Hvað get ég gert ef ég sé Silfurskottu?

logo geitungabu.is

Ég myndi ráðleggja eitrun. Hafa samband við geitunga- og meindýrabanann. Getur líka bara hringt í 6997092.
En hvað þarf að hafa í huga heima hjá sér. Aðstæður eru mismunandi en eftirfarandi ráð mætti nota.
Silfurskottan vill helst vera á rökum svæðum (75 – 95% raki). Til að minnka raka er hægt að setja upp viftu. Ef einhvers staðar er leki þarf að laga hann sem fyrst því þar eru kjöraðstæður.

Ef eitthvað lekur þá þétta t.d. gluggar, lagnir eða þak. Reyna að koma í veg fyrir að vatn eða raki komist inn í húsið.

Ef háaloft er
þá er mikilvægt að öndun sé í lagi og ef leki er þar verður að þétta. Þegar búið er að laga öndun þá verður minni hætta á að veggir og gólf saggi.

Ef sprungur  eru í veggjum eða gólfi, holur eða göt í kringum rör er hægt að loka t.d. með kítti, en það fer algerlega eftir aðstæðum hvernig á að þétta og er best að leita ráða hjá fagmanni. En ef þessum innkomuleiðum er lokað þá komast skordýr ekki inn.

Ef þú hefur orðið var við silfurskottu skoðaðu vel hvað er í kössum, skápum, bókum, bak við bókahillur, föt og hirslur. Matur sem er geimdur í pappakössum eða opnum ílátum er varhugaverður því silfurskottan getur verpt eggjum þar.

Þrífa vel hús oftar en venjulega og fylgjast með. En eins og ég nefndi í upphafi myndi ég láta eitra, en það er val hvers og eins því sumum er illa við eitur.

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert. GSM 6997092 eða senda sms

Ef ég sé eina silfurskottu, er þá önnur?

silfurskottan

silfurskottan

Svarið við spurningunni getur verið já eða nei. Það eru alveg jafnmiklar líkur á því að það séu fleiri skottur eins og það séu engar. Málið er að silfuskottan er bara kvenkyns. Það er í rauninni vandamálið því þá getur hún fjölgað sér að vild ef réttu aðstæðurnar skapast þ.e. hiti og raki.

Þegar hún hefur orpið eggjum þá er talið að fyrstu eggin klekist út eftir ca. 40 daga, það getur líka tekið lengri tíma alveg upp í nokkra mánuði, og er það vandamál, því ef það er eitrað þá er virkni eitursins 3 – 4 mánuðir fer eftir hvernig þrifum er háttað.

Ef eggin klekjast út eftir 4 – 6 mánuði þarf örugglega að eitra aftur en það er samt ekki öruggt að það sé nóg því möguleiki er á að einhver í fjölskyldunni sé að bera skottuna með sér heim. Ef eitrað er þá ættu skottur sem berast með heim að drepast þ.e.a.s. ef þær fara í eitrið. Það er því afar mikilvægt að fagmaður sjái um að eitra og geri það rétt.

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

 

 Silverfish
Sjá myndband hér.

 

http://fiste.info/wp-admin/post-new.php

Myndir og heimildir

Myndir af neti: Silfurskotta
Myndband: You tube

Er hægt að ná silfurskottu lifandi?

silfurskottan

silfurskottan

Það er hægt og ekkert svo mikið mál. Það sem þú gætir gert er að koma fyrir stálskál upp við vegg. Settu í skálina eitthvað matarkyns t.d. morgunkorn.

Silfurskottan getur farið upp vegg eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Hún er forvitin reikna ég  með og finnur fljótlega matinn ef hún er á ferðinni. Hún skríður ofan í skálina en kemst ekki upp því hún er svo sleip, einfalt, gott og kostar ekkert. Hvað þú ætlar síðan að gera við kvikindið er spurning en það var heldur ekki spurt um það.

aðstoð

aðstoð geitungur, könguló

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður.

Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

 

 Silverfish

 

Myndir og heimildir

Myndir af neti: Silfurskotta
Myndband: You tube

Hvar er líklegt að silfurskotta haldi sig og hvað er til ráða?

silfurskottan

silfurskottan

Mjög algengur staður er þar sem raki er t.d. í baðherbergjum. Til að ráða niðurlögum siflurskottu er hægt að eitra. Silfurskottan getur farið hratt um og er oft u.þ.b. 10 mm að lengd. Þær eru nær sjónlausar, eru einungis kvenkyns og geta orðið allta að fimm ára gamlar.

Það er því betra að bregðast við fyrr en seinna, því við réttar aðstæður hátt rakastig og hita þá getur þeim fjölgað hratt, en þær eru reyndar ekki taldar vera mjög frjósamar. Fyrstu eggin klekjast út eftir ca. 6 vikur.

 

Sprungur í gólfi eða veggjum eru kjöraðstæður fyrir egg silfurskottunar og velur hún oft að verpa þar, t.d. vegna þess að eggin eru örugg þar og erfitt að hrófla við þeim. Silfurskotturnar þurfa ótrúlega lítið pláss til að komast í skjól minna einna helst á gelpoka. Myndbandið sem er neðst á síðunni sýnir mjög vel hvar silfuskottan getur líka verið þ.e. í matnum, skyldi hún verpa þar? (sjá hér)

Deltamost

Deltamost

Eitrið sem oft er notað heitir Deltamost og þarf leifi til þess að kaupa og nota það. Það er langvirkt eitur ef rétt er staðið að eitrun og þrifum fyrir og eftir eitrun. Það virkar í 3 – 4 mánuði og ætti því að vera hægt að ná góðum árangri, en rétt er að benda á að silfurskottan getur verið ansi erfið viðureignar, sérstaklega eru eggin vandamál, því eitrið drepur þau ekki.

 

 

logo geitungabu.is

logo geitungabu.is

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður. Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

 

Silverfish (Silfurskotta ótrúlegt myndband)

 

Myndir og heimildir

Upplýsingar um um Deltamost: Internetið
Myndir af neti: Silfurskotta
Mynd af eiturefnabrúsa: Internetið

 

Hvaða algeng skordýr eru í húsum á Íslandi?

Silfurskotta, Hambjalla, Hveitibjalla Húsakönguló, Húsamaur, Veggjatíta, Hnetumaur, Þjófabjalla, Ryklýs (skápalús) og Fatamölur

Silfurskotta dökk

Silfurskotta dökk

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður. Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og spyrja, það kostar ekkert.

Nú fyrir jólin þegar þrifin eru í hámarki þá sérðu kannski einhver skordýr í skápnum,  hveitinu, undir rúminu, eitthvað sem skýst meðfram gólflistum og fl. Þá er tækifrærið að láta eitra ef þér finnst dýrið ógeðslegt.

Tribolium destructor

 

 

Ég sá silfurskottu heima, hvað er best að gera?

silfurskottan

silfurskottan

Hafa sambandi við meindýra- og geitungabanann. Ég myndi ráðleggja að eitra. Sumum er þó alveg sama þó að silfurskottur séu inni á meðan að aðrir þola þær ekki eða eru hræddir við þær.

Þær eru alveg meinlausar, nær blindar. Þær leita sér að einhverju að éta t.d. brauðmilsnu.

Rétt er að benda á að silfurskottan er bara kvenkyns þannig að ekki þarf nema eina til að hún byrji að fjölga sér. Við réttar aðstæður fjölgar henni hratt. (sjá hér)

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

 

Heimildir og myndir:

Myndir af neti: Silfurskotta

Af hvaða kyni eru Silfurskotta og Hambjalla?

hambjalla lirfa

hambjalla lirfa

Hambjallan er eins og Silfurskottan einungis kvenkyns. Bæði eru fljót að fjölga sér ef réttu aðstæðurnar eru fyrir hendi. Silfurskottan þarf raka en Hambjallan ekki. Það er því ekkert grín ef bæði skordýr væru í sama húsinu. Það þarf semsagt ekki að frjóvga eggin til að fjölgun eigi sér stað. Á einungis tveimur vikum klekjast eggin út og hafa lirfurnar hamskipti allt að sjö sinnum meðan lirfan er að vaxa.

 

silfurskottan

silfurskottan

Ef hitastigið er ca. 22 gráður á celsíus þá eru eggin 40 daga að klekjast út. Silfurskottan getur orðið allt að fimm ára gömul. Það þarf raka og skitpir rakastigið verulegu máli. Til

þess að varp geti átt sér stað verður að eiga sér staða hamskipti en það getur gerst aðra eða þriðja hverja viku og verpir hún einu til þrem eggjum á milli hamskipta. Hún getur orpið 100 eggjum á æviskeiði sínu.

 

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

 

 

Hvað eru egg silfurskottu lengi að klekjast út?

 

Silfurskotta dökk

Silfurskotta dökk

Ef hitastigið er ca. 22 gráður á celsíus þá eru eggin 40 daga að klekjast út. Silfurskottan getur orðið allt að fimm ára gömul. Það þarf raka og skitpir rakastigið verulegu máli. Til þess að varp geti átt sér stað verður að eiga sér staða hamskipti en það getur gerst aðra eða þriðja hverja viku og verpir hún einu til þrem eggjum á milli hamskipta. Hún getur orpið 100 eggjum á æviskeiði sínu.

Ef hitastigið er hærra eða t.d. nálægt 30 gráðum á celsíus þá verður silfuskotta kynþroska á þrem til fjórum mánuðum og getur þar með byrjað að verpa. Eftir því sem hitastigið er lægra því hægar gengur fjölgunin og við 12 – 15 gráður er talið að enginn þroski fari fram. Á Vísindavefnum er afar góð grein sem ég sá. Til að fræðast meira sjá hér.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Attack of The Giant Silverfish!

 

Hver er munurinn á Silfurskottu og Ylskottu?

 

silfurskotta

silfurskotta

Silfurskotta og ylskotta eru af sama stofni þ.e. kögurskottu. Erling Ólafsson skrifaði grein um skotturnar og má lesa nánar um þær hér. Eitt er víst að ylskottan er mun sjaldgæfari en silfurskottan. Ylskottan hefur þó fundist á nokkrum stöðum.

 

 

 

Silfurskotta ljós

Silfurskotta ljós

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Hvaða pöddur eru algengastar í húsum?

Húsakeppur er einn af pöddunum. Hann finnst m.a. í gróðurhúsum og getur þannig borist inn í hús. Hann er ekkert ósvipaður ranabjöllu en hún á það til að leita inn í hús fólki til armæðu. Þetta eru nokkurs konar fornaldarleg skordýr. Það er gaman að fylgjast með ranabjöllu þegar hún dettur og virðist vera steindauð en er það alls ekki. Ég er ekki viss um að ég gæti lagt mér hana til munns en á visir.is er að finna myndband sem sýnir hvernig á að matreiða skordýr. Sjá hér.

 

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Að neðan er myndband af pöddu gæti verið Húsakeppur en ég þori samt ekki að lofa því vegna þess að talið með myndbandinu er á tékknesku, en sjón er sögu ríkari og kostar ekkert að skoða og fræðast

Opuchlak Truskawkowiec -piękny szkodnik