Starahreiður í eldhústúðunni

Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Vantar þig að losna við starahreiður
eða aðstoð? hafðu samband 6997092

Þessi hattur var rétt við lofttúðuna. Takið eftir rörinu sem er opið, næsti staður

Þessi hattur var rétt við lofttúðuna. Takið eftir rörinu sem er opið, næsti staður

Eins og svo oft áður er
með ólíkindum hve starrinn
er flinkur að koma sér fyrir.

Hann þarf mjög lítið
pláss til að komast inn.

Hreiðrið hans var inni
í röri frá eldhúsinu.

Hann fór inn í rörið utan frá.

 

Starinn fylgist  með úr öruggri fjarlægð

Starinn fylgist með úr öruggri fjarlægð

Lofttúðan er með ca. 3 cm bili.

Það er nóg fyrir hann.

Hann er mjög naskur að
finna nýtt heimili ef það
gamla er tekið af honum.

En alltaf er hann var um sig.

 

Myndin er tekin eftir að hatturinn var losaður. Það er ekki nema 50 cm í eldhúsið

Myndin er tekin eftir að hatturinn var losaður. Það er ekki nema 50 cm í eldhúsið

Hann er ekkert að koma
of nálægt, ekki enn.

Það er ekki fyrr en ungar eru
komnir að hann gerir árás.

Fólkið tók eftir hreiðurgerðarefni og mulning.

Það datt efni inn til fólksins á matarborð þess.

Þó það hafi verið fínriðið net kom efni.

 

Myndin er tekin innan frá. Fínriðna netið sést en þar fyrir ofan er hreiðrið og starraflóin

Myndin er tekin innan frá. Fínriðna netið sést en þar fyrir ofan er hreiðrið og starraflóin

Það er ekki gott að fá
hreiðurgerðarefni inn í eldhúsið.

Það geta líka borist staraflær með því.

Mikilvægt er að bregðast við
og fá fagmann til aðstoðar.

Meindýraeiðir getur hjálpað.

Mikilvægt er að vinna verkið rétt í byrjun.

Mitt ráð: Ekki gera alls ekki neitt.