Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Starri

Starri

Það er best að fjarlægja það þegar fuglinn er floginn úr hreiðrinu og ungarnir líka, en það er út af flónni. Starinn getur orðið allt að 17 ára í evrópu. (sjá myndband að neðan). Lögum samkvæmt má ekki drepa fugl né unga. Þegar fuglinn er farinn er best að eitra samkvæmt hefðbundum leiðum, fjarlægja hreiðrið og loka þannig að fuglinn komist ekki í að gera hreiður aftur. Ef þetta er ekki unnið rétt er hætta á að flóin bíti, en hún sígur blóð. Á Vísindavefnum er fín grein um Stara. Lesa frétt.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Voice narration test – European starling

 

Hvað er asparglitta?

asparglitta

asparglitta

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands má lesa eftirfarandi: “Asparglytta er smávaxin afar falleg laufbjalla. Hún er kúpt, nokkuð lengri en breið og tiltölulega jafnhliða. skelin er hágljáandi og slær á hana breytilegum litum, græn, blágræn, fjólublá allt eftir því hvernig ljósið fellur á. Lirfan er dekkst fremst en ljósari aftar, bolurinn mjúkur en alsettur dökkum, hörðum skelpunktum. Hún hefur sterka fætur sem festa hana tryggliega við laufblaðið þar sem hún skríður um.” Hún er sérlega hrifin af ösp og víðitrjám. Ef þið viljið láta eitra þarf að gera það áður en vetur gengur í garð, til að minnka skaðann sem hún getur valdið.

eitra fyrir óþolandi skordýrum hafið samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Á hverju lifa geitungar?

krosskönguló

Krosskönguló

Þeir lifa á ýmsum skordýrum t.d. litlum flugum. Þeir virðast vera sólgnir í blómasafa, trjákvoðu og kolefnisríkri fæðu, þannig að þeir eru varla að fara á lágkolefnisúr. Það er þekkt að til að veiða þá í gildru þá nægir oft að setja sætu t.d. appelsín eða sikurrönd. Ég rakst á ágætisumfjöllun um geitunga og skordýr. Lesa frétt.

Fjarlægi geitungabú, eitra fyrir silfurskottu og skordýrum. Ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Hvernig er best að finna geitungabú?

Geitungabú ca. 10 cm

Geitungabú ca. 10 cm

Ágætt ráð er að fylgjast með geitungum sem eru að angra þig og reyna að sjá hvert þeir fara. Þú getur horft á þá þegar þeir fljúga burt og reynt að staðsetja geitungabúið þannig. Þeir eru yfirleitt að leita að fæðu í búið og fara styðstu leið. Það gæti t.d. verið vegna þess að þeir vilja hafa fæðuna sem ferskasta og nota sem minnst af orku til þess. Það gæti líka verið sniðugt að koma fyrir einhverju æti t.d. sætu sem þeir sækjast í og fylgjast svo með þeim hvert þeir stefna, þá er yfirleitt hægt að finna geitungabúið, en það getur samt sem áður verið í allt að 500 metra fjarlægð. Ég sá ágætis grein á vísindavefnum. Lesa frétt

Ef þú ert að spá í að fjarlægja geitungabú sjálfur þá er hér ágætis myndband sem sýnir hvernig á ekki að gera því einhver var stunginn í óæðri endann

Funny… Wasp stings man while wife laughs!

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja geitungabú eða losna við óþolandi skordýr eins og silfurskottu, hambjöllu, köngulær ekki hika við að hafa samband í síma 6997092, eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com

Getur silfuskotta hlaupið hraðar en Usain Bolt?

Usain Bolt

Usain Bolt að fagna

Silfurskotta

Silfurskotta í hægagang

 

 

 

 

 

 

Þetta er góð spurning. Ég hugsa að ekki hafi verið gerðar rannsóknir á því. Það er hins vegar ljóst að Usain Bolt er að hlaupa 100 metra undir 10 sekúndum. En ef þyngd og hæð silfurskottu og Usain Bolt er borin saman þá væri fróðlegt að vita hver færi hraðar. Miðað við það sem ég hef séð þá þyrfti að rannsaka það betur og er spurning að mæla. En vandamálið við silfurskottuna er að hún er nær blind þannig að það yrði að útbúa sérstaka braut fyrir hana með upphækkuðum kanti sem hún gæti fylgt eftir.

En að öllu grínu slepptu, ef ykkur vantar aðstoð við að eitra fyrir silfuskottu, geitung, könguló eða öðrum skordýrum ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Usain Bolt 9.77 100M úrslit í  Moscow 2013

 

Af hverju heitir hambjalla hambjalla?

hambjalla séð ofan frá

hambjalla séð ofan frá

Líklegasta skýringin er að hún á meðan að hún er á lirfustiginu skiptir hún nokkrum sinnum um ham allt að fimm sinnum.

Ef ykkur vantar aðsotð við að eitra fyrir skordýrum ekki hika við að hafa samband í síma 6997092, eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Er til annað orð yfir geitunga en geitungur?

Geitungar úr geitungagildrunni, nærmynd líklega trjágeitungur

Geitungar

Geiturngar eru stundum kallaðir vespur en það gæti verið vegna þess að á ensku eru þeir kallaðir “wasps”. Ef farið er í íslenska orðsifjabók þá er talið að vespa sé tökuorð úr mðlágþýsku sem sagt wespe gæti líka verið úr nýháþýsku, á dösku er norða orðið hveps yfir geitunga.

Ef ykkur vantar aðstoð vegna geitunga, geitungabúa eða annarra skordýra ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Hvað geta verið margir geitungar í einu búi á Íslandi?

Lítið geitungabú, drotningin er byrjuð að smíða

Lítið geitungabú, drotningin er byrjuð að smíða

Á vef Náttúrufræðistofu Kópavogs kemur fram að í einu búi holugeitungs voru taldir yfir 6000 stk. af fullvöxnum geitungum. Þetta er ótrúlegur fjöldi. Þeir eu greinilega mjög skipulegir við smíði búsins. Hugsið ykkur 6000 manns í kringlunni sem er margfalt stærri en geitungabú, þar verður örugglega einhvers staðar öngþveiti sérstasklega ef öllum yrði beint á einn stað

 

Eitra og fjarlægi geitungabú og önnur óþolandi skordýr. Hafið samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða sendið tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill