Hvað get ég gert ef geitungur stingur mig?

geitungabú

geitungabú

Hvað get ég gert ef geitungur stingur mig?

Á vef landlæknisembætisins er að finna mjög góðar ráðleggingar. Að neðan eru nokkrir punktar sem gott er að styðjast við en frekari upplýsingar er að finna á vefnum

 

Almenn ráð

geitungur

geitungur

Til að forðast stungur er rétt að hafa eftirfarandi í huga:

  • Að eyða búum sem eru við heimili – hafa samband, simi 6997092
  • Sýna aðgát við garðvinnu, nota hanska.
  • Matarbiti og drykkir bjóða geitungum heim. Gosdósir eru sérstaklega varhugaverðar.
  • Geitunga innan dyra má sprauta á hárlakki eða að drepa í einu höggi.
  • Hafa þétt net yfir vögnum barna sem sofa úti.
  • Klæðast hvítum/ljósum fatnaði.
  • Nota ekki ilmefni.
  • Gangið ekki berfætt úti við, klæðist síðum buxum og langerma skyrtum.

Skoða vef landlæknis nánar

Hvað gerist ef geitungur stingur mig?

Geitungar úr geitungagildrunni, nærmynd líklega trjágeitungur

Geitungar

Í versta falli getur maður dáið, það hefur gerst t.d. í Kína (sjá frétt) en ekki á Íslandi svo vitað sé. Ef geitungur stingur á viðkvæman stað eins og í hálsinn getur það verið mjög hættulegt ef viðkomandi er með bráðaofnæmi. Hálsinn gæti bólgnað út og lokað fyrir öndun á mjög skömmum tíma.

Til að tryggja sig er hægt að tala við lækni og láta kanna hvort bráðaofnæmi er til staðar og svo hitt að kanna hvort lyfið sem nota á sé í lagi.

Ef geitungur stingur er möguleiki á stífkrampa, þannig að betra er að forðast geitunga. Geitungar stinga yfirleitt ekki nema þeir séu áreittir eins og þegar geitungabú eru eitruð. Þá koma þeir út úr búinu og geta stungið. Sami geitungur getur stungið oftar en einu sinni. Það er því öruggara að láta meindýra- og geitungabanann aðstoða.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Spurningar sem tengjast geitungum:
Finnst hættulegasti geitungur í heimi á Íslandi?
Stinga allir geitungar?

Á hverju lifa geitungar?
18. okt 2013 Ef ég finn geitungabú þar sem börn eru að leik, hvað geri ég?
Hvernig er best að finna geitungabú?

Hafa einhverjir látist vegna geitungastungu á Íslandi?
Er til annað orð yfir geitunga en geitungur?
Hvað geta verið margir geitungar í einu búi á Íslandi?

Hvernig get ég nálgast geitunga- og meindýrabanann?
Eru risageitungar á Íslandi?
Eru stungur geitunga hættulegar?