Er hambjallan skaðleg?

Er hambjallan skaðleg?

Það kom fyrirspurn varðandi hambjölllu (hamgæru). Rétt er að benda á að hambjallan þarf ekki raka eins og silfurskottan en öll dýr þurfa reyndar að fá vökva til að geta lifað. Til að varpa örlitlu ljósi á hana og hvað þarf að gera fyrir eitrun þá er fróðleikur hér að neðan. Til að vera viss um hvaða skordýr er í húsinu er langöruggast að láta greina dýrið. Meindýra- og geitungabaninn getur farið með dýrið í greiningu ef óskað er eftir því. (gsm 6997092)

hambjalla séð ofan frá

hambjalla séð ofan frá

Hún er varla skaðleg í húsum okkar en þar sem eru uppstoppuð dýr og plöntusöfn getur hún verið til vandræða, er gráðug og getur valdið skemmdum. Hún er fyrst og fremst hvimleið og finnst mörgum hún vera “ógeðsleg” vegna þess að hamurinn getur verið víða.

 

 

hambjalla lirfa

hambjalla lirfa

Hambjalla er af ættbálki (Coeoptera) bjallna sem telur vel yfir 300.000 tegundir í heiminum. Hún er svartbrún með gulleitan blett á hvorum skjaldvæng og er 3-4 mm að lengd, sjá nánar

Hambjallan (Reesa vespulae) dregur nafn sitt af hamskiptum sínum. Meðan hún er á lirfustiginu skiptir bjallan um ham 5-7 sinnum og skilur haminn eftir þar sem hún hefur verið.
Þær geta leynst víða eins og til dæmis í skápum, gluggakistum gamalla húsa og víða þar sem gott skjól er að finna. Fullorðnu dýrin eru tiltölulega skammlíf, en tegundin fjölgar sér án þess að frjóvgun fari fram. Karldýr hafa aldrei fundist. Dreifing tegundarinnar fer því greiðlega fram, þar sem ekki þarf nema eitt egg til að koma á fót nýjum stofni á nýjum stað.

Hambjalla púpan

Hambjalla púpan

Eggin klekjast út á tveimur vikum, en vaxtartími lirfanna er breytilegur og fer eftir aðstæðum. Við slæm skilyrði gæti uppvöxturinn tekið töluvert lengri tíma en eitt ár, og geta lirfurnar lifað marga mánuði án þess að fá mat eða drykk. Lirfurnar eru þó að öllu jöfnu ákaflega matlystugar

 

 

 

Úðun – Eitrun

  • Eitur: Deltamost blandað í vatn í réttum hlutföllum
  • Sökklar: Borað lítið gat í sökkla og úðað inn í holrými
  • Niðurföll: Niðurföll skoðuð (kannað hvort að önnur dýr séu t.d. silfurskotta)

 

moppa

moppa

Undirbúningur fyrir úðun:

  • Færa til húsgögn í samráði, þannig að hægt sé að úða meðfram veggjum
  • Þrífa þarf meðfram veggjum.
  • Fjarlægja barnaleikföng þannig að ekki sé hætt á að að eitur berist í þau við úðun.
  • Taka allt úr neðstu skápum í innréttingum.
  • Breiða yfir fiska- og fuglabúr.
  • Ef það eru gæludýr eins og hundar eða kettir koma þeim fyrir hjá vinafólki
  • Það má enginn nema sá sem úðar vera á staðnum á meðan eitrun fer fram

Hvað á að gera eftir að búið er að úða:

ryksuga

ryksuga

  • Það er í lagi að koma aftur inn í hús að fjórum klst. liðnum ef allt er eðlilegt
    • Ef um asma eða önnur sambærileg tilfelli er að ræða þá 24 klst.
    • Ófrískar konur 24 klst.
    • Lítil börn og gæludýr 8 klst.
    • Eftir úðun, þrífa með þurrmoppu eða ryksuga.
    • Ef þrifið er með blautu skal skilja eftir u.þ.b 10 sm frá vegg í 3-4 vikur.

     

    • Það er mjög líklegt að fólk sjái eina og eina bjöllu næstu vikurnar en svo hverfur þessi ófögnuður alveg, sé rétt að úðun staðið.
    • Ekki er hægt að lofa að hambjöllu sé útrýmt eftir eitrun
    • Það getur þurft að eitra aftur

 

Heimildir: Myndir af neti

Ef ég sé eina silfurskottu, er þá önnur?

silfurskottan

silfurskottan

Svarið við spurningunni getur verið já eða nei. Það eru alveg jafnmiklar líkur á því að það séu fleiri skottur eins og það séu engar. Málið er að silfuskottan er bara kvenkyns. Það er í rauninni vandamálið því þá getur hún fjölgað sér að vild ef réttu aðstæðurnar skapast þ.e. hiti og raki.

Þegar hún hefur orpið eggjum þá er talið að fyrstu eggin klekist út eftir ca. 40 daga, það getur líka tekið lengri tíma alveg upp í nokkra mánuði, og er það vandamál, því ef það er eitrað þá er virkni eitursins 3 – 4 mánuðir fer eftir hvernig þrifum er háttað.

Ef eggin klekjast út eftir 4 – 6 mánuði þarf örugglega að eitra aftur en það er samt ekki öruggt að það sé nóg því möguleiki er á að einhver í fjölskyldunni sé að bera skottuna með sér heim. Ef eitrað er þá ættu skottur sem berast með heim að drepast þ.e.a.s. ef þær fara í eitrið. Það er því afar mikilvægt að fagmaður sjái um að eitra og geri það rétt.

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

 

 Silverfish
Sjá myndband hér.

 

http://fiste.info/wp-admin/post-new.php

Myndir og heimildir

Myndir af neti: Silfurskotta
Myndband: You tube

Hvar er líklegt að silfurskotta haldi sig og hvað er til ráða?

silfurskottan

silfurskottan

Mjög algengur staður er þar sem raki er t.d. í baðherbergjum. Til að ráða niðurlögum siflurskottu er hægt að eitra. Silfurskottan getur farið hratt um og er oft u.þ.b. 10 mm að lengd. Þær eru nær sjónlausar, eru einungis kvenkyns og geta orðið allta að fimm ára gamlar.

Það er því betra að bregðast við fyrr en seinna, því við réttar aðstæður hátt rakastig og hita þá getur þeim fjölgað hratt, en þær eru reyndar ekki taldar vera mjög frjósamar. Fyrstu eggin klekjast út eftir ca. 6 vikur.

 

Sprungur í gólfi eða veggjum eru kjöraðstæður fyrir egg silfurskottunar og velur hún oft að verpa þar, t.d. vegna þess að eggin eru örugg þar og erfitt að hrófla við þeim. Silfurskotturnar þurfa ótrúlega lítið pláss til að komast í skjól minna einna helst á gelpoka. Myndbandið sem er neðst á síðunni sýnir mjög vel hvar silfuskottan getur líka verið þ.e. í matnum, skyldi hún verpa þar? (sjá hér)

Deltamost

Deltamost

Eitrið sem oft er notað heitir Deltamost og þarf leifi til þess að kaupa og nota það. Það er langvirkt eitur ef rétt er staðið að eitrun og þrifum fyrir og eftir eitrun. Það virkar í 3 – 4 mánuði og ætti því að vera hægt að ná góðum árangri, en rétt er að benda á að silfurskottan getur verið ansi erfið viðureignar, sérstaklega eru eggin vandamál, því eitrið drepur þau ekki.

 

 

logo geitungabu.is

logo geitungabu.is

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður. Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

 

Silverfish (Silfurskotta ótrúlegt myndband)

 

Myndir og heimildir

Upplýsingar um um Deltamost: Internetið
Myndir af neti: Silfurskotta
Mynd af eiturefnabrúsa: Internetið

 

Eru baneitraðar köngulær í bananum þínum?

Eitraðasta könguló í heimi

Eitraðasta könguló í heimi

Vonandi ekki. En það er frétt á Vísir.is eftir Gunnar Valþórsson þar sem hann greinir frá því að bresk fjölskylda hafi lent í því að að baneitraðar köngulær skriðu úr eggjum sem voru í banana sem frúin ætlaði að borða. Allt getur gerst en til að skoða betur, lesa hér.

það sem er kannski fyndið er að henni var boðin inneign í búðina að upphæð 10 pund. Það er kaldhæðnislegt þar sem að köngulóin er samkvæmt heimsmetabók Guinness sú eitraðasta í heimi. Sjá frétt frá Sky News.

 

Ég hef eitrað hús fyrir könguló bæði utan og innan dyra en sem betur fer eru þær íslensku ekki eitraðar að vitað sé.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

World’s Most Deadly Spider – Brazilian Wandering Spider

 

Af hverju er allt í einu komin silfurskotta heima hjá mér?

Silfurskotta

Silfurskotta

Það geta verið margar ástæður fyrir því. Kannski kom einhver í heimsókn sem bar hana með sér, eða egg.

Kannski varst þú sjálfur einvhers staðar þar sem silfurskotta er og barst hana sjálfur heim.

Ef hún fer í taugarnar á þér ekki hika við að hafa samband við meindýrabanann og hann kemur.

 

Síminn er 6997092 eða senda
tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill