Geitungur – forvarnir

Geitungur – forvarnir

Geitungar úr geitungagildrunni, nærmynd líklega trjágeitungur

Geitungar úr geitungagildrunni, nærmynd líklega trjágeitungur

Þegar fer að hlýna byrja geitungar og aðrar flugur að láta á sér kræla. Nún þegar erum við farin að sjá húsflugur og minni flugur. Það eru kannski einn og einn geitungur sem eru að sýna sig og leita inn. Kannski eru þeir bara einmanna og langar að komast í félagsskap en við erum ekki alveg eins hrifinn. Hann flýgur venjulega inn um opna glugga eða hurðir sem standa opnar, oft á morgnana.

Það sem væri hægt að gera til að minnka lýkur á að þeir komist inn er að passa upp á að hurrðir og gluggar séu lokaðir, en við viljum lofta út og fá ferskt loft inn og þá er

Geitungur fangaður

Geitungur fangaður

kominn leið fyrir getiunginn að ðkomast inn. Möguleiki er að setja net í gluggafals en sumum finnst það ljótt.

Ekki er galið að fylgjast með flugleið geitungana og koma þar fyrir gildrum t.d. skera ofan af tveggja lítra gosflösku hvolfa stútnum niður í flöskuna, setja vatn og sætuefni eða sykur til að lokka hann að. Vert er að hafa í huga að þetta geta verið trjágeitungar eða holugeitungar svo eitthvað sé nefnt en sá síðarnefndi getur verið mjög árásargjarn.

Límborðar með sætuefni á væri líka reynandi og mætti

heimatilbuin geitungagildra

heimatilbuin geitungagildra

koma þeim fyrir innan í glugga og er hugmyndin þá að ef geitungurinn kemst inn þá fer hann venjulega í glugga og flýgur um en að lokum sest hann og ef límbakki er þar festist hann og deyr.

Annað ráð er að vera með hársprey eða badmintonspaða , einnig eru til spaðar sem gefa frá sér lágspennu sem drepur þá ef þú slærð getiunginn.

 

 

ani_wasp

ani_wasp

Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann eða hringja í 6997092