Hvernig gætu egg Silfurskottu borist heim til mín?

Silfurskotta dökk

Silfurskotta dökk

Silfurskottan verpir m.a. í rifur, sprungur, glufur eða þar sem eggin eru örugg og lítil hætta er á að þau losni. Samt sem áður þá eru líkur á að ef þú stígur þar sem silfurskottan hefur verpt eggjum þá festist þau við skóna eða sokkana og þú berð þannig eggin heim til þín.

Baðherbergið er kjörstaður fyrir silfurskottur að vera á því þar er oft mikill raki og hiti. Á Vísindavefnum er ágæt umfjöllun um áðstæðu þess að silfurskotta getur borist í hús.

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert. GSM 6997092 eða senda sms

Lífsferill Silfurskottu

Lífsferill Siflurskottu, ATH! velja mynd til að stækka.

 

 

 

 

Myndin að ofan sýnir vel ferlið sem á sér stað: Fyrst verpir silfurskottan eggi, eggið verður að lirfu 1 – 4. Þegar fjórða stigi er náð þá hefur hún náð fullri stærð samkvæmt mynd, en það má skylja hana þannig að hún sé orðin kynþroska. Myndbandið að neðan er ansi fróðlegt. Það ber að taka því með fyrirvara en þar kemur fram að Silfurskotta sé af báðum kynjum en því er haldið fram hér á Íslandi að Silfurskottan sé eingöngu kvenkyns en það er spurning hvort það sé verið að fjalla um aðrar tegundir en hér búa.

Silverfish – Wiki Article

Silverfish

Myndir og heimildir

Myndir af neti: Silfurskotta

Myndband Silverfish: You Tube

Myndband Silverfish – Wiki Article: You Tube