Hvað get ég gert til að minni líkur séu á að geitungur stingi mig?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092
Byrja á að athuga hvort að geitungabú er við húsið eða í garðinum og láta fjarlægja það.
Setja upp heimatilbúna eða kaupa geitungagildru og hafa á góðum stað við sólpallinn
Athuga hvort að geitungur sækir í blaðlús í limgerði
Ef þið eruð að klippa limgerðið, runnana eða slá grasblettinn sýna aðgát
Nota hanska, vera með derhúfu og í síðbuxum, minnkar líkur á að vera stunginn þar sem að þú ert búinn/búin að hylja líkamann
Matarleifar, ávaxtasafi, sætindi, bjór, rauðvín eða annað sem inniheldur sætuefni eða sykur draga geitungana að sér.
Ef geitungur kemur inn er mögulegt að spreya hárlakki á þá, badmintonspaðinn er ágætur í að slá til þeirra, eða ef þeir eru í glugganum að hvolfa plastglasi yfir þá, setja blað á milli glasins og rúðunnar og geima þá þannig þar til þeir drepast eða sleppa þeim út
Ef þið eru með börn sem sofa í barnavögnum setja net fyrir op vagnsins
Það er talið að ljós fatnaður minnki líkur á að geitungur stingi en sel það ekki dýrara en ég keypti það
Ilmvatn, rakspýri eða efni sem gefa frá sér lykt geta vakið athygli geitungsins líka
Ef þið eruð að ganga úti þá er betra að vera í skóm heldur en berfættur.
Ef þið stígið ofan á geitung eða geitungabú berfætt þá eru miklar líkur á að verða fyrir stungu.
Þetta eru svona til umhugsunar. Var að vafra um á netinu og tók saman upplýsingar.
Það eru örugglega fleiri þættir sem koma til en góð upptalning
Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt