Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér hvað get ég gert?
Það lýsir sér m.a. í hósta og öndunarörðugleikum. Ég hef bent fólki á að ef starrafló eða geitungur bíti eða stingi þá geti það verið hættulegt vegna þess að líkaminn sýni ofnæmisviðrögð. En hvað er ofnæmi.
Ég fann mjög góðar upplýsingar frá Doktor.is og deili því hér með. Skoðið vel textann hér að neðan til að fræðast um bráðaofnæmi, gæti komið sér vel síðar
Bráðaofnæmi er lífshættuleg viðbrögð líkamans við
efnum sem hann kemst í snertingu við.
Efni sem geta valdið bráðaofnæmi
· Lyf s.s. sýklalyf og bólgueyðandi gigtarlyf.
· Matur s.s. skelfiskur, hnetur, jarðarber og egg.
· Skordýrabit eða stungur.
Hvað sérðu?
· Skyndileg vaxandi einkenni innan við 30 mínútum eftir snertingu við ofnæmisvaldinn
· Hnerri, hósti.
· Öndunarerfiðleikar, andnauð.
· Blámi í kringum varir og munn.
· Bólga í slímhúð, tungu, munni eða nefi.
· Útbrot.
· Hraður hjartsláttur.
· Ógleði og kviðverkir.
· Svimi.
Hvað gerirðu?
· Hringdu í Neyðarlínuna 112.
· Fjarlægðu ofnæmisvald ef hægt er.
· Aðstoðaðu við notkun adrenalínpenna ef viðkomandi á slíkan.
· Fylgstu með meðvitund og öndun.
Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.
Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands