Geitungabú við útidyrahurðina, hvað á ég að gera?

Geitungabú við útidyrahurðina, hvað á ég að gera?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

Lítið geitungabu

Lítið geitungabu – ekki vanmeta geitungana sem eru í búinu

Passa sig, ganga rólega út um dyr.

Ef þú þarft að opna hurðina þá þarftu að vera viðbúinn.

Ekki bjóða góðann daginn, ekki víst að geitungar hafi sama húmorinn og þú.

Ef geitungar eru á seimi þá er möguleiki á að þú verðir stunginn.

Það einfaldasta sem hægt er að gera er að kalla til fagmann til að eitra og fjarlægja geitungabúið.

lirfa og drotning

lirfa og drotning, geitungabúið var ca. 8 cm í þvermál

Ekki reyna að fjarlægja búið sjálf/sjálfur.

Geitungar geta verið mjög árásargjarnir og óútreiknanlegir.

Trúið mér ef þeir ráðast á ykkur þá eigið þið ekki möguleika, þeir munu stinga ykkur.

Á myndinn til hliðar má sjá drotninguna og lirfu úr búinu.

Drotningin er mun stærri en myndin sýnir

kjarni úr geitungabúinu

Innsti kjarninn úr geitungabúi, sjá má lirfur í hólfum og geitunga

Öruggast er að fá fagmann til að vinna verkið þó það kosti aðeins.

Ef þið eruð með ofnæmi fyrir stungu frá geitung þá þarf að bregðast skjótt við og fá aðstoð hjá lækni.

Geitungabúið til hliðar var fjarlægt í björtu, en það þarf að vinna verkið rétt.

Ef geitungar eru nærri þegar bú er fjarlægt þarf að passa sig mjög vel og alls ekki reyna að gera það sjálfur/sjálf.

Það er hins vegar ekkert verra að eitra búið um kvöld.

Frá því að eitrað var og þar til að geitungabúið var fjarlægt liðu u.þ.b. 40 mínútur.

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt.
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

Ég tók myndband af drotningunni þegar kjarninn í geitungabúinu datt.

Þið skuluð ekki taka mynd á þennan hátt, ég var bara heppinn því stuttu síðar komu geitungar, þá forðaði ég mér

Leave a Reply