Starinn og ungarnir í hreiðrinu

Starinn og ungarnir í hreiðrinu

Ágætu lesendur

stari med orm

starinn var ekki med orm

Mig langar að deila með ykkur sögu.
Það er stundum að vinnan sem við vinnum er til góðs. Sagan að neðan lýsir upplifun þess sem vann verkið.

Þannig var að fjarlægja varð starahreiður sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Aðstæður eru þannig að hreiður er í ca. 3 metra hæð frá jörðu.

Þegar komið er á staðinn þá sést greinilega skítur og smávegis af heyi, en fugl sést varla. Ekkert heyrist í ungum og fugl er ekki að bera orm í unga.

staraungar

Myndin sýrnir staraunga úr öðru hreiðri enstaraungarnir voru löngu dánir

Byrjað er að kanna aðstæður og eitra. Eftir dálítinn tíma er byrjað að losa klæðningu til að komast að hreiðri.

Ekkert er að gerast en fljótlega eftir að byrjað er að fjarlægja hey þá heyrist í fuglinum. Eftir smástund byrtist annað foreldrið og flýgur í burt.

Áfram er haldið að fjarlægja hey og aftur heyrist í fugli sem flýgur svo í burtu, skrítið ekkert heyrist í ungum og engin egg. Skýringin lætur svo ekki á sér standa.

Tveir löngudauðir ungar finnast, nöturlegt. Eftir að verk hefur verið unnið fór ég að hugsa um hvernig stöðu stararnir höfðu verið í.

stari ver sitt svæði

stari ver sitt svæði – það var ekkert svona í gangi hjá foreldrunum

Foreldrarnir vissu af ungunum en gátu lítið gert þar sem þeir voru ekki lifandi.

Kannski var það góðverk að fjarlægja hreiðrið og losa foreldrana frá hreiðrinu sem mér fannst vera nöturlegur staður fyrir þá að vera á.

Þeir geta í það minnsta fundið sé annan stað til að verpa á og reyna að koma ungum á legg.

Langaði að deila þessu með ykkur því það er ekki alltaf sorglegt að fjarlægja hreiður.

Ef ykkur vantar aðstoð við stara, köngulær, ranabjöllur, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband eða hringja í 6997092

Leave a Reply