slegist?

Geta starar slegist?

Star

Stari

Hafið þið lesendur góðir veit því athygli hvernig hljóðin í fuglum þar með taldir stararnir eru að breytast um þessar mundir. Frábært veður búið að vera og fuglarnir hafa sungið og glatt okkur um nokkra vikna skeið. En núna þá eru hljóðin að breytast, þeir láta frekar ófriðlega þegar gengið er nálægt þeim, en það gæti verið vegna þess að egg er komin í hreiður og þá þarf að verja sitt.

Munið eftir að passa ykkur á staraflónni því hún getur verið ansi hvimleið og þess vegna er mikilvægt að bregðast fljótt við ef vart verður við starahreiður í húsinu eða nálægum húsum. Það getur verið mjög vont að lenda í að starafló bíti, eigin reynsla er vika í kláða.

Ég rakst á myndband á mbl. is og langar að deila því með ykkur en þar eru tveir starar að kljást. Starar að slást

Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, náði myndbandi af tveimur störum sem blaðamenn mbl.is þóttust vissir um að væru innileg ástaratlot. Jóhann segir svo ekki vera þó hann minnist þess ekki að hafa séð önnur eins slagsmál á milli tveggja stara.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður og eitra fyrir starafló ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann, síminn er 6997092 og netfangið er 6997092@gmail.com