Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

stari i glugga

stari i glugga

Mjög líklega er starahreiður í húsinu eða gæludýr gætu verið að bera inn fló. Það er ekkert óalgengt að kettir eða hundar geti borið með sér fló. Ef það gerist getur flóin lagst á fólk og sogið blóð til að lifa af.

Gott ráð er því að athuga hvort starahreiður sé í húsinu, ef það er þá þarf að eitra og loka þannig að starinn geti ekki komist í hreiðrið en það verður að gera það rétt. Ef það eru komin egg eða ungar má ekki eiga við hreiðrið fyrr en ungar eru farnir en það er vegna  þess að starinn er friðaður fugl.

Flóabit

Flóabit

Ef köttur er á heimilinu þá gæti verið gott ráð að setja flóaról á hann. Ef fólk sem býr í húsinu er bitið t.d. á næturnar þarf að eitra í kring um rúm.

Ég rakst á ágæta grein þar sem hægt er skoða ráðleggingar og er hún hér.

Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband við meintýra- og geitungabanann, 6997092

 

Heimildir:
Mynd af neti: Stari í glugga, Flóabit

Af hverju bítur starfló?

Af hverju bítur starfló?

 

Það er með staraflóna eins og önnur dýr, þau verða að fá einhverja fæðu. Ef stari hefur t.d. gert hreiður í nokkur sumur á sama stað en kemur eitt vorið að luktum dyrum þá er illt í efni ef ekkert er að gert. Flærnar vilja fá að éta og ef fuglinn kemur ekki þá er ekkert fyrir hana að hafa.

Hún fer því af stað í fæðuleit og leitar uppi fórnarlömb t.d. hunda og ketti, menn og sýgur blóð. Ofnæmisviðbrögð láta ekki á sér standa og fylgir bitunum yfirleitt mikill kláði og vanlíðan. Varast ber að klóra sér heldur reyna að kæla eða bera áburð á kláðastaðinn.

kisa með mús á heilanum

Skyldi kötturinn bera með sér strafló’

Gæludýr eins og hundar og kettir geta hæglega borið með sér flær. Gott ráð er að setja flóaól á þau og jafnvel klippa flóaról í litla búta og setja undir koddan í rúminu ef einhver grunur leikur á að fló sé þar.

Það er samt lykt af ólinni sem sumun líkar ekki og er þá lítið við því að gera. Einnig gæti verið gott ráð að loka gluggum en ef ykkur vantar aðstoð þá er um að gera að hafa samband  við geitunga- og meindýrabanann, sími 6997092