Hvernig veist þú að það er parketlús hjá þér?

Parketlús er mjög lítil eða í kringum 1 mm. að lengd. Líklegasta skýringin á að parketlús er til staðar er að ef parket er lagt í nýbyggingu áður en steypa í gólfi er orðin nægilega þurr þá skapast aðstæður fyrir hana. Að öllum líkindum kemur hún með parketinu og nær að klekjast út ef aðstæður eru þannig.

Ef þú verður var við lítið skordýr og ert ekki viss um hvað það er þá er kannski ráð að skapa smáhristing nálægt því. Ef skordýrið hoppar þá er það einkenni hennar, einnig ef þú reynir að króa hana af þá reynir hún líka að stökkva.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Ég sló latneska heit skordýrsins á you tube og fann myndbandð að neðan. Skoðið ef þið viljið kostar ekkert.

Dorypteryx domestica

Leave a Reply