Er silfurskotta í súpinni?

Stór silfurskotta

Silfurskotta stór

Ég rakst á grein sem er áhugaverð vegna þess að silfurskotta fannst í súpunni. Það var ekki bara silfurskottan heldur hefur fundist dauð mús,  höfuð af dauðri eðlu. Góðu fréttirnar eru að þetta er ekki að gerast á Íslandi heldur í New York.

Til að lesa meira, sjá hér

 

 

eðal

haus á eðlu

It’s been a rough week in terms of eaters finding disgusting things in their food. There was Jon Hughes of North Wales, who found a dead shrew inside his bag of potato chips , and Robin Sandusky of New York who found a lizard’s head and arm inside her salad . Making this a trifecta is Natalie Estrella, who found a large, disgusting bug in her soup from a New York restaurant, as WPIX 11 News reports. Reed more…

 

Woman finds huge silverfish bug in soup served in New York restaurant

Með músina á heilanum!

kisa með mús á heilanum

Kisa með mús á heilanum

Kötturinn okkar á það til að veiða mýs og fugla sem er stundum dálítið sorglegt. En það er eins og hann sé heltekinn af músinni, því það náðist mynd af honum þar sem hann er bókstaflega með músina á heilanum.

Það hefur ekki komið lengi fyrir að mús komist inn í húsið okkar a.m.k. En hvað getið þið gert til að minnka líkur á mús komist inn til ykkar. Hvað er til ráða. Skoðið hér.

 

Set upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert. GSM 6997092 eða senda sms.

Að neðan er myndband sem ég fann á netinu. Það er magnað að fylgjast með kettinum grafa með loppunum og ná í músina. Kisan er eins og góður veiðihundur drepur hana ekki.

Cat Best Mice Catch Ever.

 

Myndir og heimildir

Mynd: Kötturinn Keli, (mynd tekin 31. des af Írisi Egilsdóttur)

Myndband: Sótt á interneti

Hvernig get ég komið í veg fyrir að mús komist inn í húsið mitt?

Mús í eplahúsi

Mús í eplahúsi

Reyndu að átta þig á hvar músin getur komist inn. Settu upp varnir.  Ágætt er að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann. Getur líka bara hringt í 6997092. En ef þú vilt gera eitthvað sjálf/sjálfur þá get ég komið með nokkur heilræði, en fara skal að ölllu með gát því mýs eru smitberar og það er möguleiki að þær bíti þó það sé sjaldgæft.

1. Athugaðu dyr og glugga. Mýs komast undir hurðir og um rifur sem eru svo litlar að þú myndir ekki trúa því að þær færu þar í gegn.

kisa og mus

kisa og mus

2. Skoðaðu vel hvort það eru sprungur eða göt í veggjum, líka í kjallaranum. Mýs komast í gegn um gat sem er á stærð við hundrað krónu mynt.

3. Settu upp músagildrur fyrir utan hús og inni þar sem þú hefur trú á að mýs gætu verið. Einnig hægt að setja upp kassa með eitri í.

4. Settu upp búnað sem gefur frá sér hátíðnihljóð.

5. Fáðu þér góðan veiðikött

Það er alltaf betra að láta fagmann vinna verkið en allt í lagi að reyna fyrst sjálfur. Ef það gengur ekki þá er ráð að fá aðstoð.

Vinna skal verkið af varúð og hafa það í huga að mýs eru smitberar. Ef þær komast  inn þá geta þær byrjað að naga og skemma. Mundu það að veiða  mús er þolinmæðisvinna og getur það tekið stuttan tíma og líka langann tíma. Stundum þarf að hugsa og reyna að sjá við músinni, en um fram allt ekki gefast upp.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert. GSM 6997092 eða senda sms.

Give it to me Sky…..Cat catches Mouse in House

Myndir og heimildir

Myndir af neti: Mús í eplahúsi
Myndir af neti: Kisa og mús
Myndband: Sótt á interneti

 

Hvernig gætu egg Silfurskottu borist heim til mín?

Silfurskotta dökk

Silfurskotta dökk

Silfurskottan verpir m.a. í rifur, sprungur, glufur eða þar sem eggin eru örugg og lítil hætta er á að þau losni. Samt sem áður þá eru líkur á að ef þú stígur þar sem silfurskottan hefur verpt eggjum þá festist þau við skóna eða sokkana og þú berð þannig eggin heim til þín.

Baðherbergið er kjörstaður fyrir silfurskottur að vera á því þar er oft mikill raki og hiti. Á Vísindavefnum er ágæt umfjöllun um áðstæðu þess að silfurskotta getur borist í hús.

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert. GSM 6997092 eða senda sms

Lífsferill Silfurskottu

Lífsferill Siflurskottu, ATH! velja mynd til að stækka.

 

 

 

 

Myndin að ofan sýnir vel ferlið sem á sér stað: Fyrst verpir silfurskottan eggi, eggið verður að lirfu 1 – 4. Þegar fjórða stigi er náð þá hefur hún náð fullri stærð samkvæmt mynd, en það má skylja hana þannig að hún sé orðin kynþroska. Myndbandið að neðan er ansi fróðlegt. Það ber að taka því með fyrirvara en þar kemur fram að Silfurskotta sé af báðum kynjum en því er haldið fram hér á Íslandi að Silfurskottan sé eingöngu kvenkyns en það er spurning hvort það sé verið að fjalla um aðrar tegundir en hér búa.

Silverfish – Wiki Article

Silverfish

Myndir og heimildir

Myndir af neti: Silfurskotta

Myndband Silverfish: You Tube

Myndband Silverfish – Wiki Article: You Tube

Ef ég sé eina silfurskottu, er þá önnur?

silfurskottan

silfurskottan

Svarið við spurningunni getur verið já eða nei. Það eru alveg jafnmiklar líkur á því að það séu fleiri skottur eins og það séu engar. Málið er að silfuskottan er bara kvenkyns. Það er í rauninni vandamálið því þá getur hún fjölgað sér að vild ef réttu aðstæðurnar skapast þ.e. hiti og raki.

Þegar hún hefur orpið eggjum þá er talið að fyrstu eggin klekist út eftir ca. 40 daga, það getur líka tekið lengri tíma alveg upp í nokkra mánuði, og er það vandamál, því ef það er eitrað þá er virkni eitursins 3 – 4 mánuðir fer eftir hvernig þrifum er háttað.

Ef eggin klekjast út eftir 4 – 6 mánuði þarf örugglega að eitra aftur en það er samt ekki öruggt að það sé nóg því möguleiki er á að einhver í fjölskyldunni sé að bera skottuna með sér heim. Ef eitrað er þá ættu skottur sem berast með heim að drepast þ.e.a.s. ef þær fara í eitrið. Það er því afar mikilvægt að fagmaður sjái um að eitra og geri það rétt.

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

 

 Silverfish
Sjá myndband hér.

 

http://fiste.info/wp-admin/post-new.php

Myndir og heimildir

Myndir af neti: Silfurskotta
Myndband: You tube

Er hægt að ná silfurskottu lifandi?

silfurskottan

silfurskottan

Það er hægt og ekkert svo mikið mál. Það sem þú gætir gert er að koma fyrir stálskál upp við vegg. Settu í skálina eitthvað matarkyns t.d. morgunkorn.

Silfurskottan getur farið upp vegg eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Hún er forvitin reikna ég  með og finnur fljótlega matinn ef hún er á ferðinni. Hún skríður ofan í skálina en kemst ekki upp því hún er svo sleip, einfalt, gott og kostar ekkert. Hvað þú ætlar síðan að gera við kvikindið er spurning en það var heldur ekki spurt um það.

aðstoð

aðstoð geitungur, könguló

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

 

 Silverfish

 

Myndir og heimildir

Myndir af neti: Silfurskotta
Myndband: You tube

Hvar er líklegt að silfurskotta haldi sig og hvað er til ráða?

silfurskottan

silfurskottan

Mjög algengur staður er þar sem raki er t.d. í baðherbergjum. Til að ráða niðurlögum siflurskottu er hægt að eitra. Silfurskottan getur farið hratt um og er oft u.þ.b. 10 mm að lengd. Þær eru nær sjónlausar, eru einungis kvenkyns og geta orðið allta að fimm ára gamlar.

Það er því betra að bregðast við fyrr en seinna, því við réttar aðstæður hátt rakastig og hita þá getur þeim fjölgað hratt, en þær eru reyndar ekki taldar vera mjög frjósamar. Fyrstu eggin klekjast út eftir ca. 6 vikur.

 

Sprungur í gólfi eða veggjum eru kjöraðstæður fyrir egg silfurskottunar og velur hún oft að verpa þar, t.d. vegna þess að eggin eru örugg þar og erfitt að hrófla við þeim. Silfurskotturnar þurfa ótrúlega lítið pláss til að komast í skjól minna einna helst á gelpoka. Myndbandið sem er neðst á síðunni sýnir mjög vel hvar silfuskottan getur líka verið þ.e. í matnum, skyldi hún verpa þar? (sjá hér)

Deltamost

Deltamost

Eitrið sem oft er notað heitir Deltamost og þarf leifi til þess að kaupa og nota það. Það er langvirkt eitur ef rétt er staðið að eitrun og þrifum fyrir og eftir eitrun. Það virkar í 3 – 4 mánuði og ætti því að vera hægt að ná góðum árangri, en rétt er að benda á að silfurskottan getur verið ansi erfið viðureignar, sérstaklega eru eggin vandamál, því eitrið drepur þau ekki.

 

 

logo geitungabu.is

logo geitungabu.is

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður. Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

 

Silverfish (Silfurskotta ótrúlegt myndband)

 

Myndir og heimildir

Upplýsingar um um Deltamost: Internetið
Myndir af neti: Silfurskotta
Mynd af eiturefnabrúsa: Internetið

 

Hvaða algeng skordýr eru í húsum á Íslandi?

Silfurskotta, Hambjalla, Hveitibjalla Húsakönguló, Húsamaur, Veggjatíta, Hnetumaur, Þjófabjalla, Ryklýs (skápalús) og Fatamölur

Silfurskotta dökk

Silfurskotta dökk

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður. Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

Nú fyrir jólin þegar þrifin eru í hámarki þá sérðu kannski einhver skordýr í skápnum,  hveitinu, undir rúminu, eitthvað sem skýst meðfram gólflistum og fl. Þá er tækifrærið að láta eitra ef þér finnst dýrið ógeðslegt.

Tribolium destructor

 

 

Ég sá silfurskottu heima, hvað er best að gera?

silfurskottan

silfurskottan

Hafa sambandi við meindýra- og geitungabanann. Ég myndi ráðleggja að eitra. Sumum er þó alveg sama þó að silfurskottur séu inni á meðan að aðrir þola þær ekki eða eru hræddir við þær.

Þær eru alveg meinlausar, nær blindar. Þær leita sér að einhverju að éta t.d. brauðmilsnu.

Rétt er að benda á að silfurskottan er bara kvenkyns þannig að ekki þarf nema eina til að hún byrji að fjölga sér. Við réttar aðstæður fjölgar henni hratt. (sjá hér)

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

 

Heimildir og myndir:

Myndir af neti: Silfurskotta

Er blómið (Neria) í stofunni eitrað

neria

neria

Það er rétt Neria er eitrað blóm. Það sem meira er allir hlutar plöntunar eru eitraðir.  Á Vísindavefnum er að finna ágæta umfjöllun um eitruð blóm t.d. Neriu, sjá hér.

Það sem er merkilegt við Neriu er að úr henni eru unnin lyf sem notuð eru í baráttunni við bráðahvítblæði í börnum og Hodgkins-veiki.

Fleiri jurtir eru eitraðar á Íslandi sem eru hafðar inni sem úti, t.d. Ber Bergfléttunar eru eitruð. Það hefur líka lengi verið vitað að ber Gullregnisins eru eitruð.

hoffifill

hoffifill

Fallegt blóm sem flokkast reyndar undir illgresi er Krossfífill

Hún er líka eitruð en er jafnframt mikilvæg lækningaplanta: Úr henni eru unnin lyf sem valdið hafa byltingu í meðferð á bráðahvítblæði í börnum og Hodgkins-veiki.

En væri hægt að nýta sér þessi blóm til að eitra fyrir skordýrum. Ég hef ekki prófað það en það væri verðugt rannsóknarefni fyrir einhvern sem ekkert hefur að gera. Ég skil vel afstöðu þeirra sem vilja alls ekki að eitur fari í garðinn hjá þeim, en það er val hvers og eins og ef ekkert er hægt að gera þegar verið er að éta t.d. runnana heima þá er oft eina leiðin að láta eitra.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

 

Heimildir og myndir:

Myndir af neti: Neria og krossfífill