Geitungarnir farnir að sjást

Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Vantar þig aðstoð? hafðu samband 6997092
Myndband sem sýnir geitunginn safna orku

Geitungurinn var að sjúga safa úr nýsöguðum viðarkubbi 45 * 45 mm

Geitungurinn var að sjúga safa úr nýsöguðum viðarkubbi 45 * 45 mm

Geitungarnir eru vaknaðir til lífsins.

Ykkur til fróðleiks þá hef ég séð
þá á þremur mismunandi stöðum.

Myndin til hliðar var tekin í fannafold í vikunni.

Það var geitungur í síðustu viku
í TBR badmintonhúsinu við Gnoðavog.

Svo sá ég geitunga í risíbúð við leifsgötu.

Heyrði af geitungum í vesturbænum.

 

Það er greinilegt að safinn úr furukubbnum er algert sælgæti

Það er greinilegt að safinn úr furukubbnum er algert sælgæti

Af þessu sést að þeir eru komnir á kreik.

Allir eru þeir frekar svifaseinir á sér.

Ástæðan er líklega sú að þeir
eru að vakna úr vetrardvala.

Þeir fara strax í að safna orku
til að geta búið til geitungabú.

Ef tíðin verður hagstæð í
vor má gera ráð fyrir að
geitungurinn nái sér á strik.

 

Golfkúlan er lítil þegar geitungabú er annars vegar

Golfkúlan er lítil þegar geitungabú er annars vegar

Jafnvel fyrr en á síðasta ári.

Ef þið verðið vör við að
geitungarnir eru byrjaðir
að smíða geitungabú hjá
ykkur bregðist strax við

Ekki hika við að hafa samband
ef vantar aðstoð við að losna við skordýr.

Mitt ráð: Ekki gera alls ekki neitt.