Hvers vegna bítur staraflóin?
Hafið samband eða hringið í
6997092 ef ykkur vantar aðstoð
við að losna við starahreiður
Starafló heitir í raun hænsnafló (Ceratophyllus gallinae).
Flóin er einnig á dúfum og spörfuglum eins og staranum.
Venjulega verpir Starrinn í híbýlum fólks
en einnig getur hann verpt í klettum.
Aðrir spörfulgar eins og þrestir
gera sér hreiður t.d. í trjám.
Þegar starinn byrjar á að gera hreiður
týnir hann til hey og alls konar drasl.
Hann verpir 4 – 7 eggjum í hreiðrið.
Sumarið líður og allt virðist í góðu standi.
Enginn verður fyrir biti oftast nær.
Næsta sumar kemur starinn aftur í hreiðrið,
snyrtir það og gerir það tilbúið fyrir varp.
Ef hann kemst ekki í hreiðrið þá er fjandinn laus.
Flóin sem er í hreiðrinu skríður úr púpunum.
Hún vill fá sitt blóð.
Ef starinn kemst ekki í hreiðrið þá fer flóin af stað.
Fólk getur verið bitið illilega og mjög oft.
Dæmi eru um tugi bita.
Gæludýr geta tekið flóna með sér inn.
Þar verður fólk fyrir barðinu.
Það er því mikilvægt að láta fjarlægja hreiðrið sem fyrst.
Það verður að eitra og loka fyrir inngönguleið starans.
Verkið verður að vinna rétt.
Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt
Hafið samband eða hringið í
6997092 ef ykkur vantar aðstoð
við að losna við starahreiður