Starrahreiður í þakkanti, hvenær er best að fjarlægja það?

Starrahreiður í þakkanti, hvenær er best að fjarlægja það?

Ekki hika við að hafa samband eða hringið
í 6997092
ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður.

Á kantinum

Á kantinum

Stutta svarið er: Núna eða strax

Ef það er starahreiður í þakkantinum má fjarlægja
það eftir að ungar og fugl hafa  yfirgefið hreiður.

Það má ekki samkvæmt lögum eiga
við hreiðrið því fuglinn er friðaður. Continue reading

Getur starrinn verpt tvisvar á sumri?

Getur starrinn verpt tvisvar á sumri?

Ekki hika við að hafa samband, sendið sms eða hringið
í 6997092
ef ykkur vantar aðstoð við að losna við starhreiður

stari med orm

Stari med orm í gogginum, ef þið sjáið starra með orm þá er líklegt að ungar séu enn í hreiðrinu, þá er bara að bíða

Starinn getur verpt tvisvar á sumri.

Það er oft talað um seinna varp.

Það má gera ráð fyrir að á þessum
tíma séu ungar farnir úr hreiðri.

EF þið eruð með starahreiður þá er rétti
tíminn að láta fjarlægja það fyrir haustið.

Því fyrr því betra. Continue reading

Starinn og ungarnir í hreiðrinu

Starinn og ungarnir í hreiðrinu

Ágætu lesendur

stari med orm

starinn var ekki med orm

Mig langar að deila með ykkur sögu.
Það er stundum að vinnan sem við vinnum er til góðs. Sagan að neðan lýsir upplifun þess sem vann verkið.

Þannig var að fjarlægja varð starahreiður sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Aðstæður eru þannig að hreiður er í ca. 3 metra hæð frá jörðu.

Þegar komið er á staðinn þá sést greinilega skítur og smávegis af heyi, en fugl sést varla. Ekkert heyrist í ungum og fugl er ekki að bera orm í unga Continue reading

Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?

Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Gafl á húsi

Gafl á húsi – skítur eftir stara

Það fer að líða að því að staraungarnir yfirgefi hreiðrið. Ég gæti trúað að miðað við hljóðin í staranum þá fari að líða að því að þeir taki flugið.

Myndin til hliðar sýnir ummerki eftir stara. Undir þakskegginu eru hreiður það leynir sér ekki.

Ummerki sýna mikinn fuglaskít eftir starann. Skíturinn hefur fallið niður eftir klæðningunni, mikil vinna að þrífa.

Það er skynsamlegt að eitra hreiðrið og nærumhverfi. Nauðsynlegt er að fjarlægja hreiðrið, eitra aftur og loka inngönguleið starans. Ef það er ekki gert er hætta á að fólk verði bitið.

Það leynir sér ekki ef þeir eru enn í hreiðrinu. En hvað bendir til þess að ungar séu í hreiðrinu?

  • Starrinn kemur með æti í hreiður t.d. orm
    • Starrinn gargar endalaust ef einhver er nálægt hreiðrinu
  • Mikill hávaði er í ungum, þeir eru alltaf sísvangir
  • Óþrifnaður utan á húsi og við hús t.d. staura eykst

Þegar fuglinn hættir að koma og ekkert heyrist í ungum þá er um að gera að fjarlægja starrahreiðrið. Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband eða hringja í 6997092

ormur

Trjámaðkur

Grasmaðkurinn er byrjaður að éta laufið á birkitrénu. Ég sá í dag á nokkrum stöðum maðkinn í laufinu.

Myndin sem ég tók sýnir orminn. Hann er ekki mjög stór en er byrjaður að vefja blöðunum um sig.

Hann á eftir að stækka, en um leið þá stórsér á laufi trjánna.

Það er hægt að eitra fyrir honum en verður erfiðar að eiga við hann eftir því sem hann nær að verja sig.

gullsópur

Gullsópur

Gróðurinn hefur tekið heilmikið við sér. Hitastig er hækkandi og fer líklega ekki neðar en 8°C á næturna.

Á daginn fer hitastigið í 14 – 15°C og enn hærra þar sem sólin skín og skjól er.

Ég rakst á þennan fallega gullsóp í dag sem brosti til allra sem leið áttu hjá.

Lyktin var góð en dálítið sterk. Njótið myndarinnar

 

Myndir: Egill Þór Magnússon, teknar í Mosfellsbæ 31. maí 2014

Skoðið að neðan efni tengt stara

Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?

Starahreiður í blokk, hvað geri ég?

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

Getur kötturinn komið inn með starrafló?

Ef það eru komnir ungar í starahreiður má fjarlægja hreiður?

Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér hvað get ég gert?

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starri gert hreiður?

Hvernig leikur stari sér?

Hvar gerir starinn hreiður?

Það er gamalt hreiður í þakkant, hvað geri ég?

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Starafló er að bíta mig hvað get ég gert?

Getur starri gert hreiður í gasgrilllinu upp á þriðju hæð?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Hvaða fuglategund syngur mest?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað eru meindýr?

Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Hvernig get ég nálgast geitunga- og meindýrabanann?

 

 

 

 

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

hus 101 reykjavík

hus 101 reykjavík

Hvað geri ég ef starinn er búinn að gera hreiður í þakkantinum hjá mér?
Það eru komnir ungar. Getur flóin bitið mig eða aðra sem búa í húsinu? Er flóin hættuleg?
Verður kláðinn óbærilegur? Stendur kláðinn í marga daga?
Hvað er best að gera?

Það sem er best að gera er að láta starrann klára að koma ungunum á legg. Það er vegna þess að bannað er samkvæmt lögunum að eiga við hann. Þegar starinn fer úr

stari i glugga

stari i glugga

hreiðrinu ásamt ungunum þá er rétti tíminn til að bregðast við. En hvað á ég að gera?

Hafðu t.d. samband við meindýra- og geitungabanann eða hringdu í 6997092 og fáðu ráðleggingar.

Mínar ráðleggingar til ykkar eru þessar þegar starinn og ungar eru farnir.

 

  • Eitra hreiður og nágrenni þess
  • Fjarlægja hreiður
  • Eitra aftur
  • Loka þannig að stari geti ekki komist aftur til að verpa

Ef verkið er unnið rétt þá eru minni líkur á að fólk verði bitið af flónni.
Það er samt aldrei hægt að lofa því, vegna þess að alltaf er möguleiki
á að ekki náist í allar.

Eins er  möguleiki á að fólk verði fyrir biti annars staðar.
Það er ekki víst að allir séu sáttir við þetta svar en mér
finnst betra að svara svona þó það verði til þess að
verkefnið fari annað.
Þá er í það minnsta ekki verið að lofa upp í ermina á sér.