Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Ef það er starahreiður í þak kant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Góð spurning, en stutta svarið er að best er að láta fagmann um verkið t.d. geitunga- og meindýrabanann til að fjarlægja starrahreiðrið.

Ástæðan er sú að starranum fylgir fló. Hún lifir á starranum, og þegar starrinn býr sér til hreiður, þá verpir flóin í hreiðrið, og þau egg klekjast svo út árið eftir.

Ef það er enginn starri til staðar í hreiðrinu, þá fer flóin af stað að leita að blóði, og já þá eru mennirnir í húsinu góð fórnarlömb ;).

aðstoð

aðstoð starri, starahreiður, geitungur, könguló

Því myndi ég láta meindýraeyði, eitra, fjarlægja hreiðrið, eitra eins og þarf og loka á snyrtilegan hátt því yfirleitt blasir staðurinn við fólki.

Kostnaðinn við það, eins og annað viðhald ber sá sem á íbúðina (leigusalinn).

Varðandi verð, þá myndi ég bara hringja í meindýra- og geitungabanann og fá hann á staðinn

Starrafló er að bíta mig hvað get ég gert (fleiri ráð)?

Starrafló er að bíta mig hvað get ég gert (fleiri ráð)?

uppandleggur floarbit

uppandleggur floarbit

Það er andstyggilegt þegar stara fló bítur. Því fylgir oftast mikill kláði sem getur varað í vikutíma jafnvel lengur. Staraflóin á það til að leggjast á fólk en það er vegna þess að starrinn kemst ekki í hreiðrið kannski af því að því hefur verið lokað en ekki rétt gengið frá.

Ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann eða hringja í 6997092

1. Mildison lipid 1%
2. Passa vel gæludýrin t.d. hundar og kettir en þau geta borið með sér flær
3. Útvega sér flóaól á dýrin, setja flóaól undir koddann
4. Bitpennanum after bite og svo mikið af aloverageli á kláðann.
5. Pennar sem gefa einhvers konar rafmagnsstuð, það róar aðeins bitsvæðið
6. Pevaryl sveppakrem á kláðabólurnar
7. Staðdeyfi smyrsli
8. Safi úr lime, smá á puttann og á bitið , svo strax á eftir ólívuolía
9. Ekki klóra
10. Deyfikremið heitir Xilocain og snarvirkar á kláðann
11. Prófa að taka B vítamín til að koma i veg fyrir bit
12. Uppleystar b vítamína töflur í gluggakisturnar til að halda flónni úti
13. Ofnæmistöflur og xilocain
14. dropa af óblandaðri lavander-ilmkjarnaolíu
15. Kartöflumjöl
16. Edik
17. mentolkrem

 

Ef ykkur vantar aðstoð vegna starra geitungabúa eða annarra óvelkominna gesta ekki hika við að hafa samband eða hringja í 6997092

Hvað heitir bjallan sem skríður upp húsveggi?

Hvað heitir bjallan sem skríður upp húsveggi?

ranabjalla

ranabjalla

Það geta verið nokkur dýr sem koma til greina. Ranabjalla, Húskeppur, Eggkeppur og Víðirani eru nokkuð algeng dýr í görðum og eiga það til að leita inn.

Ef þeim tekst það sem gerist oft þá lifa þau yfirleitt stutt því þangað hafa þau ekkert að sækja.

Hvers vegna þau gera það er ekki vitað sennilegasta skýringin er að þau eru að leita að einhverju að éta, hlýju og skjóli.

ranalirfa

ranalirfa

Ef þið verðið vör við Ranabjöllu,  húskepp, roðamaur  eða skordýrum sem ykkur líkar ekki við, ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann.

Ranalirfan er skaðræðiskvikindi. Hún nagar rætur og getur valdið skemmdum á gróðri.

Það er erfitt að eiga við hana þar sem hún er í jarðveginum en til að fækka í stofninum er hægt að eitra fyrir rana bjöllunni á hefðbundinn hátt.

Á vef náttúrufræðistofnunar má finna mjög góar upplýsingar um fjöldann allan af skordýrum. Mikið af upplýsingunum sem ég set á vefinn koma það.

 

vidirani

Víðirani

 

 

 

 

 

 

trjavespa nýr landnemi

trjavespa nýr landnemi

 

 

 

 

 

 

Heimildir

Myndir af neti: Ranabjalla, ranalirfa

Verð ég fyrir óþægindum ef það er gamalt starrahreiður í húsinu hjá nágrannanum?

Verð ég fyrir óþægindum ef það er gamalt starrahreiður í húsinu hjá nágrannanum?

Stunginn í handlegg af geitung

Stunginn í handlegg af geitung líka slæmt

Það er alveg möguleiki á að þú lendir í því að verða bitin og einnig sá sem býr í húsinu þar sem stara hreiðrið er. Það sem mestu máli skiptir er að komast að samkomulagi um aðgerðir. Best er að eitra og fjarlægja hreiðrið. Geitunga- og meindýrabaninn er tilvalið að hafa samband við (sími 699-7092).

Hins vegar ef þú ert að spá í að fjarlægja hreiðrið sjálf/sjálfur þá verður að hafa það í huga að ef það eru flær þá geta þær bitið og valdið miklum kláða í nokkra daga og einnig geta komið fram ofnæmisviðbrögð. Mjög varlega skal farið ef þið eruð ekki vön og myndi ég ekki reyna að taka hreiðrið, nema vera alveg viss um hvað ég þarf að gera.

Starri

Starri

Bæði það að eitrið sem fagmennirnir nota dugar mun lengur en það sem hinn almenni borgari má kaupa eða í allt að 3 – 4 mánuði, það eitur er einnig notað við köngulóareitrun með góðum árangri. Að neðan eru nokkrar ábendingar sem þið getið skoða til að glöggva ykkur á starranum, en ef það er eitthvað sem þið viljið spyrja um ekki hika við að hafa samband.

 

 

Algengar spurningar

Verð ég fyrir óþægindum ef það er gamalt starrahreiður í húsinu hjá nágrannanum?

 Hvernig veit ég hvar starra hreiður er í húsinu?

Starrahreiður í þakkant, hvað get ég gert?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Starraflær hafa bitið mig einhver ráð?

Starraflær hafa bitið mig einhver ráð?

staraflo

starrafló (starafló) hænsnafló

Þessari spurningu hafa margir spurt að. Ég tók mér það bessaleifi að googla og fann ágæta umfjöllun á vef Lyfju undir flokknum fræðsla og fróðleikur.

“Starraflær lifa í hreiðrum starra og geta borist í hýbýli manna ef hreiðrin eru þannig staðsett. Einnig getur flóin verið til staðar úti í garði eða í raun hvar sem er.
Flóin lifir ekki á mönnum líkt og lús heldur skilur hún eftir bit. Þegar flóin bítur þá veldur þetta bit ofnæmissvari, þroti og roði koma í ljós á bitsvæðinu en einnig fylgir þessu mikill kláði. Clarityn töflurnar draga einmitt úr þessu ofnæmissvari og þar með kláðanum.

 

Floabit

Flóabit eftir starrafló

Ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna er 1 tafla á dag, helmingunartími í blóði er u.þ.b. 14 klst. þannig að önnur tafla er óþörf. En ef um stóran einstakling er að ræða þá getur verið ráðlagt að taka 2 töflur á dag í stað 1 töflu. Tenutex áburður er ætlaður gegn höfuðlús, flatlús og kláðamaur.

Flær lifa ekki á mönnum og því þjónar það engum tilgangi að nota Tenutex. Heldur er betra að nota kælandi áburð sem dregur úr kláða t.d. Kalmín áburð, Aloe Vera gel og jafnvel Mentólkrem, ásamt ofnæmislyfinu.”

 

Nýlegar spurningar:

Starraflær hafa bitið mig, einhver ráð?

 Hvernig veit ég hvar starra hreiður er í húsinu?

Starrahreiður í þakkant, hvað get ég gert?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Hvernig veit ég hvar starrahreiður er í húsinu?

Hvernig veit ég hvar starrahreiður er í húsinu?

stari i glugga

stari i glugga

Fylgjast með flugi hans
Hlusta eftir hávaða
Fylgjast með hvar hann er
Koma auga á skítinn
Lyktin leynir sér oft ekki
Flóarbit gefur vísbendingu

 

stari

starri á þakkant

Það leynir sér ekki. Ef þú ert var við að starrinn er að fljúga upp að húsinu þá er að fylgjast vel með hvar hann fer.

Ef þú sérð hann tilla sér upp á þaki þakkanti eða mæni þá er líklegt að starahreiðrið sé nálægt. Það er þó ekki víst að það sé í húsinu þínu en gæti verið hjá nágrannanum.

Auglsjósasta merkið er auðvitað ef þú sérð hvar fuglinn flýgur í hreiðrið, einnig ef þú sérð skít sem er ljós eða hvítur.

Það getur verið allt útskitið bara á nokkrum dögum. Skíturinn situr fastur og getur þurft

að skrúbba hann í burtu, en skítur úr starra getur líka valdið skemmdum á þakjárni.

stari ver sitt svæði

stari ver sitt svæði

Ef þú ert bitinn þá er það ekki endilega af því að það er starrahreiður í húsinu hjá þér það getur líka verið frá nágrannanum, eða að gæludýr eins og hundar og kettir beri starraflóna með sér, hún leitar að fórnarlambi og sýgur blóð.

 

 

 

Til að koma í veg fyrir að

Flóabit

Flóabit hendur

húseigandi verði fyrir ónæði af völdum starra, að hann nái að búa sér til hreiður þá eru fyrirbyggjandi aðgerðir bestar, að loka áður en hann kemur sér fyrir. Þá er tilvalið að kalla til geitunga- og meindýrabanann eða hringja. ( 699-7092)

 

 

 

Nýlegar spurningar:

 Hvernig veit ég hvar starra hreiður er í húsinu?

Starrahreiður í þakkant, hvað get ég gert?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Heimildir

Myndir af neti: Stari á þakkant     –     Starri ver sitt svæði  –    Flóabit, hendur

Hvaða tegund af geitung ræðst á taratúlu könguló?

Hvaða tegund af geitung ræðst á taratúlu könguló?

Ef þið verðið vör við geitunga eða könkulær ekki hika við að hafa samband. En ykur að segja þá rakst ég á frétt um ótrúlega kræfa geitungategun sem ræðst á tarantúlu könguló. Tilgangurinn er að búa til forðabúr fyrir lirfurnar.

tarantula

tarantula könguló

“Tarantula Hawk” geitungar velja eina af eitruðustu könguló í heimi til að fæða afkvæmi sín. Þeir vilja helst veiða kvenkyns dýr því í kvendýrinu er meiri matur fyrir lirfur geitungsins.

Það er athyglisvert að fylgast með geitungnum þegar hann gerir atlögu að köngulónni, stingur hana og lamar. Geitungurinn vill alls ekki drepa köngulóna því á henni eiga lirfunar að lifa þegar þær klekjast út.

Geitungurinn setur egg í köngulóna eggið breitist í lirfu og borar sig inn í köngulóna sem er lömuð. Lirfan ræðst ekki á líffæri köngulóarinnar, en það er til þess að hún haldi lífi og það sem lirfan étur haldist ferskt, þannig heldur hringrásin áfram.

arantula Hawk

arantula Hawk

Þið þurfið þó ekki að örvænta, “Tarantula Hawk” geitungar hafa ekki sést á Íslandi svo vitað sé. Hann ræðst afar sjaldan á fólk, en ef hann stingur er er sú stunga einna sársaukafyllst af öllum. Hægt er að lesa nánar um köngulóna og geitunginn á ensku, sjá hér.

Myndbandið sem ég sá er hér að neðan

 

 

Tarantula Hawk geitungar  ræðst á tarantúlu könguló, sjá myndband að neðan

 

Heimildir

Mynd af neti: Tarantúla – “Tarantula Hawk” geitungur

Slóð af neti: Tarantula Haw and wasp

Er hambjallan skaðleg?

Er hambjallan skaðleg?

Það kom fyrirspurn varðandi hambjölllu (hamgæru). Rétt er að benda á að hambjallan þarf ekki raka eins og silfurskottan en öll dýr þurfa reyndar að fá vökva til að geta lifað. Til að varpa örlitlu ljósi á hana og hvað þarf að gera fyrir eitrun þá er fróðleikur hér að neðan. Til að vera viss um hvaða skordýr er í húsinu er langöruggast að láta greina dýrið. Meindýra- og geitungabaninn getur farið með dýrið í greiningu ef óskað er eftir því. (gsm 6997092)

hambjalla séð ofan frá

hambjalla séð ofan frá

Hún er varla skaðleg í húsum okkar en þar sem eru uppstoppuð dýr og plöntusöfn getur hún verið til vandræða, er gráðug og getur valdið skemmdum. Hún er fyrst og fremst hvimleið og finnst mörgum hún vera “ógeðsleg” vegna þess að hamurinn getur verið víða.

 

 

hambjalla lirfa

hambjalla lirfa

Hambjalla er af ættbálki (Coeoptera) bjallna sem telur vel yfir 300.000 tegundir í heiminum. Hún er svartbrún með gulleitan blett á hvorum skjaldvæng og er 3-4 mm að lengd, sjá nánar

Hambjallan (Reesa vespulae) dregur nafn sitt af hamskiptum sínum. Meðan hún er á lirfustiginu skiptir bjallan um ham 5-7 sinnum og skilur haminn eftir þar sem hún hefur verið.
Þær geta leynst víða eins og til dæmis í skápum, gluggakistum gamalla húsa og víða þar sem gott skjól er að finna. Fullorðnu dýrin eru tiltölulega skammlíf, en tegundin fjölgar sér án þess að frjóvgun fari fram. Karldýr hafa aldrei fundist. Dreifing tegundarinnar fer því greiðlega fram, þar sem ekki þarf nema eitt egg til að koma á fót nýjum stofni á nýjum stað.

Hambjalla púpan

Hambjalla púpan

Eggin klekjast út á tveimur vikum, en vaxtartími lirfanna er breytilegur og fer eftir aðstæðum. Við slæm skilyrði gæti uppvöxturinn tekið töluvert lengri tíma en eitt ár, og geta lirfurnar lifað marga mánuði án þess að fá mat eða drykk. Lirfurnar eru þó að öllu jöfnu ákaflega matlystugar

 

 

 

Úðun – Eitrun

  • Eitur: Deltamost blandað í vatn í réttum hlutföllum
  • Sökklar: Borað lítið gat í sökkla og úðað inn í holrými
  • Niðurföll: Niðurföll skoðuð (kannað hvort að önnur dýr séu t.d. silfurskotta)

 

moppa

moppa

Undirbúningur fyrir úðun:

  • Færa til húsgögn í samráði, þannig að hægt sé að úða meðfram veggjum
  • Þrífa þarf meðfram veggjum.
  • Fjarlægja barnaleikföng þannig að ekki sé hætt á að að eitur berist í þau við úðun.
  • Taka allt úr neðstu skápum í innréttingum.
  • Breiða yfir fiska- og fuglabúr.
  • Ef það eru gæludýr eins og hundar eða kettir koma þeim fyrir hjá vinafólki
  • Það má enginn nema sá sem úðar vera á staðnum á meðan eitrun fer fram

Hvað á að gera eftir að búið er að úða:

ryksuga

ryksuga

  • Það er í lagi að koma aftur inn í hús að fjórum klst. liðnum ef allt er eðlilegt
    • Ef um asma eða önnur sambærileg tilfelli er að ræða þá 24 klst.
    • Ófrískar konur 24 klst.
    • Lítil börn og gæludýr 8 klst.
    • Eftir úðun, þrífa með þurrmoppu eða ryksuga.
    • Ef þrifið er með blautu skal skilja eftir u.þ.b 10 sm frá vegg í 3-4 vikur.

     

    • Það er mjög líklegt að fólk sjái eina og eina bjöllu næstu vikurnar en svo hverfur þessi ófögnuður alveg, sé rétt að úðun staðið.
    • Ekki er hægt að lofa að hambjöllu sé útrýmt eftir eitrun
    • Það getur þurft að eitra aftur

 

Heimildir: Myndir af neti

Er hægt að búa til geitungagildru fyrir geitung?

Er hægt að búa til geitungagildru fyrir geitung?

geitungagildrageitungagildra

geitungagildra

Það er hægt. Þú tekur tveggja lítra gosflösku og skerð ca. 5 cm ofan af henni. Þú hvolfir flöskustútnum ofan í flöskuna þannig að hann virkar eins og trekt. Límir saman og setur vatn og sykur eða sætiefni.

Þegar getiungurinn kemur þá laðar þetta hann að sér og ef vel tekst til fer hann ofan í flöskuna en ratar ekki upp aftur. Ég fann mynd á netinu og tek mér það leifi að birta hana hér. Mjög góðar upplýsingar eru á þeirri síðu, sjá hér.

 

Ég er farinn að sjá geitunga og hunangsflugur (humlur) á

geitungur

geitungur

sveimi. Yfirleitt er allt í lagi með þessi dýr en maður veit aldrei. Gott ráð er að vera ekkert of nálægt þeim. Ef þið hins vegar verðið stungin þá eru nokkur góð ráð sem ég setti á síðuna, skoða betur (á reyndar við um starafló en ágæt lesning)

 

stari

stari

Ef stari (starri), starrafló, geitungur, geitungabú eða aðrir óæskilegir og óþolandi meindýragestir eru komnir og vilja vera þá er upplagt að hafa samband við meindýra- og geitungabanann eða bara hringja í 6997092

 

 

 

Heimildir:

Mynd af neti: Geitungagildra

Hvað get ég gert ef geitungur stingur mig?

geitungabú

geitungabú

Hvað get ég gert ef geitungur stingur mig?

Á vef landlæknisembætisins er að finna mjög góðar ráðleggingar. Að neðan eru nokkrir punktar sem gott er að styðjast við en frekari upplýsingar er að finna á vefnum

 

Almenn ráð

geitungur

geitungur

Til að forðast stungur er rétt að hafa eftirfarandi í huga:

  • Að eyða búum sem eru við heimili – hafa samband, simi 6997092
  • Sýna aðgát við garðvinnu, nota hanska.
  • Matarbiti og drykkir bjóða geitungum heim. Gosdósir eru sérstaklega varhugaverðar.
  • Geitunga innan dyra má sprauta á hárlakki eða að drepa í einu höggi.
  • Hafa þétt net yfir vögnum barna sem sofa úti.
  • Klæðast hvítum/ljósum fatnaði.
  • Nota ekki ilmefni.
  • Gangið ekki berfætt úti við, klæðist síðum buxum og langerma skyrtum.

Skoða vef landlæknis nánar