Geta starar slegist?

Geta starar slegist?

Star

Stari

Hafið þið lesendur góðir veit því athygli hvernig hljóðin í fuglum þar með taldir stararnir eru að breytast um þessar mundir. Frábært veður búið að vera og fuglarnir hafa sungið og glatt okkur um nokkra vikna skeið. En núna þá eru hljóðin að breytast, þeir láta frekar ófriðlega þegar gengið er nálægt þeim, en það gæti verið vegna þess að egg er komin í hreiður og þá þarf að verja sitt.

Munið eftir að passa ykkur á staraflónni því hún getur verið ansi hvimleið og þess vegna er mikilvægt að bregðast fljótt við ef vart verður við starahreiður í húsinu eða nálægum húsum. Það getur verið mjög vont að lenda í að starafló bíti, eigin reynsla er vika í kláða.

Ég rakst á myndband á mbl. is og langar að deila því með ykkur en þar eru tveir starar að kljást. Starar að slást

Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, náði myndbandi af tveimur störum sem blaðamenn mbl.is þóttust vissir um að væru innileg ástaratlot. Jóhann segir svo ekki vera þó hann minnist þess ekki að hafa séð önnur eins slagsmál á milli tveggja stara.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður og eitra fyrir starafló ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann, síminn er 6997092 og netfangið er 6997092@gmail.com