Ef eitrað er fyrir könguló fjölgar flugum?
Hefur samband eða hringið í 6997092, er á ferðinni.
Ef eitrun er rétt framkvæmd þá eru miklar líkur á að flugum fækki.
Það er vegna þess að eitrinu er úðað á húsið þar sem flugur setjast.
Ef fluga sest á vegg þar sem eitur er má ætla að hún verði fyrir áhrifum.
Það ætti því að koma í ljós fljótlega.
Köngulærnar eru góðar í að veiða flugur. Það er því gott að hafa köngulær en sumum finnst þær hvimleiðar jafnvel ógeðslegar.
Vefir köngulóa eru einnig mjög til ama og finnst mörgum verulega pirrandi að ganga á vefina.
Þeir klístrast í andlitið og verður að viðurkennast að það er frekar ógeðslegt, en ekkert hættulegt.
Það er eiginlega undir hverjum og einum komið hvað skal gera. Sumir eru hræddir við köngulær og ekkert óeðlilegt við það, þá er um að gera að eitra.
Öðrum er alveg sama um köngulær en meinilla við flugur ég tala nú ekki um geitunga.
Humlurnar er stórar og fallegar og fljúga um dálítið ógnvænlegar en gera ekki flugu mein eins og sagt er.
Geitungar eru byrjaðir að byggja búin sín og eru byrjaðir að afla fæðu. Þeir sækjast í skordýr og lirfur.
En þeir eiga það til að sveima í kringum bjórinn eða ávaxtasafann en það erum við ekki ánægð með.
Þá er hægt að setja upp sérstakar gildrur til að veiða. Þið getið búið til ykkar eigin úr tveggja lítra kókflösku.
Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband, í 699-7092 eða senda póst á 6997092@gmail.com
Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt