Hvernig er lífsferill geitunga?

Hvernig er lífsferill geitunga?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Geitungabú ca. 10 cm

Geitungabú ca. 10 cm

Í stuttu máli þá er ferlið svona

Ágúst – október 2013: Drottning makast við karldýr og geymir sæði þess

Apríl – maí 2014: Drottning rankar við sér eftir að hafa legið í dvala yfir veturinn

 

 

Geitungabúið í grenitrénu, þegar betur var að gáð kom í ljós geitungabú

Geitungabúið í grenitrénu, þegar betur var að gáð kom í ljós geitungabú

Maí: Safnar orku til að byggja geitungabú

Maí: Finnur góðan stað til að byggja bú

Maí – júní: Verpir eggi í lítil klakhólf um leið og þau eru tilbúin.

Nú hefst eiginleg gerð geitungabúsins, en þunnt pappírslag er byggt utan um hólfin.

Við það myndast lítil kúla. Næst er nýju lagi bætt utan á það sem fyrir er.

Eftir viku er stærð geitungabúsins á stærð við golfkúlu.

 

Geitungabú í skriðmispili

Geitungabú í skriðmispili

Júní – júlí: Fyrstu kvendýrin skríða úr búinu. Það eru svokallaðar þernur.

Hlutverk þeirra er að sjá um búið. Drottningin gerir ekkert annað en að verpa eftir það.

Þernurnar stækka búið og gera það tilbúið fyrir drotninguna.

Búið stækkar því ört og framleiðsla geitunga um leið.

geitungabu i tre

geitungabu i tre

Júlí – ágúst

Geitungabúið stækkar og klakhólfin um leið.

Lirfurnar eru stríðaldar til að þær nái að dafna og ná fullum vexti sem fyrst. Út klekjast drotningar til að viðhalda stofninum næsta ár.

En náttúran sér fyrir öllu því gamla drotningin verpir ófrjógvuðum eggjum. Úr þeim koma eingetin karldýr. Þeir yfirgefa búið og finna sér stað til að vera á.

Framtíðin tryggð
Er halla fer að hausti þarf að huga að því að tryggja fjölskyldunni tengingu fram á næsta sumar.

Er þá tekið til við gerð stærri klakhólfa og lirfurnar sem þar alast upp belgdar út af gæðafóðri. Það eru verðandi drottningar sem taka skulu upp þráðinn að ári.

Samtímis tekur drottningin gamla upp á því að verpa ófrjóvguðum eggjum, sem því hafa helmingi færri litninga en drottningalirfurnar.

Úr þeim eggjum koma karldýr, eingetnir synir drottningarinnar. Þessir nýliðar yfirgefa búið og dreifa sér um nágrennið.

Ágúst – september

Nýju drotninganar lifa aðeins fram á næsta vor. Þær verða því að finna karl og makast við hann. Þegar það er afstaðið leggjast drottningarnar í dvala.

Karldýrin deyja eftir mökun. Næsta ár þegar fer að vora í kringum maí 2015 þá frjógva drotningar eggin og ferlið byrjar aftur.

Leave a Reply