Starahreiður í blokk, hvað geri ég?

Starahreiður í blokk, hvað geri ég?

hús í 101

hús í 101

Ég fékk fyrirspurn frá áhugasömum lesanda, takk fyrir það. Það sem ég myndi gera er að . fá aðstoð. 6997092

En ef það er komið starrahreiður í þakkantinn þá verður að athuga hvort fuglinn er að bera æti í ungana t.d. orma.

Það sést yfirleitt strax, því ungarnir eru alltaf svangir. Ef ungarnir eru enn í hreiðrinu þá má ekki eiga við hreiðrið, því lögum samkvæmt er starinn friðaður.

Ungunum fylgir oft mikill hávaði og garg í fullorðna

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

fuglinum. Hann er að passa upp á ungana og gerir allt sem hann getur til að þeim líði sem best og séu sem öruggastir í hreiðrinu.

Stundum hleðst upp mikill skítur í kringum hreiðrið og þak en í skítnum geta verið sterk efni sem geta haft áhrif á yfirborð þakjárnssins

Þegar fuglinn er farinn með ungana þá er um að gera að skoða aðstæður og eitra.

Eftir eitrun þá er hreiðrið fjarlægt, eitrað þar sem hreiðrið var og nærumhverfi þess. Það getur jafnvel þurft að eitra glugga og meðfram rúmi ef fólk er bitið.

fuglar

fuglar

Ef hreiðrið er gamalt þ.e. starinn er að verpa aftur á sama stað þá er möguleiki á að starafló fari af stað og bíti, en allt eins líklegt að ekkert gerist.

Það eru líklega meiri líkur á biti ef hreiður er gamalt. Það er ótrúlegt hvað það getur verið mikið af heyi og drasli í hreiðri starans, stundum fullur svartur ruslapoki.

Færslur tengdar stara

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

Getur kötturinn komið inn með starrafló?

Ef það eru komnir ungar í starahreiður má fjarlægja hreiður?

Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér hvað get ég gert?

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starri gert hreiður?

Hvernig leikur stari sér?

Hvar gerir starinn hreiður?

Það er gamalt hreiður í þakkant, hvað geri ég?

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Starafló er að bíta mig hvað get ég gert?

Getur starri gert hreiður í gasgrilllinu upp á þriðju hæð?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Hvaða fuglategund syngur mest?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað eru meindýr?

Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Hvernig get ég nálgast geitunga- og meindýrabanann?

Geitungabú og köngulær, eitthvað hægt að gera?

Geitungabú og köngulær, eitthvað hægt að gera?

hús 210

hús – kjöraðstæður fyrir könguló og geitungabú

Já, það er hægt að fjarlægja geitungabúið og eitra fyrir köngulónum. Panta eitrun. 6997092

Það tekur ekki langan tíma. Algengasta köngulóin við hús er krossköngulóin en hún er meinlaus.

Það eru margir hræddir við köngulær og er það skiljanlegt. Þær eru ekki beint augnayndi.

Þær gera gagn veiða flugur og jafnvel geitunga. Köngulóar vefirnir eru kannski leiðinlegastir.

Ég fékk fyrirspurn varðandi köngulær og geitungabú, frábært að heyra frá ykkur.

Það fer ekkert jafn mikið í taugarnar á mörgum og að labba á vef og fá hann í andlitið.

Á myndinn hér að ofan má sjá kjöraðstæður fyrir köngulær og geitunga, mikið af gróðri og trjám sem veitir gott skjól.

krosskönguló

Krosskönguló

En hvað er til ráða? Hægt er að fá sér strákúst og sópa þeim í burtu, en það er skammgóður vermir, þær koma aftur og aftur þannig að það virkar ekki í langan tíma.

Að láta eitra fyrir köngulónni heldur henni í skefjun í lengri tíma allt að þrjá til fjóra mánuði, nema að eitrinu hreinlega rigni í burtu. Ef eitrun mistekst er komið aftur.

Ekki hika við að hafa samband eða hringja sími 6997092

Heimildir: mynd af neti

Getur krossköngulóin bitið í gegn um skinn á manni?

Getur krossköngulóin bitið í gegn um skinn á manni?

krosskönguló

Krosskönguló

Já það getur hún. Það er ekki margar sem geta það en krosskönguló, heiðakönguló og skurðalóin geta það.

Ein algengasta köngulóin sem er við hús á Íslandi er einmitt krosskönguló. Það er þó afar sjaldan sem hún bítur í gegn um skinnið, og er það ekki talið hættulegt.

Svarta ekkjan og tarantula eru hættulegri en þær eru ekki á Íslandi nema ef vera skyldi sem gæludýr, gæti alveg verið.

könguló í vef

könguló í vef

Ef þið viljið losna við köngulær af veggjum, við glugga, á svölum,
þakkant, sólpöllum, sumarbústöðum, inni eða þar sem
þær eru að angra ykkur ekki hika við að
hafa samband eða hringja í 6997092.

Köngulóareitrun er hægt að panta

Á vísindavefnum má finna ágæta umfjöllun um könglær.

heimildir
Myndir af neti vísindavefnur

 

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

hus 101 reykjavík

hus 101 reykjavík

Hvað geri ég ef starinn er búinn að gera hreiður í þakkantinum hjá mér?
Það eru komnir ungar. Getur flóin bitið mig eða aðra sem búa í húsinu? Er flóin hættuleg?
Verður kláðinn óbærilegur? Stendur kláðinn í marga daga?
Hvað er best að gera?

Það sem er best að gera er að láta starrann klára að koma ungunum á legg. Það er vegna þess að bannað er samkvæmt lögunum að eiga við hann. Þegar starinn fer úr

stari i glugga

stari i glugga

hreiðrinu ásamt ungunum þá er rétti tíminn til að bregðast við. En hvað á ég að gera?

Hafðu t.d. samband við meindýra- og geitungabanann eða hringdu í 6997092 og fáðu ráðleggingar.

Mínar ráðleggingar til ykkar eru þessar þegar starinn og ungar eru farnir.

 

  • Eitra hreiður og nágrenni þess
  • Fjarlægja hreiður
  • Eitra aftur
  • Loka þannig að stari geti ekki komist aftur til að verpa

Ef verkið er unnið rétt þá eru minni líkur á að fólk verði bitið af flónni.
Það er samt aldrei hægt að lofa því, vegna þess að alltaf er möguleiki
á að ekki náist í allar.

Eins er  möguleiki á að fólk verði fyrir biti annars staðar.
Það er ekki víst að allir séu sáttir við þetta svar en mér
finnst betra að svara svona þó það verði til þess að
verkefnið fari annað.
Þá er í það minnsta ekki verið að lofa upp í ermina á sér.

 

 

Hvað heitir roðamaur öðru nafni?

Hvað heitir roðamaur öðru nafni?

Roðamaur

Roðamaur

Þeir heita veggjamítill eða Bryobia praetiosa. Þeir hafa átta fætur þannig að þeir eru í sama floki og köngulær. En önnur skordýr eru með sex fætur

  • Hvað er til ráða til að losna við roðamaur?
  • Eitra roðamaur er erfiður viðureignar.
  • Fjarlægja gras sem er upp að vegg.
  • Setja möl meðfram vegg.
  • Setja salt meðfram veggnum.

 

krosskönguló

Krosskönguló

Ég mæli með að eitra en ef fólk vill prófa aðrar leiðir
áður þá eru ofangreind ráð ágæt. Ekki hika við að
hafa samband ef ykkur vantar aðstoð

Rétt er að benda á að með því að eitra fyrir roðamaur er hægt að slá tvær flugur í einu höggi og eitra um leið fyrir könguló

Ef roðamaur er farinn að skríða inn til ykkar þá
ætti að bregðast við, því hann getur verið mjög
fjölmennur og sumum finnst hann vera ógeðslegur.

Ég vil benda ykkur á að ef farið er í fjöruferð með
börnin þá geta roðamaura verið í steinum sem
krakkarnir taka með sér heim.

Ef steinunum er komið fyrir innan dyra þá getur
allt í einu verið kominn fjöldinn allur af maur
inni en það væri þá ástæðan

Eru roðamaurar hættulegir?

Roðamaur heitir réttu nafni veggjamítill (Bryobia praetiosa)
en gengur einnig undir roðamaursheitinu.
Veggjamítlar eru áttfætlumaurar og tilheyra fylkingu
áttfætlna (Arachnida) eins og köngulær og sporðdrekar.
Eiginlegir maurar hafa hins vegar sex fætur eins og önnur skordýr.

Þeir eru ekki hættulegir mönnum. Þeir sjúga næringu úr
plöntum, þannig að þar er helsti skaðinn.
“Menn geta þó haft ónæði af veggjamítlum því þeir
eiga það til að fara inn á heimili fólks til að verpa eggjum og hafa hamskipti” (vísindavefur).

Mjög góð grein um roðamaur, sjá hér

Red Velvet mite – Red earth mite – Arachnids – Roðamaur

Heimildir: Vísindavefur

Mynd: Roðamaur teikning

 

 

Hvernig er best að losna við köngló í húsum?

Hvernig er best að losna við köngló í húsum?

krosskönguló

Krosskönguló

Einfaldast er að eitra. Virkni eitursins er 3 – 4 mánuðir. Ef eitrað er í byrjun júní ætti húsið að vera nokkurn veginn köngulóar frítt.

Hægt er að eitra bæði úti og inni. Ég fann góða grein um krossköngulóna en  hún er mjög algeng á húsveggjum.

Þegar köngulóin verpir eggjunum þá spinnur hún ljósan eða gulleitan hjúp þar sem eggjunum er komið fyrir.

Ungarnir leggjast í dvala þannig að það má með sanni

Könguló í vef sínum

Könguló í vef sínum

segja að ungviði köngulóarinnar dvelja í húsinu um veturinn.

En þegar vorar þá halda þau hópinn til að byrja með en auknum þroska yfirgefa þau hópinn og stofna eigið heimili.

 

 

 

 

Geta köngulær og ranabjöllur verið í sama húsinu?

Geta köngulær og ranabjöllur verið í sama  húsinu?

krosskönguló

Krosskönguló

Já, ranabjöllur og köngulær eru farnar að sýna sig. Hvorugt þessara dýra er hættulegt okkur en ef fólk er með fóbíu gagnart þeim þá er eina ráðið að fækka þeim.

Möguleiki er að fá sér ryksugu eða tína þær í poka og sleppa í garðinn langt frá húsinu, en vandamálið er að dýrin koma aftur.

Það er líka möguleiki að eitra fyrir þeim. Ég hef náð fínum árangri með köngulærnar og er fólk nánast laust við þær allt sumarið ef eitrað er.

ranabjalla a vegg

ranabjalla a vegg

Eitrið virkar í 3 – 4 mánuði nema að það rigni í burt. Ef eiturn mistekst þá er komið aftur

Ranabjallan er erfiðari viðureignar.

Ég hef þó náð að halda henni í skefjun og getur þurft að koma tvisvar en það er ekkert vandamál.

Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa sambandi eða hringja í 6997092

Það eru köngulær inni og út hjá mér, hvað geri ég?

Það eru köngulær inni og út hjá mér, hvað geri ég?

krosskönguló

Krosskönguló

Þú getur látið eitra fyrir þeim. Geitunga- og meindýrabaninn er vanur að fást við köngulær, roðamaur, ranabjöllu og fleiri skordýr. Ekki hika við að fá aðstoð símnn er 6997092

Þú gætir einnig prófað að nota ryksuguna en það er líklega skammgóður vermir því það koma bara nýjar í staðinn, það virðist vera endalaust til af þeim.

 

könguló

könguló

Ef þú lætur eitra i byrjun júní ættir þú að vera nokkurn veginn/vegin laus við þær. Ef eitrun mistekst þá er komið aftur. Erfitt er að átta sig á veðrinu á Íslandi.

Rigning getur skolað eitri í burtu, en ef eitrun er rétt framkvæmd þá eru minni líkur á að regn skoli öllu eitri í burtu.

 

krosskongulo_wikipediaKöngulóareitrun getur dugað allt sumarið ef vel tekst til en margir óvissuþættir spila inn í sem geta stytt endingartímann eins og t.d. rigning

 

 

Spurningar tengdar köngulóm

Er hægt að eitra fyrir köngulóm?

Hvenær ætti ég að láta eitra fyrir köngulóm?

Það eru köngulær og roðamaur hjá mér, hvað get ég gert?

Er hægt að eitra fyrir köngulóm?

Hvaða tegund af geitung ræðst á tarantúlu könguló?

Eru baneitraðar köngulær í bananum þínum?

Getur kötturinn komið inn með starfló?

Getur kötturinn komið inn með starfló?

kisa upp á þaki

kisa upp á þaki

Það eru miklar líkur á því. Ég varð vitni að því í dag. Í tveimur tilfellum sá ég ketti vera uppi á þaki.

Ég sá að köttur var kominn upp á þak þar sem starri var með hreiður og ungar komnir.

Starinn var í tré rétt hjá og fylgdist grannt með kettinum sem reyndi að krafsa þar sem ungarnir voru.

 

Starahreiður

Starahreiður

Kötturinn náði ekki til ungana og gafst upp að lokum en hvort hann bar með sér staraflóinn það er önnur saga.

 

 

 

 

 

kisa grá

kisa grá

Hinn kötturinn var

eiginlega skemmtilegri.

Ég gekk að honum og hann hörfaði þar til hann var kominn að sínu húsi. Þá tók hann á rás og stökk upp lóðrétta 4*4 tommu spítu ca. tveggja metra háa, þaðan upp á þak og ofan í þakkantinn.

 

Það sem var fyndið er að upp úr stóð ca. 5 cm af skottinu. Þar sem þakkanturinn er var örugglega starahreiður og mjög miklar líkur á að hann beri með sér

starabit

starabit

starafló inn.

Lærdóminn sem má læra af þessum dæmum er að loka öllum leiðum sem starinn getur hugsanlega komist í.

Ef það er gert þá getur starrinn ekki gert hreiður og þar af leiðani kemur engin fló, eins og sagt er byrgið brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.

 

heimildir

Myndir: kisa

 

Ef það eru komnir ungar í starahreiðrið má fjarlægja hreiður?

Ef það eru komnir ungar í starahreiðrið má fjarlægja hreiður?

staraungar

staraungar

Samkvæmt lögunum má ekki eiga við staran.
Það má fjarlægja starahreiður eftir að ungar eru farnir úr hreiðrinu.

Ég mæli með að það sé gert því það er möguleiki á að fá bit frá starraflónni eftir að ungar eru farnir, en alveg eins miklir möguelikar á að ekkert gerist.

Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að  hafa samband í síma 699-7092.