Starahreiður starraungar starafló í þakkant

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

hus 101 reykjavík

hus 101 reykjavík

Hvað geri ég ef starinn er búinn að gera hreiður í þakkantinum hjá mér?
Það eru komnir ungar. Getur flóin bitið mig eða aðra sem búa í húsinu? Er flóin hættuleg?
Verður kláðinn óbærilegur? Stendur kláðinn í marga daga?
Hvað er best að gera?

Það sem er best að gera er að láta starrann klára að koma ungunum á legg. Það er vegna þess að bannað er samkvæmt lögunum að eiga við hann. Þegar starinn fer úr

stari i glugga

stari i glugga

hreiðrinu ásamt ungunum þá er rétti tíminn til að bregðast við. En hvað á ég að gera?

Hafðu t.d. samband við meindýra- og geitungabanann eða hringdu í 6997092 og fáðu ráðleggingar.

Mínar ráðleggingar til ykkar eru þessar þegar starinn og ungar eru farnir.

 

  • Eitra hreiður og nágrenni þess
  • Fjarlægja hreiður
  • Eitra aftur
  • Loka þannig að stari geti ekki komist aftur til að verpa

Ef verkið er unnið rétt þá eru minni líkur á að fólk verði bitið af flónni.
Það er samt aldrei hægt að lofa því, vegna þess að alltaf er möguleiki
á að ekki náist í allar.

Eins er  möguleiki á að fólk verði fyrir biti annars staðar.
Það er ekki víst að allir séu sáttir við þetta svar en mér
finnst betra að svara svona þó það verði til þess að
verkefnið fari annað.
Þá er í það minnsta ekki verið að lofa upp í ermina á sér.

 

 

Leave a Reply