Hvað er hægt að gera til að mýs komist ekki inn í sumarbústaðinn?

Mús inni í húsinu er einni mús of mikið

Mús inni í húsinu er einni mús of mikið

Í rauninni gildir það sem kallast “common sense”. Loka öllum gluggum og hurðum. Setja músanet alls staðar þar sem minnsti grunur leikur á að mús reyni að komast inn.

Innandyra má setja límbakka við hurðir og meðfram veggjum. Utandyra er hægt að koma fyrir gildrum bæði smellum og kössusm með eitir í. Leitið ráða hjá geitunga- og meindýrabananum og í samráði við hann. Þær þurfa ótrúlega lítið gat til að komast inn.

Ef þær komast inn þá snuðra þær um allt og leita að mat. Þær komast alls staðar, upp í rúm, eftri koju, inn í skápa og búr. Þær eru svangar og leita. Þær naga og skemma. Það er greinilegt ef mús er komin inn, það sést t.d. á músaskít og á hún það til að naga. Ef þið viljið lesa meira um frágang sumarhúsa fyrir veturinn, þá er ágæt umfjöllun á Vísir.is.

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður. Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband það kostar ekkert.

How to catch a mouse – Mouse trap

 

Spurningar sem tengjast músum.

 Hvað er hægt að gera til að mýs komist ekki inn í sumarbústaðinn?

Af hverju koma mýs inn í hús?

Hvaða mús er algengust á Íslandi?

 

 

Heimildir og myndir:

Vísir.is, 14. september 1999
Mynd:  “Vegahandbókin á netinu