Starahreiður í blokk, hvað geri ég?
Ég fékk fyrirspurn frá áhugasömum lesanda, takk fyrir það. Það sem ég myndi gera er að . fá aðstoð. 6997092
En ef það er komið starrahreiður í þakkantinn þá verður að athuga hvort fuglinn er að bera æti í ungana t.d. orma.
Það sést yfirleitt strax, því ungarnir eru alltaf svangir. Ef ungarnir eru enn í hreiðrinu þá má ekki eiga við hreiðrið, því lögum samkvæmt er starinn friðaður.
Ungunum fylgir oft mikill hávaði og garg í fullorðna
fuglinum. Hann er að passa upp á ungana og gerir allt sem hann getur til að þeim líði sem best og séu sem öruggastir í hreiðrinu.
Stundum hleðst upp mikill skítur í kringum hreiðrið og þak en í skítnum geta verið sterk efni sem geta haft áhrif á yfirborð þakjárnssins
Þegar fuglinn er farinn með ungana þá er um að gera að skoða aðstæður og eitra.
Eftir eitrun þá er hreiðrið fjarlægt, eitrað þar sem hreiðrið var og nærumhverfi þess. Það getur jafnvel þurft að eitra glugga og meðfram rúmi ef fólk er bitið.
Ef hreiðrið er gamalt þ.e. starinn er að verpa aftur á sama stað þá er möguleiki á að starafló fari af stað og bíti, en allt eins líklegt að ekkert gerist.
Það eru líklega meiri líkur á biti ef hreiður er gamalt. Það er ótrúlegt hvað það getur verið mikið af heyi og drasli í hreiðri starans, stundum fullur svartur ruslapoki.
Færslur tengdar stara
Starahreiður starraungar starafló í þakkant
Getur kötturinn komið inn með starrafló?
Ef það eru komnir ungar í starahreiður má fjarlægja hreiður?
Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér hvað get ég gert?
Ef þakkantur er ekki í lagi getur starri gert hreiður?
Það er gamalt hreiður í þakkant, hvað geri ég?
Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?
Starafló er að bíta mig hvað get ég gert?
Getur starri gert hreiður í gasgrilllinu upp á þriðju hæð?
Starrabit, kláði hvað er til ráða?
Hvaða fuglategund syngur mest?
Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris
Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?
Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?
Hvernig á að losna við starahreiður?