Hvað heitir roðamaur öðru nafni?

Hvað heitir roðamaur öðru nafni?

Roðamaur

Roðamaur

Þeir heita veggjamítill eða Bryobia praetiosa. Þeir hafa átta fætur þannig að þeir eru í sama floki og köngulær. En önnur skordýr eru með sex fætur

  • Hvað er til ráða til að losna við roðamaur?
  • Eitra roðamaur er erfiður viðureignar.
  • Fjarlægja gras sem er upp að vegg.
  • Setja möl meðfram vegg.
  • Setja salt meðfram veggnum.

 

krosskönguló

Krosskönguló

Ég mæli með að eitra en ef fólk vill prófa aðrar leiðir
áður þá eru ofangreind ráð ágæt. Ekki hika við að
hafa samband ef ykkur vantar aðstoð

Rétt er að benda á að með því að eitra fyrir roðamaur er hægt að slá tvær flugur í einu höggi og eitra um leið fyrir könguló

Ef roðamaur er farinn að skríða inn til ykkar þá
ætti að bregðast við, því hann getur verið mjög
fjölmennur og sumum finnst hann vera ógeðslegur.

Ég vil benda ykkur á að ef farið er í fjöruferð með
börnin þá geta roðamaura verið í steinum sem
krakkarnir taka með sér heim.

Ef steinunum er komið fyrir innan dyra þá getur
allt í einu verið kominn fjöldinn allur af maur
inni en það væri þá ástæðan

Eru roðamaurar hættulegir?

Roðamaur heitir réttu nafni veggjamítill (Bryobia praetiosa)
en gengur einnig undir roðamaursheitinu.
Veggjamítlar eru áttfætlumaurar og tilheyra fylkingu
áttfætlna (Arachnida) eins og köngulær og sporðdrekar.
Eiginlegir maurar hafa hins vegar sex fætur eins og önnur skordýr.

Þeir eru ekki hættulegir mönnum. Þeir sjúga næringu úr
plöntum, þannig að þar er helsti skaðinn.
“Menn geta þó haft ónæði af veggjamítlum því þeir
eiga það til að fara inn á heimili fólks til að verpa eggjum og hafa hamskipti” (vísindavefur).

Mjög góð grein um roðamaur, sjá hér

Red Velvet mite – Red earth mite – Arachnids – Roðamaur

Heimildir: Vísindavefur

Mynd: Roðamaur teikning

 

 

Hvað eru meindýr?

Hvað eru meindýr?

meindyr namskeidFlest dýr eru falleg og fer lítið fyrir þar sem þau eru í náttúrulegum aðstæðum t.d. út í móa eins og hagamúsin heldur sig gjarna.

En ef dýrin fara að valda skemmdum þá þarf að bregðast við. Ef rotta, mús eða skordýr gera vart við sig innandyra s.s. í hýbýlum, gripahúsum, farartækjum, eða vöruskemmum, þá geta þau valdið tjóni.

Mýs naga rottur geta borið með sér sjúkdóma. Fylgist með músa- eða rottuskít ef ykkur grunar að þið hafið fengið gesti í heimsókn. Einnig að fylgjast með hvort dýrin hafi nagað eitthvað t.d. einangrun.

Ef þið verðið vör við stara, mýs, silfurskottur, geitungabú, hambjöllur eða lús, ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann, sími 6997092

Heimildir:Myndin er fengin úr gögnum sem meindýra og geitungabaninn fékk á námskeiði um garðaúðun hjá Umhverfisstofnun

Hvað er varmasmiður?

Hann er skordýr og lifir á alls konar skordýrum s.s. sniglum og möðkum. Hann veiðir og þykir gott að hafa hann í lífríkinu í garðinum, ekki drepa hann. Hann er talin vera stærsta bjalla á Íslandi. (Sjá grein skrifuð af Lísa Anne Libungan, Gísli Már Gíslason og Tryggvi Þórðarson)

Er ekki frábært að hafa varmasmið sem étur snigla, en þeir eru skaðræðiskvikindi í garðinum og eyðileggja oft jarðarber og fl. Hann aðlagar sig vel að íslenskri náttúru og er m.a. í húsgjörðum, skrúðgarðyrkjugörðum og svo í skóglendi.

 

Ef þig vantar aðstoð t.d. láta eitra fyrir silfurskottu, hambjöllu, könguló, eða öðrum óþolandi skordýrum, músum eða fjarlægja starrahreiður. Set einnig upp varnir ef þú vilt geta fylgst með hvort mýs eða skordýr eru að heimsækja þig. Ekki hika við að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann,  það kostar ekkert.

 Ég prófaði að slá inn á youtbe: Carabus nemoralis og fann þa ágtis myndband um varmasmið. Njótið þess að horfa á dýrið. Það er u.þ.b. 22 mm að lengd sambkæmt upplýsingum á vef Náttúru fræðistofnunar Kópavogs

 

 

Carabus nemoralis (Valle de Bustamores, León)

 

Spurningar sem tengjast skordýrum og fleiri dýrum.

Umhverfisvæn eitrun með Lowland Streaked Tenrec
Hvað heitir ljótasta dýr veraldar?

Eru til eitraðir froskar?
Hvernig veist þú að það er parketlús hjá þér?
Hvaða pöddur eru algengastar í húsum?
Hvað er Ertuygla?
Eru pöddur heima hjá þér?
Hvað eru til margar tegundir af rykmý á Íslandi?
Hvað er Beltasveðja?
Hvað er asparglitta?
Hvað heitir skordýrið sem skemmir grenitré?
Af hverju heitir hambjalla hambjalla?

Eru pöddur í húsum á Íslandi, hvað er til ráða?
Garðaklaufhali, er hann hættulegur?

Er sporðdreki málið þegar kemur að því að útrýma silfurskottu?

 

Heimildir og myndir:

Mynd Varmasmiður: Wikipedia
Mynd, Varmasmiður étur snigil: Náttúrufræðistofnun Íslands
Myndband um Varmasmið: You tubeGrein af interneti: Höfundar: Lísa Anne Libungan, Gísli Már Gíslason og Tryggvi ÞórðarsonStærsta bjalla á Íslandi

 

Umhverfisvæn eitrun með Lowland Streaked Tenrec

Lowland Streaked Tenrec

Lowland Streaked Tenrec

Á vefnum þar sem ljótasta dýr veraldar er sýnt er hægt að skoða annað dýr:Lowland Streaked Tenrec sem er enska heiti þess. Það finnst á eyjunni Madagaskar. Uppáhaldsfæða þess eru helst ormar og skordýr og ef dýrinu er ógnað setur það út broddana og rekur í trýni árásardýrsins. Ég er ekki viss um að ég myndi vilja beita þessari aðferð við að losna við t.d. silfurskottur eða önnur skordýr, en það má kalla hana umhverfisvæna. Hver man ekki eftir fréttinni um sporðdrekann sem átti að éta skordýrin. Ef ég þyrfti að velja á milli Lowland og sporðdreka myndi ég velja hvorugt heldur hringja í geitunga- og meindýrabanann og fá aðstoð.

 

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

 

Madagascan Tenrecs Use Quills To Communicate – Madagascar, Lo

Hver er munurinn á Silfurskottu og Ylskottu?

 

silfurskotta

silfurskotta

Silfurskotta og ylskotta eru af sama stofni þ.e. kögurskottu. Erling Ólafsson skrifaði grein um skotturnar og má lesa nánar um þær hér. Eitt er víst að ylskottan er mun sjaldgæfari en silfurskottan. Ylskottan hefur þó fundist á nokkrum stöðum.

 

 

 

Silfurskotta ljós

Silfurskotta ljós

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Hvernig veist þú að það er parketlús hjá þér?

Parketlús er mjög lítil eða í kringum 1 mm. að lengd. Líklegasta skýringin á að parketlús er til staðar er að ef parket er lagt í nýbyggingu áður en steypa í gólfi er orðin nægilega þurr þá skapast aðstæður fyrir hana. Að öllum líkindum kemur hún með parketinu og nær að klekjast út ef aðstæður eru þannig.

Ef þú verður var við lítið skordýr og ert ekki viss um hvað það er þá er kannski ráð að skapa smáhristing nálægt því. Ef skordýrið hoppar þá er það einkenni hennar, einnig ef þú reynir að króa hana af þá reynir hún líka að stökkva.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Ég sló latneska heit skordýrsins á you tube og fann myndbandð að neðan. Skoðið ef þið viljið kostar ekkert.

Dorypteryx domestica

Má bjóða þér hamgæru að borða?

hamgæra

hamgæra

 Íslandi eru til margar tegundir af skordýrum s.s. hamgæra, silfurskotta, trjákeppur og fl. Talið er að yfir tvær biljónir manna leggi skordýr sér til muns.

Skordýr gætu orðið á matseðlinum hjá fjölda fólks á næstu árum. Nú þegar borða jarðarbúar engisprettur og ýmiskonar skordýr. Á Íslandi er minna um að skordýr séu borðuð en samkvæmt matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna verða skordýr notuð til að fæða fólk sökum þess að matur er af skornum skammti. Lagt er til að bjöllur, fiðrildislirfur og vespur verði á matseðlinum. Til að fræðast betur um hugmyndir að skordýramat, skoðið hér.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Hvað eru til margar tegundir af rykmý á Íslandi?

Það hafa verið greindar um 80 tegundir. Rykmýið eða mýflugan er skordýr og eru af ættbálki tvívængna (Diptera)

 

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Ég prófaði að slá inn “Diptera” á youtube og valdi myndbandið að neðan. Það eru mjög góðar myndir sem sýna rykmý. Sjá myndband að neðan.

Canon Macro Photography compilation. Flies / Diptera insects

 

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Floabit

Floabit

Fullorðnar flær geta lifað í nokkrar vikur án blóðs. Þær koma sér fyrir þar sem er dimmt og helst raki. Staðir eins og rúmföt dýra, teppi og ló finnst þeim gott að vera á. Þær nærast á lífrænu rusli og fullorðnum flóarsaur.
Fullorðnar flær fæða á blóði tegunda sem þeir eru aðlöguð en mun fæða á öðrum dýrum í fjarveru venjulegum her.
Blóð manna getur verið hluti af mataræði flóa en það er afar pirrandi fyrir menn.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

flóabit

flóabit

Best er að eitra og fjarlægja hreiðrið, loka fyrir þannig að starinn komist ekki í hreiðrið í vor þegar hann kemur aftur. Það verðru að vinna verkið rétt. Ef það er ekki gert er hætta á að íbúar í húsinu og jafnvel nærliggjandi húsum verði bitnir af starafló.

Ef stari kemur sér fyrir í húsinu þá er einnig mikill óþrifnaður og hávaði sem fylgir honum. Skíturinn frá honum er sterkur og getur eiðilagt þakjárn. Best er því að ganga þannig frá þaki að ekki sé hætta á að fuglinn geti komið sér fyrir.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Starling imitating Birds / Spreeuw imitatieconcert
Þessi er ekkert að láta trufla sig