Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Stari   –   Sturnus vulgaris

Stari

Stari

Það er hægt að láta fjarlægja starahreiður, en mikilvægt er að framkvæma það rétt og virða lögin. Ykkur til upplýsingar þá eru ágætis upplýsingar á fuglavefnum um stara og hvet ég ykkur til að lesa þær.

Starinn syngur listavel og má hlusta á hann á fuglavefnum, velja spila hljóð.

En annars ekki hika við að hafa samband.

Á fuglavefnum eru mjög góðar upplýsingar um fugla t.d. stara. Hann er talinn vera 80 gr að þygnd ca 20 cm langur og er vænghaf hans í kringum 40 cm.

Hann er fallegur fugl, dökkur og glansandi. Honum fellur vel að vera nálægt eða í húsum sennilega af því að þar er skjól og hiti.

Varptími starans byrjar í apríl og getur hann verið að verpa í ágúst samkvæmt upplýsingum á fuglavefnum. Eftir að starinn hefur verpt 4 – 6 eggjum liggur hann á í tvær vikur.

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Ungatíminn er u.þ.b. 21 dagur

Starinn líkt og aðrir fuglar syngja fallega á vorin en þegar ungarnir eru komnir verður smáfrekjutónn en þá má ætla að hann sé að verja afkvæmin.

Á fuglavefnum er líka hægt að hlusta á hann.

Ef þú vilt skoða nánari upplýsingar um staran eða aðra fugla er fuglavefurinn mjjög góð upplýsingaveita.

 Heimildir

Myndir af vef: Fuglavefurinn