Hvað eru geitungabúin stór núna?

Hvað eru geitungabúin stór  núna?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

Geitungabú undir sólpalli

Geitungabú undir sólpalli, fjarlægt áður en útskriftaveislan byrjaði stærð ca. 10 cm í þvermál

Þau eru allt frá því að vera á stærð við golfkúlu og upp í ca. 16 cm í þvermál.

Ég giska á að það taki geitungabúa u.þ.b. 3 vikur að stækka úr 5 cm í 15 cm.

Flugunum fjölgar einnig og geta verið 50 flugur í búi sem er 10 cm í þvermál.

Lirfunum fjöglar ört því drotningin notar þernurnar til að afla fæðu fyrir sig og lirfunar.

 

geitungur og 2 lirfur

Geitungur og 2 lirfur, takið eftir hvað lirfunar eru orðnar stórar

Sumar lirfurnar eru orðnar á stærð við lítinn geitung.

Það styttist því í að lirfur breytist í flugur og þá stækkar búið enn hraðar.

Ef þið sjáið geitungabú ættuð þið að láta eyða því sem fyrst ef ykkur er illa við að hafa það nálægt ykkur.

Búin geta verið á ólíklegustu stöðum t.d. í dekkjarólu, kerrunni, við útidyrahurðina, undir glugganum inni í glugganum, í loftræstiopi, undir borðinu á sólpallinum.

 

Geitungabú við inngang á bílskúrshurð

Geitungabú við inn- gang á bílskúrshurð. Búið er ca. 14 cm í þvermál. Það sést ein fluga utan á búinu

Svona mætti lengi telja en það er eiginlega enginn einn staður frekar en annar.

Ef geitungur stingur ykkur þarf að fylgjast vel með ofnæmisviðbrögðum.

Ef líkaminn sýnir þau er ráð að bera á vægt sterakrem „Mildi Zone“ og taka inn ofnæmistölfur „Loretine“, fæst held ég í Lifju. Ef ykkur vantar aðstoðHafið samband eða hringið í 6997092

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt

 

Geitungajólatré

Geitungajólatré, um að gera að safna saman geitungabúum til að skreita jólatréð

Ég tók myndband af geitungabúinu við bílskúrshurðina.

Ég þorði ekki að vera mjög nálægt með myndavélina því það var þó nokkur umferð af geitungum.

Ef þið setjið gleraugun upp þá ættuð þið að sjá nokkra geitunga

Nokkrir geitungar og lirfa stuttu eftir eitrun.

 

Færðu inn athugasemd