Köngulóareitrun

Köngulóareitrun
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

Glitvellir

Hús á tveimur hæðum, bestur árangur næst ef allar íbúðir eru eitraðar

Þegar eitrað er fyrir köngulóm þá þarf að undirbúa eitrun.

Mikilvægt er að allir séu meðvitaður um að eitrið sem notað er sé ekki að lenda á óæskilegum stöðum. T.d. barnaleikföng, matjurtir, þvottur á snúrum,gæludýr, börn, nágrannar, bílar o.sv.frv.

Til þess að koma í veg fyrir að eitrið berist annað en það á að gera þá þarf að hylja eða fjarlægja hluti.

Meindýraeiðir lætur nágranna vita um eitrunina ef íbúar viðkomandi hús gera það ekki. (hafa samband)

Þvottur á snúrum

Þvottur á snúrum – tilvalið að koma skilaboðum áleiðis ef enginn er heima

Það er vegna þess að eitur getur borist yfir til nágranna og lent t.d. á matjurtum og þvotti nágrannans.

Ef vel er staðið að verki þá ættu allir að vera sáttir.

Eitrið sem notað er virkar í 3 mánuði ef það rignir ekki í burtu.

Ef húsið er málað þá virkar eitrið ekki heldur þar sem máning hefur farið yfir.

Ef húsið er háþrýstiþvegið fer eitrið líka af.

krosskönguló

Krosskönguló

Ef eitrað er fyrir köngulóm er tilvalið að eitra gróður í leiðinni. (hafa samband)

Ef grasmaðkur, asparglitta eða önnur óværa er í laufinu þá er það rétti tíminn.

Birkið aftur á móti sem er með ljósbrún laufblöð er ekki hægt að eitra þar sem það er of seint.

Ástæða þess er að fiðrildi sem heitir Birkikemba verpir í brumið í mars til apríl.

Graðsmaðkur

Graðsmaðkur, ef laufið er upprúllað eru miklar líkur á að þar sé grasmaðkur

Þegar laufið kemur skríður lirfan inn í laufblaðið og sýgur það.

Ekki hika viðhafa samband eða hringið í 6997092 ef ykkur vantar aðstoð

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt.

Leave a Reply