Af hverju er ég bitin af fló ef það er ekkert hreiður?

Af hverju er ég bitin af fló ef það er ekkert hreiður?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Búð að loka

Búð að loka inngönguleið, en var eitrað og hreiðrið fjarlægt?

Það geta verið nokkrar ástæður. Gæluldýrin á heimilinu geta borið fló með sér inn.

Kötturinn fer upp á þak í nánd við starahreiður. Þegar hann er orðinn leiður á því að ná ekki til ungana fer hann ásamt starraflónni inn.

Hann fær sér að éta og besti staðurinn er rúmið þitt.

Það getur verið gamalt hreiður í þakkantinum frá því í fyrra sem var ekki fjarlægt en lokað fyrir inngönguleið starans.

Flóabit

Flóabit bara 5 geta verið miklu fleiri, mikill kláði í nokkra daga

Vorið eftir vaknar flóin úr dvalanum leitar að fuglinum en finnur hann ekki, hoppar af stað í leit að fórnarlambi, tekur sér far með hundinum, hoppar á þig eða hoppar beint á þig og bítur.

Það getur verið starahreiður í nágreninu þar sem fló fer af stað t.d. á þig.

Það getur líka verið að gömlu hreiðri hafi verið hent í órægt þar sem þú átt leið hjá og af einskærri óheppni lendir þú af öllum í því að staraflóin (fuglaflóin) bítur þig.

Fallegir fuglar eins og Maríuerlur bera einnig með sér fló.

Kisa með fló eða ekki það er spurning

Kisa komin á uppáhaldsstaðinn sinn rúmið þitt, skildi vera fló með?

Hvað get ég gert ef ég er bitin/bitinn? Ég var svo heppinn að spyrja hjúkrunarfræðing þeirrar spurningar og fáið þið svar hennar hér.

1. Berið á ykkur Mildi Zone (veikur steraáburður oft notaður á börn, fæst í apóteki)
2. Takið inn í samráði við lækni ofnæmistöflur – Loretine (fæst í apóteki)

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt

Starrabit, kláði hvað er til ráða? Nokkur góð ráð í viðbót, kannski eigið þið ekki til Mildi Zone eða Loretine

 

Hvað þarf starinn mikið pláss í þakkantinum?

Hvað þarf starinn mikið pláss í þakkantinum?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Eftir að loka

Eftir að loka – greið leið fyrir stara að gera sér hreiður, eða geitungur gæti komið

Starrinn þarf mjög lítið pláss
kemst líklega  inn um 3 cm

Búð að loka

Búð að loka. Ekki möguleiki á að starinn komist núna inn

rifu.
Á myndinni til vinstri má sjá gat sem er ca. 38 * 8 cm að stærð.

Það er mjög lítið mál fyrir starrann að koma sér fyrir þarna.

Þeir eru mjög fljótir að tína til efni og búa til hreiður.

Kisa með fló eða ekki það er spurning

Keli komin upp í rúm. Skyldún vera með fló eða ekki

Keli köttur á það til að fara út.

starafló bit

starafló bit

Hvert hann fer er ekki vitað

hann hefur sjálfstæðan vilja eins og allir kettir.

Hann eins og aðrir kettir hafa mikinn stökk kraft og komast auðveldlega upp á þak.

Kettir eru forvitnir að eðlisfari og ef eitthvað vekur áhuga þeirra t.d. garg í fugli vegna þess að keli er kominn óþarflega nálægt hreiðrinu þar sem ungarnir eru í fer hann þangað.

Starrafló á þannig auðvelt með að taka sér far með kettinum.

Ef hann leggst upp í rúm eða situr út í glugga þá gæti starrafló mögulega komist þannig á ykkur og bitið.

Ef þið hafið fengið bit þá fékk ég fínar upplýsingar í gær.

Prófið að setja veikan áburð á bitsvæðið notið  “MildiZone”
Hafið til taks ofnæmistöflur “Loretine”

Leitið alltaf ráðlegginga læknis áður en þið veljið áburð eða ofnæmistöflur. Lyfja er með fínar upplýsingar, sjá hér.

Ég sá stara út í garði hjá mér í gærkvöldi. Tók smámyndband af honum. Það sést glöggt hve duglegur hann er, enda eru ungarnir sísvangir.

Myndir: Teknar í kópavogi

 

 

Hvernig hegðar starraflóin sér?

Hvernig hegðar starraflóin sér?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Ég hef fengið fyrirspurnir varðandi staraflóna. Fólk veltir því fyrir sér hvort það verði bitið ef það er komið starahreiður í húsið.

Það er alltaf möguleiki á að fólk verði bitið en ef rétt er staðið að málum má minnka líkur. Ég hef fundið ágæta umfjöllun um starfló á netinu.

Að neðan eru nokkur atriði  sem geta útskýrt betur hvernig staraflóin hegðar sér.

 

Flóabit

Flóabit fætur

Starafló er í raun fuglafló. Hún lifir á spörfuglum og hefur fundist á hænum.

Til eru fleiri tegundir eins og rottufló og mannafló, en þeim hefur fækkað mjög undanfarin ár en þó finnast dæmi um þær á hverju ári.

En hvernig er lífsferill staraflóar?

Fullorðnar flær skríða úr púpum sínum snemma á vorin til að leggjast á starann þegar hann kemur í hreiðrið

kisa með mús á heilanum

Kötturinn getur hæglega borið með sér fló í feldinum. Hann leggst síðan í rúmið og þá getur flóin bitið

Starinn er bitinn og verpir flóin hreiðrið

Að nokkrum dögum liðnum klekjast lirfur klekjast úr eggjum, vaxa og dafna í hreiðrinu

Þær púpa sig þegar þær eru fullvaxnar. Í púpunum dvelja þær í hreiðrinu þar til starinn kemur um vorið.

Þær eiga það til að skríða úr púpum sínum ef hlýnar t.d. á haustin eða um vetur.

Það er því alltaf möguleiki á að fló bíti þó að starinn sé löngu farinn úr hreiðrinu

Þakkantur

Séð undir þakkant, búið að loka en hreiður ekki fjarlægt, afleiðing 14 bit

Það er ekkert víst að flóin fari á stjá þó að stari gerir sér hreiður í þakkanti eða á öðrum stað í húsinu.

Vandamálið verður til ef starrinn vitjar ekki  hreiðursins vorið eftir. Þess vegna er mikilvægt að vinna verkið rétt til að minnka líkur á eða koma í veg fyrir að starafló bíti.

Þá á máltækið “það er ekki flóarfriður á heimilinu” vel við
 

 

 

starri öruggur staður til að vera áGefum okkur að lokað hafi verið fyrir inngönguleið starans og ekki eitrað og hreiður fjarlægt.

Flærnar skríða úr púpunni. Þær eru mjög svangar og leita að staranum eða réttara sagt blóði hans.

Ef hann kemur ekki í hreiðrið þá fara þær af stað, stökkva á allt sem á leið um hvort sem það eru menn eða gæludýr.

flær

Lífsferill flóar

Þannig getur flóin borist inn á heimili fólks geta í þessu sambandi virkað sem flóaferjur enda eiga flær auðvelt með að halda sér í feld dýranna.

Ef starahreiður er í húsi nágrannans er möguleiki á að starafló geti borist til þín, en allt eins að það gerist ekki.

Mikilvægast af öllu er að fólk sé sammála um að vinna saman að því að leisa vandamálið. Góð leið til þess er að kalla til fagmann.

Hvernig fer könguló að þvi að spinna vef?

Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

krosskönguló

Krosskönguló

Köngulónni er greinilega að ná sér á strik. Ég fékk sent myndband frá Ásgeir en það tók hann í vikunni í sumarbústað fyrir austan fjall.

Köngulóin er ákaflega dugleg. Mig langar að deila myndbandinu til ykkur.

Það sem er skemmtilegt við myndbandið er að köngulóin sýnist vera hvít, en það er vegna birtunar

 

Hvernig er lífsferill geitunga?

Hvernig er lífsferill geitunga?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Geitungabú ca. 10 cm

Geitungabú ca. 10 cm

Í stuttu máli þá er ferlið svona

Ágúst – október 2013: Drottning makast við karldýr og geymir sæði þess

Apríl – maí 2014: Drottning rankar við sér eftir að hafa legið í dvala yfir veturinn

 

 

Geitungabúið í grenitrénu, þegar betur var að gáð kom í ljós geitungabú

Geitungabúið í grenitrénu, þegar betur var að gáð kom í ljós geitungabú

Maí: Safnar orku til að byggja geitungabú

Maí: Finnur góðan stað til að byggja bú

Maí – júní: Verpir eggi í lítil klakhólf um leið og þau eru tilbúin.

Nú hefst eiginleg gerð geitungabúsins, en þunnt pappírslag er byggt utan um hólfin.

Við það myndast lítil kúla. Næst er nýju lagi bætt utan á það sem fyrir er.

Eftir viku er stærð geitungabúsins á stærð við golfkúlu.

 

Geitungabú í skriðmispili

Geitungabú í skriðmispili

Júní – júlí: Fyrstu kvendýrin skríða úr búinu. Það eru svokallaðar þernur.

Hlutverk þeirra er að sjá um búið. Drottningin gerir ekkert annað en að verpa eftir það.

Þernurnar stækka búið og gera það tilbúið fyrir drotninguna.

Búið stækkar því ört og framleiðsla geitunga um leið.

geitungabu i tre

geitungabu i tre

Júlí – ágúst

Geitungabúið stækkar og klakhólfin um leið.

Lirfurnar eru stríðaldar til að þær nái að dafna og ná fullum vexti sem fyrst. Út klekjast drotningar til að viðhalda stofninum næsta ár.

En náttúran sér fyrir öllu því gamla drotningin verpir ófrjógvuðum eggjum. Úr þeim koma eingetin karldýr. Þeir yfirgefa búið og finna sér stað til að vera á.

Framtíðin tryggð
Er halla fer að hausti þarf að huga að því að tryggja fjölskyldunni tengingu fram á næsta sumar.

Er þá tekið til við gerð stærri klakhólfa og lirfurnar sem þar alast upp belgdar út af gæðafóðri. Það eru verðandi drottningar sem taka skulu upp þráðinn að ári.

Samtímis tekur drottningin gamla upp á því að verpa ófrjóvguðum eggjum, sem því hafa helmingi færri litninga en drottningalirfurnar.

Úr þeim eggjum koma karldýr, eingetnir synir drottningarinnar. Þessir nýliðar yfirgefa búið og dreifa sér um nágrennið.

Ágúst – september

Nýju drotninganar lifa aðeins fram á næsta vor. Þær verða því að finna karl og makast við hann. Þegar það er afstaðið leggjast drottningarnar í dvala.

Karldýrin deyja eftir mökun. Næsta ár þegar fer að vora í kringum maí 2015 þá frjógva drotningar eggin og ferlið byrjar aftur.

Getur starafló bitið mig ef það er stari í fuglahúsi í garðinum?

Getur starafló bitið mig ef það er stari í fuglahúsi í garðinum?

stari_fuglahus

stari við fuglahús

Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Það er möguleiki, en sennilega litlar líkur á að starfló nái að bíta.

Myndin til hliðar sýnir fuglahús úti í garði sem ég sá í gær. Ef grannt er skoðað sést stari með orm sem hann er að færa ungunum.

 

stari med orm

stari med orm

En það sem gæti gerst er að ef kötturinn er að sniglast í kringum hreiðrið þá getur hann borið fló með sér inn.

Það getur líka verið að kötturinn beri fló með sér annars staðar frá. Það er flær á öðrum fuglum líka eins og skógarþröstum.

Kötturinn getur klifrað upp á þak eða tré þar sem er hreiður og þannig kemst flóin á hann. Það getur því þurft að hafa köttinn inni þegar fuglinn er að verpa en ef kötturinn er vanur að ganga laus þá er það erfitt.

skógarþröstur

skógarþröstur

Ekki má gleima hundinum hann getur líka fengið fló á sig t.d. eftir göngutúr.

Ef fuglinn kemur ekki aftur í húsið að ári þá fer flóin af stað. Það sem væri hægt að gera þegar starinn hefur yfirgefið hreiður:

  • Láta fagmann vinna verkið
  • Eitra hreiður og nágrenni þess
  • Fjarlægja hreiður
  • Loka inngönguleið
  • Koma í veg fyrir að lirfur verði að fullorðnum flóm næsta vor
ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Ef ekkert er að gert þá fara flærnar á flakk.

Þær eru mjög svangar og vilja blóðið úr staranum.

Ef hann er ekki til staðar þá finna þær sér fórnarlömb.

Það styttist í að fyrstu ungarnir yfirgefi hreiðrið. Þá er gott að fjarlægja hreiðrið

Ég gæti trúað að á þessum árstíma séu flær algengar sér í lagi þar sem starahreiður eru yfirfirgefin og hundar og

Geitungar úr geitungagildrunni, nærmynd líklega trjágeitungur

Geitungar

kettir eru.

Þess vegna er mikilvægt að bergaðst við til að minnka líkur á að starrafló bíti.

Ef hún bítur þá koma útbrot og kláði sem getur varað í allt að viku eða lengur samkvæmt eigin reynslu.

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt.

 

Flóabit

Flóabit – útbrot

Að neðan eru nokkur ráð sem ég hef fundið og langar að deila með ykkur.

Ég veit ekki hvort þau virka á  ykkur en ég hef einungis tekið saman það sem ég hef fundið.

Ef þið vitið um fleiri eða önnur ráð endilega láta vita. Það er nauðsynlegt að leita læknis ef einhver vafi leikur á að ofnæmisviðbrögð eru mikil.

 

1. Mildison lipid 1%
2. Passa vel gæludýrin t.d. hundar og kettir en þau geta borið með sér flær
3. Útvega sér flóaól á dýrin, setja flóaól undir koddann
4. Bitpennanum after bite og svo mikið af aloverageli á kláðann.
5. Pennar sem gefa einhvers konar rafmagnsstuð, það róar aðeins bitsvæðið
6. Pevaryl sveppakrem á kláðabólurnar
7. Staðdeyfi smyrsli
8. Safi úr lime, smá á puttann og á bitið , svo strax á eftir ólívuolía
9. Ekki klóra
10. Deyfikremið heitir Xilocain og snarvirkar á kláðann
11. Prófa að taka B vítamín til að koma i veg fyrir bit
12. Uppleystar b vítamína töflur í gluggakisturnar til að halda flónni úti
13. Ofnæmistöflur og xilocain
14. dropa af óblandaðri lavander-ilmkjarnaolíu
15. Kartöflumjöl
16. Edik
17. mentolkrem

 

Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?

Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Gafl á húsi

Gafl á húsi – skítur eftir stara

Það fer að líða að því að staraungarnir yfirgefi hreiðrið. Ég gæti trúað að miðað við hljóðin í staranum þá fari að líða að því að þeir taki flugið.

Myndin til hliðar sýnir ummerki eftir stara. Undir þakskegginu eru hreiður það leynir sér ekki.

Ummerki sýna mikinn fuglaskít eftir starann. Skíturinn hefur fallið niður eftir klæðningunni, mikil vinna að þrífa.

Það er skynsamlegt að eitra hreiðrið og nærumhverfi. Nauðsynlegt er að fjarlægja hreiðrið, eitra aftur og loka inngönguleið starans. Ef það er ekki gert er hætta á að fólk verði bitið.

Það leynir sér ekki ef þeir eru enn í hreiðrinu. En hvað bendir til þess að ungar séu í hreiðrinu?

  • Starrinn kemur með æti í hreiður t.d. orm
    • Starrinn gargar endalaust ef einhver er nálægt hreiðrinu
  • Mikill hávaði er í ungum, þeir eru alltaf sísvangir
  • Óþrifnaður utan á húsi og við hús t.d. staura eykst

Þegar fuglinn hættir að koma og ekkert heyrist í ungum þá er um að gera að fjarlægja starrahreiðrið. Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband eða hringja í 6997092

ormur

Trjámaðkur

Grasmaðkurinn er byrjaður að éta laufið á birkitrénu. Ég sá í dag á nokkrum stöðum maðkinn í laufinu.

Myndin sem ég tók sýnir orminn. Hann er ekki mjög stór en er byrjaður að vefja blöðunum um sig.

Hann á eftir að stækka, en um leið þá stórsér á laufi trjánna.

Það er hægt að eitra fyrir honum en verður erfiðar að eiga við hann eftir því sem hann nær að verja sig.

gullsópur

Gullsópur

Gróðurinn hefur tekið heilmikið við sér. Hitastig er hækkandi og fer líklega ekki neðar en 8°C á næturna.

Á daginn fer hitastigið í 14 – 15°C og enn hærra þar sem sólin skín og skjól er.

Ég rakst á þennan fallega gullsóp í dag sem brosti til allra sem leið áttu hjá.

Lyktin var góð en dálítið sterk. Njótið myndarinnar

 

Myndir: Egill Þór Magnússon, teknar í Mosfellsbæ 31. maí 2014

Skoðið að neðan efni tengt stara

Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?

Starahreiður í blokk, hvað geri ég?

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

Getur kötturinn komið inn með starrafló?

Ef það eru komnir ungar í starahreiður má fjarlægja hreiður?

Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér hvað get ég gert?

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starri gert hreiður?

Hvernig leikur stari sér?

Hvar gerir starinn hreiður?

Það er gamalt hreiður í þakkant, hvað geri ég?

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Starafló er að bíta mig hvað get ég gert?

Getur starri gert hreiður í gasgrilllinu upp á þriðju hæð?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Hvaða fuglategund syngur mest?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað eru meindýr?

Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Hvernig get ég nálgast geitunga- og meindýrabanann?

 

 

 

 

Hvað eru margar tegundir af geitungum á Íslandi?

Hvað eru margar tegundir af geitungum á Íslandi?

Hafa samband eða hringja í 6997092

Geitungabúið frá öðru sjónarhorni. Takið eftir í hvaða hæð það er, ca. 3m frá jörðu

Geitungabúið frá öðru sjónarhorni. Takið eftir í hvaða hæð það er, ca. 3m frá jörðu

Það hafa fundist fjórar tegundir af geitungum. Algengastur þeirra er trjágeitungur.

Það styttist í að geitungar fara að vera meira áberandi. Bæði það að veður hefur verið gott hitastig oftast ekki undir 10°C hér sunnanlands.

Ykkur til fróðleiks þá set ég smáumfjöllun um geitunga. Upplýsingarnar koma af wikipedia og vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Tegundir geitunga
1.Húsageitungur, byggir gjarnan bú á húsþökum, á háaloftum
2.Holugeitungur, byggir bú á svipuðum stöðum og trjágeitungur
3.Trjágeitungur, búin  hanga gjarnan í trjám eða  undir þakskeggjum húsa eða í holum
4.Roðageitungur, öll bú roðageitungs hafa fundist í holum í jörðu.

Sjá nánar

 Geitungabú og köngulær, eitthvað hægt að gera?

Eru stungur geitunga hættulegar

Hvaða tegund af geitung ræðst á tarantúlu könguló?

Er hægt að búa til geitungagildru fyrir geitung?

Hvað get ég gert ef geitungur stingur mig?

Geitungur – forvarnir

Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?

Hvað gerist ef geitungur stingur mig?

Finnst hættulegasti geitungur í heimi á Íslandi?

Stinga allir geitungar?

Á hverju lifa geitungar?

18. okt 2013 Ef ég finn geitungabú þar sem börn eru að leik, hvað geri ég?

Hvernig er best að finna geitungabú?

Hafa einhverjir látist vegna geitungastungu á Íslandi?

Ari Eldjárn segir að engir geitungar hafi verið á Íslandi fyrir 1970, sjá video

Er til annað orð yfir geitunga en geitungur?

Hvað geta verið margir geitungar í einu búi á Íslandi?

Hvernig get ég nálgast geitunga- og meindýrabanann?

Eru risageitungar á Íslandi?

Starahreiður í blokk, hvað geri ég?

Starahreiður í blokk, hvað geri ég?

hús í 101

hús í 101

Ég fékk fyrirspurn frá áhugasömum lesanda, takk fyrir það. Það sem ég myndi gera er að . fá aðstoð. 6997092

En ef það er komið starrahreiður í þakkantinn þá verður að athuga hvort fuglinn er að bera æti í ungana t.d. orma.

Það sést yfirleitt strax, því ungarnir eru alltaf svangir. Ef ungarnir eru enn í hreiðrinu þá má ekki eiga við hreiðrið, því lögum samkvæmt er starinn friðaður.

Ungunum fylgir oft mikill hávaði og garg í fullorðna

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

fuglinum. Hann er að passa upp á ungana og gerir allt sem hann getur til að þeim líði sem best og séu sem öruggastir í hreiðrinu.

Stundum hleðst upp mikill skítur í kringum hreiðrið og þak en í skítnum geta verið sterk efni sem geta haft áhrif á yfirborð þakjárnssins

Þegar fuglinn er farinn með ungana þá er um að gera að skoða aðstæður og eitra.

Eftir eitrun þá er hreiðrið fjarlægt, eitrað þar sem hreiðrið var og nærumhverfi þess. Það getur jafnvel þurft að eitra glugga og meðfram rúmi ef fólk er bitið.

fuglar

fuglar

Ef hreiðrið er gamalt þ.e. starinn er að verpa aftur á sama stað þá er möguleiki á að starafló fari af stað og bíti, en allt eins líklegt að ekkert gerist.

Það eru líklega meiri líkur á biti ef hreiður er gamalt. Það er ótrúlegt hvað það getur verið mikið af heyi og drasli í hreiðri starans, stundum fullur svartur ruslapoki.

Færslur tengdar stara

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

Getur kötturinn komið inn með starrafló?

Ef það eru komnir ungar í starahreiður má fjarlægja hreiður?

Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér hvað get ég gert?

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starri gert hreiður?

Hvernig leikur stari sér?

Hvar gerir starinn hreiður?

Það er gamalt hreiður í þakkant, hvað geri ég?

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Starafló er að bíta mig hvað get ég gert?

Getur starri gert hreiður í gasgrilllinu upp á þriðju hæð?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Hvaða fuglategund syngur mest?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað eru meindýr?

Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Hvernig get ég nálgast geitunga- og meindýrabanann?

Geitungabú og köngulær, eitthvað hægt að gera?

Geitungabú og köngulær, eitthvað hægt að gera?

hús 210

hús – kjöraðstæður fyrir könguló og geitungabú

Já, það er hægt að fjarlægja geitungabúið og eitra fyrir köngulónum. Panta eitrun. 6997092

Það tekur ekki langan tíma. Algengasta köngulóin við hús er krossköngulóin en hún er meinlaus.

Það eru margir hræddir við köngulær og er það skiljanlegt. Þær eru ekki beint augnayndi.

Þær gera gagn veiða flugur og jafnvel geitunga. Köngulóar vefirnir eru kannski leiðinlegastir.

Ég fékk fyrirspurn varðandi köngulær og geitungabú, frábært að heyra frá ykkur.

Það fer ekkert jafn mikið í taugarnar á mörgum og að labba á vef og fá hann í andlitið.

Á myndinn hér að ofan má sjá kjöraðstæður fyrir köngulær og geitunga, mikið af gróðri og trjám sem veitir gott skjól.

krosskönguló

Krosskönguló

En hvað er til ráða? Hægt er að fá sér strákúst og sópa þeim í burtu, en það er skammgóður vermir, þær koma aftur og aftur þannig að það virkar ekki í langan tíma.

Að láta eitra fyrir köngulónni heldur henni í skefjun í lengri tíma allt að þrjá til fjóra mánuði, nema að eitrinu hreinlega rigni í burtu. Ef eitrun mistekst er komið aftur.

Ekki hika við að hafa samband eða hringja sími 6997092

Heimildir: mynd af neti