Starraflær hafa bitið mig einhver ráð?

Starraflær hafa bitið mig einhver ráð?

staraflo

starrafló (starafló) hænsnafló

Þessari spurningu hafa margir spurt að. Ég tók mér það bessaleifi að googla og fann ágæta umfjöllun á vef Lyfju undir flokknum fræðsla og fróðleikur.

“Starraflær lifa í hreiðrum starra og geta borist í hýbýli manna ef hreiðrin eru þannig staðsett. Einnig getur flóin verið til staðar úti í garði eða í raun hvar sem er.
Flóin lifir ekki á mönnum líkt og lús heldur skilur hún eftir bit. Þegar flóin bítur þá veldur þetta bit ofnæmissvari, þroti og roði koma í ljós á bitsvæðinu en einnig fylgir þessu mikill kláði. Clarityn töflurnar draga einmitt úr þessu ofnæmissvari og þar með kláðanum.

 

Floabit

Flóabit eftir starrafló

Ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna er 1 tafla á dag, helmingunartími í blóði er u.þ.b. 14 klst. þannig að önnur tafla er óþörf. En ef um stóran einstakling er að ræða þá getur verið ráðlagt að taka 2 töflur á dag í stað 1 töflu. Tenutex áburður er ætlaður gegn höfuðlús, flatlús og kláðamaur.

Flær lifa ekki á mönnum og því þjónar það engum tilgangi að nota Tenutex. Heldur er betra að nota kælandi áburð sem dregur úr kláða t.d. Kalmín áburð, Aloe Vera gel og jafnvel Mentólkrem, ásamt ofnæmislyfinu.”

 

Nýlegar spurningar:

Starraflær hafa bitið mig, einhver ráð?

 Hvernig veit ég hvar starra hreiður er í húsinu?

Starrahreiður í þakkant, hvað get ég gert?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?