Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?
Mjög líklega er starahreiður í húsinu eða gæludýr gætu verið að bera inn fló. Það er ekkert óalgengt að kettir eða hundar geti borið með sér fló. Ef það gerist getur flóin lagst á fólk og sogið blóð til að lifa af.
Gott ráð er því að athuga hvort starahreiður sé í húsinu, ef það er þá þarf að eitra og loka þannig að starinn geti ekki komist í hreiðrið en það verður að gera það rétt. Ef það eru komin egg eða ungar má ekki eiga við hreiðrið fyrr en ungar eru farnir en það er vegna þess að starinn er friðaður fugl.
Ef köttur er á heimilinu þá gæti verið gott ráð að setja flóaról á hann. Ef fólk sem býr í húsinu er bitið t.d. á næturnar þarf að eitra í kring um rúm.
Ég rakst á ágæta grein þar sem hægt er skoða ráðleggingar og er hún hér.
Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband við meintýra- og geitungabanann, 6997092
Heimildir:
Mynd af neti: Stari í glugga, Flóabit