Hvar lifir parketlús?
Ég fékk smáfyrirspurn um parketlús. Ég leitaði mér upplýsinga og fann stutta en góða samantekt frá Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur, Landgræðslu ríkisins
Það eru til húsráð t.d. að hækka hita og reyna þannig að hafa áhrif á líf parketlúsarinnar en það er spurning hvort það virkar. það er um að gera að þrífa vel og reyna að átta sig á hvort það eru einverjir staðir eða aðstæður í húsinu þar sem hún gæti verið að fjölga sér.
Ef ekkert finnst þá er best að láta eitra. Ekki hika við að hafa samband síminn er 6997092, eitra líka fyrir öðrum skordýrum s.s. silfuskottu, hambjöllu, köngulóm og ranabjöllum.
Ryklýs eru örsmá dýr um 1 mm að lengd.
Í hýbýlum eru tvær tegundir;
parketlús og skápalús.
Parketlús er um 1 mm að lengd
Hún lifir alfarið innanhúss og lifir á
myglusveppum öðru fremur,
einkum í nýbyggðum húsum þar
sem parket hefur verið lagt á
gólf fyrr en skynsamlegt er.
Heimildir: Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur, Landgræðslu ríkisins
Spurning tengd parketlús
Hvernig veist þú að það er parketlús heima hjá þér?