Ef þakkantur er ekki í lagi getur starinn gert hreiður?

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starinn gert hreiður?

starri öruggur staður til að vera á

starri öruggur staður til að vera á

Það getur hann. Starinn þarf lítið pláss til að komast í skjól t.d. ef þakkantur eða þakklæðning er ekki í lagi.

Það þarf ekki nema rifu sem er ca. 3 cm til að hann nái að gera hreiður verpa í það og ungarnir eru komnir áður en þú veist af.

Myndin til hliðar er tekin af húsi í reykjavík. Eins og sjá má þá hefur klæðning gefið sig að hluta til.

Það sést ekki vel á myndinni en hreiðrið sem starrinn bjó til er þarna undir þakkantinum.

Til þess að starrinn geti komist í hreiðrið  verður hann að fljúga upp með kantinum og skjóta sér niður um smárifu.

Klæðning rofin

Klæðning rofin

Myndin til hliðar sýnir hluta klæðningar. Það er búið að rjúfa hana til að sjá betur hvort það séu komin egg í hreiðrið.

Þess má geta að óvenjulíið er af skít eftir starann á þakinu en það eru samt greinileg ummerki. Það er ekki vitað hvort hreiðrið var þarna líka á síðasta ári.

 

 

starraungar í hreiðri

starraungar í hreiðri

Ungar í starahreiðir fimm talsins, teljið bara goggana til að átta ykkur á fjölda þeirra.

Ef ykkur vantar aðstoð til að fjarlægja starrahreiður, eitra og loka þannig að hann komist ekki aftur að ári, þá verður að vinna verkið vel, sérstakleg vegna starraflóarinnar. Ekki hika við að hafa samband í síma 6997092

Hvernig leikur starinn sér

Hvernig leikur starinn sér?

starri ad leika ser

veldu myndina til að sjá leikinn

Þegar kemur fram í júlí ágúst fer starinn að leika sér. Ef vel tekst til með varp þá getur hann fjölgað sér gríðarlega.

Starrinn getur verpt oftar en einu sinni á sumri oft tvisvar. Ef hann nær að koma öllum ungunum á legg þá geta allt í einu verið komnir tíu einstklingar.

Myndina fann ég á netinu og sýnir hvað þeir eru flinkir að fljúga. Það er í raun frábært að þeim skuli tatkast að búa til svona sveipi án þess að fljúga á hvern annan. Sjá grein hér.

 

Og svo er slakað á

starafundur

starafundur

 

 

 

 

 

 

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Litlu sætu ungarnir þurfa sitt til að stækka en lítð fer fyrir þeim í hreiðrinu.

Að vísu þá fylgir smágalli en það er starafló. Hún er skaðræðisvaldur ef hún fer á stjá og bítur þá.

Bitið veldur miklum kláða og útbrotun. Það er er hættulegt er ef mikið verður um starrabit því það getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

Ráðlegt er að leita til læknis ef einhver vafi leikur á því að viðkomandi sé með ofnæmi. Ef þú vilt fá nokkur ráð varðandi starrabit, skoðaðu hér

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Ef ykkur vantar aðstoð við að eitra fyrir staraflónni og fjarlægja hreiður og loka þannig að hann komist ekki aftur á næsta ári.

Ekki hika við að hafa samband eða hringja í 699-7092 og ég kem að vörmu spori.

Mikilvægt er að vinna verkið rétt til að koma í veg fyrir að staraflóin bíti eftir ár.

 

Hvar lifir parketlús?

Hvar lifir parketlús?

Ég fékk smáfyrirspurn um parketlús. Ég leitaði mér upplýsinga og fann stutta en góða samantekt frá Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur, Landgræðslu ríkisins

Það eru til húsráð t.d. að hækka hita og reyna þannig að hafa áhrif á líf parketlúsarinnar en það er spurning hvort það virkar. það er um að gera að þrífa vel og reyna að átta sig á hvort það eru einverjir staðir eða aðstæður í húsinu þar sem hún gæti verið að fjölga sér.

Ef ekkert finnst þá er best að láta eitra. Ekki hika við að hafa samband síminn er 6997092, eitra líka fyrir öðrum skordýrum s.s. silfuskottu, hambjöllu, köngulóm og ranabjöllum.

Ryklýs eru örsmá dýr um 1 mm að lengd.
Í hýbýlum eru tvær tegundir;
parketlús og skápalús.
Parketlús er um 1 mm að lengd
Hún lifir alfarið innanhúss og lifir á
myglusveppum öðru fremur,
einkum í nýbyggðum húsum þar
sem parket hefur verið lagt á
gólf fyrr en skynsamlegt er.

Heimildir: Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur, Landgræðslu ríkisins

Spurning tengd parketlús

Hvernig veist þú að það er parketlús heima hjá þér?

Er hægt að eitra fyrir köngulóm í húsum?

Er hægt að eitra fyrir köngulóm í húsum?

krosskönguló

Krosskönguló

Já það er hægt. Köngulær geta verið bæði úti og inni. Í báðum tilfellum er eitrað á hefðbundinn hátt.

Eitrið virkar í 3 – 4 mánuði.Ef ykkur vantar aðstoð þá er bara að hringja í 6997092

Það er því skynsamlegt að eitra í byrjun júní til að vera laus við köngulær í sumar. Ef eitrun misstekst sem getur alltaf gerst er komið aftur.

Að neðan er smáfróðleikur um köngulær.

Könguló í vef sínum

Könguló í vef sínum

Í húsum eru þrjár tegundir; húsakönguló, leggjakönguló og skemmukönguló.
Húsakönguló er 6-9 mm að lengd
Hún er frekar algeng í húsum á Suðvesturlandi í síður annarsstaðar
Hún heldur einkum til á dimmum og rökum stöðum í kjöllurum

 

 

 

Hvenær ætti ég að láta eitra fyrir könglóm?

Hvenær ætti ég að láta eitra fyrir könglóm?

svalirsvalir

svalir

Mjög gott að eitra í enda maí byrjun júní. Það er vegna þess að eitrið sem meindýra- og geitungabaninn notar virkar í 3 – 4 mánuði. Þá ætti könguló ekki að angra það sumarið. Ekki hika við að hafa samband og fá aðstoð.

Dæmi um köngulóar eitrun er t.d. einbýlishús, raðhús, parhús, fjölbýlishús, blokkir, svalir, sólpallar, geimslur eða hvar svo sem könguló heldur sig.

Best er að eitra í þurru verði og ef vindur er þá að passa að eitur berist ekki í matjurtir, barnaleikföng eða annað sem við viljum ekki hafa eitur á.

Ef ykkur vantar aðstoð hafið samband, síminn er 699 7092 eða skoða nánar á geitungabu.is

Heimildir

Mynd af neti, svalir

Það eru köngulær og roðamaur hjá mér, hvað get ég gert?

Það eru köngulær og roðamaur hjá mér, hvað get ég gert?

krosskönguló

Krosskönguló

Í fyrsta lagi ekki fara í panik. Þú gætir byrjað á að sópa köngulónum með kúst, en það er að vísu skammgóður vermir því þær virðast alltaf koma aftur, en allt í lagi að prófa. Sumir hafa prófað að setja salt meðfram húsveggnum, en ég hef ekki prófað það sjálfur.

Köngulóarvefir eru þó verstir að mínu mati, eins og ein ung kona sagði þá er ég heppinn. “Maðurinn minn fer á undan í vinnuna þannig að hann labbar á vefina”. Blaðburðarfólk lendir reyndar oft í vefunum snemma á morgnana.

Köngulónum líður greinilega vel þar sem þær hafa komið sér fyrir hvort sem það er hjá þér eða annars staðar.

Roðamaur

Roðamaur

Roðamaurinn er erfiðari viðureignar en þú gætir prófað að setja möl upp við húsvegginn. En það er samt ekki að virka alveg nógu vel í flestum tilfellum.

Hvað er þá til ráða? Það hefur virkað ágætlega að eitra. Ef það er gert ber þó að taka tillit til nágranns sérstaklega ef hann er með matjurtagarð við hliðina.

Það er hægt að breiða yfir og eitra þannig að eitur berist síður í matjurtirnar, heldur fari þar sem köngulær og eða roðamaur er að angra.

geitungabú

geitungabú það fer að styttast í að geitungur sjáist í búum

Það eru fleiri þættir sem þarf að hafa í huga og er best að skoða hvern stað fyrir sig

Ef þér líst ekki á að hafa köngulærnar eða roðamaurinn lengur hjá þér, ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabann eða hringja núna í 699-7092 og hann kemur og eitrar fyrir þig.

Eitrið sem notað er virkar í ca. 3 mánuði ef það rignir ekki í burtu. Ef eitrað er í byrjun júní þá ættu köngulær ekki að vera vandamál. Ef eitrun mistekst þá kemur kallinn aftur.

 

 

Er hægt að eitra fyrir köngulóm?

Er hægt að eitra fyrir köngulóm?

spider blinking

spider blinking

Já það er hægt. Nú eru þær farnar að koma sér fyrir í húsum. Þær koma sér fyrir í skjóli t.d. undir gluggum, þakskeggjum, rennum eða alls staðar þar sem þeim finnst þær vera óhultar.

Hún býr til vefinn sinn til að veiða flugur og skordýr. Eggjum verpir hún og kemur fyrir þar sem þau eru vel varin t.d. þar sem skuggi er og lítil truflun.

Ef ykkur vantar aðstoð við að losna við köngulær ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann.

Ef eitrað er í byrjun júní ættuð þið að vera nokkurn veginn laus við köngulær í sumar. Ef eitrun misstekst þá er eitrað aftur. Eitrið virkar í ca. 3 mánuði ef það rignir ekki í burtu

Það er því gott að eitra í byrjun júní. Þegar eitrað er þarf að loka gluggum, fjarlægja eða breiða yfir barnaleikföng, þvott á snúrum og passa vel upp á að eitur berist ekki í matjurtir

Nú svo er hægt að slá tvær flugur í einu höggi og fá eitrun á trjágróður. Það er ekki langt í að fyrstu lirfurnar fari á stjá og þá er rétti tíminn til að eitra.

Ef ekkert er að gert þá geta lirfur, trjámaðkur og eða blaðlýs étið laufin upp til agna.

 

Það er gamalt starraheiður í þakkant, hvað geri ég?

Þakkantur

Þakkantur

Það er gamalt starraheiður í þakkant, hvað geri ég?

Tilvalið að tala við meindýra- og geitungabanann eða hringja í 699-7092

Ef það er starahreiður í þaki eða þakkant þá er um að gera að fjarlægja það sem fyrst. En hvers vegna ætti að gera það?

Ástæðan er sú að ef ekkert er að gert þá getur flóin farið af stað og bitið. Ef starrinn kemst ekki í hreiðrið t.d. vegna þess að búið er að loka án þess að fjarlægja hreiðrið þá fer flóin í stað að leita sér að fæðu.

Hún getur stokkið á fólk sem er á ferli eða býr í húsinu. Ég fékk sendar myndir frá Soffíu sem sýna hvernig þakkant hefur verið lokaður en ekki var eitrað nægilega vel eða hreiður er enn á sínum stað.

Soffía hefur veitt góðfúslegt leifi til að birta myndirnar. Þess má geta að hún var bitin fjórtán sinnum og ekki víst að flóin sé hætt.

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Ef það er starahreiður í þak kant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Góð spurning, en stutta svarið er að best er að láta fagmann um verkið t.d. geitunga- og meindýrabanann til að fjarlægja starrahreiðrið.

Ástæðan er sú að starranum fylgir fló. Hún lifir á starranum, og þegar starrinn býr sér til hreiður, þá verpir flóin í hreiðrið, og þau egg klekjast svo út árið eftir.

Ef það er enginn starri til staðar í hreiðrinu, þá fer flóin af stað að leita að blóði, og já þá eru mennirnir í húsinu góð fórnarlömb ;).

aðstoð

aðstoð starri, starahreiður, geitungur, könguló

Því myndi ég láta meindýraeyði, eitra, fjarlægja hreiðrið, eitra eins og þarf og loka á snyrtilegan hátt því yfirleitt blasir staðurinn við fólki.

Kostnaðinn við það, eins og annað viðhald ber sá sem á íbúðina (leigusalinn).

Varðandi verð, þá myndi ég bara hringja í meindýra- og geitungabanann og fá hann á staðinn

Starrafló er að bíta mig hvað get ég gert (fleiri ráð)?

Starrafló er að bíta mig hvað get ég gert (fleiri ráð)?

uppandleggur floarbit

uppandleggur floarbit

Það er andstyggilegt þegar stara fló bítur. Því fylgir oftast mikill kláði sem getur varað í vikutíma jafnvel lengur. Staraflóin á það til að leggjast á fólk en það er vegna þess að starrinn kemst ekki í hreiðrið kannski af því að því hefur verið lokað en ekki rétt gengið frá.

Ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann eða hringja í 6997092

1. Mildison lipid 1%
2. Passa vel gæludýrin t.d. hundar og kettir en þau geta borið með sér flær
3. Útvega sér flóaól á dýrin, setja flóaól undir koddann
4. Bitpennanum after bite og svo mikið af aloverageli á kláðann.
5. Pennar sem gefa einhvers konar rafmagnsstuð, það róar aðeins bitsvæðið
6. Pevaryl sveppakrem á kláðabólurnar
7. Staðdeyfi smyrsli
8. Safi úr lime, smá á puttann og á bitið , svo strax á eftir ólívuolía
9. Ekki klóra
10. Deyfikremið heitir Xilocain og snarvirkar á kláðann
11. Prófa að taka B vítamín til að koma i veg fyrir bit
12. Uppleystar b vítamína töflur í gluggakisturnar til að halda flónni úti
13. Ofnæmistöflur og xilocain
14. dropa af óblandaðri lavander-ilmkjarnaolíu
15. Kartöflumjöl
16. Edik
17. mentolkrem

 

Ef ykkur vantar aðstoð vegna starra geitungabúa eða annarra óvelkominna gesta ekki hika við að hafa samband eða hringja í 6997092