Silfurskotta á baðherbeginu og sturtunni

Takið eftir flísunum illa farnar, tilvalinn staður fyrir siflurskottur að fela sig á

Takið eftir flísunum illa farnar, tilvalinn staður fyrir siflurskottur að fela sig á

Silfurskotta á baðherbeginu og sturtunni, hvað er hægt að gera?
Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Ef þú þarft að losna við silfurskottur
hafðu samband í 6997092.

Það er hægt að eitra fyrir silfurskottu.

Það er mikilvægt að laga allar
skemmdir ef einhverjar eru.

 

Takið eftir hvernig flísarnar hafa losnað frá veggnum. Hætta á að siflurskottur geti falið sig þar, stutt í niðurfall en þar fela þær sig líka

Takið eftir hvernig flísarnar hafa losnað frá veggnum. Hætta á að siflurskottur geti falið sig þar, stutt í niðurfall en þar fela þær sig líka

Raki getur hafa komist
á milli flísar og fúgu.

það er alltaf hætta á að þá geti
myndast kjöraðstæður fyrir silfurskottur.

Silfurskottur þurfa raka.

Bestu aðstæður sem hægt er að bjóða
þeim upp á er ca. 90 – 95% raki.

Hitastig upp á 25 – 30°C er besta hitastigið fyrir þær.

 

parket kemur upp að flísum ásamt teppi. það væri gott að loka rifu t.d. með lista eða myglufríu gólfefni. Mjög góður staður fyrir silfurskottu að vera á

parket kemur upp að flísum ásamt teppi. það væri gott að loka rifu t.d. með lista eða myglufríu gólfefni. Mjög góður staður fyrir silfurskottu að vera á

Ef þið takið ákvörðun um að láta
eitra þarf að vanda undirbúning vel.

Í samráði við meindýraeiðir er gerð áætlun.

Það er ekki flókið heldur mikilvægt að
vinna samkvæmt sameiginlegu plani.

Það skiptir líka máli að umgengni um
rými sem hefur verið eitrað sé rétt.

Ef parket kemur upp að flísum
þarf að ganga vel frá gólfi.

 

kústur og fægiskófla nauðsynlegt að sópa vel fyrir eitrun. Eftir eitrun er moppan best, ekkert vatn sem þynnir út eitur og minnkar þannig virkni þess

kústur og fægiskófla nauðsynlegt að sópa vel fyrir eitrun. Eftir eitrun er moppan best, ekkert vatn sem þynnir út eitur og minnkar þannig virkni þess

Parketið er oft það sem kallað er fljótandi.

Þannig geta siflurskottur hugsanlega
komist undir parket í felur.

Ef það gerist er erfiðar að útrýma þeim.

Ef þið setjið lista eða myglufrítt kítti þar sem parket og flýsar koma saman ætti að vera hægt að loka inngönguleið fyrir silfurskottu og önnur skordýr t.d. köngulær, járnsmiði og fl.

Mitt ráð: Ekki gera alls ekki neitt.

 

Ef þú þarft að losna við silfurskottur
hafðu samband í 6997092.

Leave a Reply