Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér, hvað get ég gert?

Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér hvað get ég gert?

starabit

starabit

Það lýsir sér m.a. í hósta og öndunarörðugleikum. Ég hef bent fólki á að ef starrafló eða geitungur bíti eða stingi þá geti það verið hættulegt vegna þess að líkaminn sýni ofnæmisviðrögð. En hvað er ofnæmi.

Ég fann mjög góðar upplýsingar frá Doktor.is og deili því hér með. Skoðið vel textann hér að neðan til að fræðast um bráðaofnæmi, gæti komið sér vel síðar

 

Bráðaofnæmi er lífshættuleg viðbrögð líkamans við
efnum sem hann kemst í snertingu við.

Efni sem geta valdið bráðaofnæmi
· Lyf s.s. sýklalyf og bólgueyðandi gigtarlyf.
· Matur s.s. skelfiskur, hnetur, jarðarber og egg.
· Skordýrabit eða stungur.

Hvað sérðu?
· Skyndileg vaxandi einkenni innan við 30 mínútum eftir snertingu við ofnæmisvaldinn
· Hnerri, hósti.
· Öndunarerfiðleikar, andnauð.
· Blámi í kringum varir og munn.
· Bólga í slímhúð, tungu, munni eða nefi.
· Útbrot.
· Hraður hjartsláttur.
· Ógleði og kviðverkir.
· Svimi.

Hvað gerirðu?
· Hringdu í Neyðarlínuna 112.
· Fjarlægðu ofnæmisvald ef hægt er.
· Aðstoðaðu við notkun adrenalínpenna ef viðkomandi á slíkan.
· Fylgstu með meðvitund og öndun.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands

Bráðaofnæmi myndband frá síðdegisútvarpinu

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starinn gert hreiður?

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starinn gert hreiður?

starri öruggur staður til að vera á

starri öruggur staður til að vera á

Það getur hann. Starinn þarf lítið pláss til að komast í skjól t.d. ef þakkantur eða þakklæðning er ekki í lagi.

Það þarf ekki nema rifu sem er ca. 3 cm til að hann nái að gera hreiður verpa í það og ungarnir eru komnir áður en þú veist af.

Myndin til hliðar er tekin af húsi í reykjavík. Eins og sjá má þá hefur klæðning gefið sig að hluta til.

Það sést ekki vel á myndinni en hreiðrið sem starrinn bjó til er þarna undir þakkantinum.

Til þess að starrinn geti komist í hreiðrið  verður hann að fljúga upp með kantinum og skjóta sér niður um smárifu.

Klæðning rofin

Klæðning rofin

Myndin til hliðar sýnir hluta klæðningar. Það er búið að rjúfa hana til að sjá betur hvort það séu komin egg í hreiðrið.

Þess má geta að óvenjulíið er af skít eftir starann á þakinu en það eru samt greinileg ummerki. Það er ekki vitað hvort hreiðrið var þarna líka á síðasta ári.

 

 

starraungar í hreiðri

starraungar í hreiðri

Ungar í starahreiðir fimm talsins, teljið bara goggana til að átta ykkur á fjölda þeirra.

Ef ykkur vantar aðstoð til að fjarlægja starrahreiður, eitra og loka þannig að hann komist ekki aftur að ári, þá verður að vinna verkið vel, sérstakleg vegna starraflóarinnar. Ekki hika við að hafa samband í síma 6997092

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Ef það er starahreiður í þak kant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Góð spurning, en stutta svarið er að best er að láta fagmann um verkið t.d. geitunga- og meindýrabanann til að fjarlægja starrahreiðrið.

Ástæðan er sú að starranum fylgir fló. Hún lifir á starranum, og þegar starrinn býr sér til hreiður, þá verpir flóin í hreiðrið, og þau egg klekjast svo út árið eftir.

Ef það er enginn starri til staðar í hreiðrinu, þá fer flóin af stað að leita að blóði, og já þá eru mennirnir í húsinu góð fórnarlömb ;).

aðstoð

aðstoð starri, starahreiður, geitungur, könguló

Því myndi ég láta meindýraeyði, eitra, fjarlægja hreiðrið, eitra eins og þarf og loka á snyrtilegan hátt því yfirleitt blasir staðurinn við fólki.

Kostnaðinn við það, eins og annað viðhald ber sá sem á íbúðina (leigusalinn).

Varðandi verð, þá myndi ég bara hringja í meindýra- og geitungabanann og fá hann á staðinn

Starrafló er að bíta mig hvað get ég gert (fleiri ráð)?

Starrafló er að bíta mig hvað get ég gert (fleiri ráð)?

uppandleggur floarbit

uppandleggur floarbit

Það er andstyggilegt þegar stara fló bítur. Því fylgir oftast mikill kláði sem getur varað í vikutíma jafnvel lengur. Staraflóin á það til að leggjast á fólk en það er vegna þess að starrinn kemst ekki í hreiðrið kannski af því að því hefur verið lokað en ekki rétt gengið frá.

Ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann eða hringja í 6997092

1. Mildison lipid 1%
2. Passa vel gæludýrin t.d. hundar og kettir en þau geta borið með sér flær
3. Útvega sér flóaól á dýrin, setja flóaól undir koddann
4. Bitpennanum after bite og svo mikið af aloverageli á kláðann.
5. Pennar sem gefa einhvers konar rafmagnsstuð, það róar aðeins bitsvæðið
6. Pevaryl sveppakrem á kláðabólurnar
7. Staðdeyfi smyrsli
8. Safi úr lime, smá á puttann og á bitið , svo strax á eftir ólívuolía
9. Ekki klóra
10. Deyfikremið heitir Xilocain og snarvirkar á kláðann
11. Prófa að taka B vítamín til að koma i veg fyrir bit
12. Uppleystar b vítamína töflur í gluggakisturnar til að halda flónni úti
13. Ofnæmistöflur og xilocain
14. dropa af óblandaðri lavander-ilmkjarnaolíu
15. Kartöflumjöl
16. Edik
17. mentolkrem

 

Ef ykkur vantar aðstoð vegna starra geitungabúa eða annarra óvelkominna gesta ekki hika við að hafa samband eða hringja í 6997092

Getur starri gert hreiður í gasgrillinu uppi á þriðju hæð?

Getur starri gert hreiður í gasgrillinu uppi á þriðju hæð?

starri upp á þaki

starri upp á þaki, mynd tekin af Júlíus

Já það getur hann. Júlíus Jóhannsson sendi mér myndir af staranum eftir að hann var búinn að fjarlægja stara hreiðrið.

Hann sagðist hafa opnað gasgrilli en það voru bara komin nokkkur strá, engin  egg eða ungar. Grillið fór út fyrir hús, kveikt var upp í því og stráin brennd.

Ég tel að Júlíus hafi gert það eina rétta sem hægt var að gera. Síðan var geitunga og meindýrabaninn kallaður til og eitraði hann fyrir starafló ef einhver skildi vera og um leið voru svalir eitraðar fyrir könguló, frábært hjá Júlíusi að slá

Starri að koma með efni í hreiðrið

Starri að koma með efni í hreiðrið

tvær flugur í einu höggi.

Ég þakka Júlíusi fyrir myndirnar og hef fengið góðfúslegt

leifi hjá honum að birta þær á geitungabu.is, takk fyrir Júlíus

 

 

 

Hænsnafló yfirleitt kölluð starfló, en þetta er einmytt skordýrið sem er að bíta ykkur ef svo illa skyldi fara að hún finni ykkur.

En hvers á starrinn að gjalda hann er flottur fugl bjargar sér finnur stað til að gera hreiður færir ungunum fæðu. Það eru allir spörfuglar með flóna en einhvern veginn þá hefur starrin verið kenndur við hana.

Skógarþröstur, svartþröstur og maríuerla eru líka með hænsnafló.

 

 

kisa_floarol

kisa_floarol

Munið eftir gæludýrunum, útvegið ykkur flóaról og setjið á kisuna eða hundinn. Þau geta borið flóna með sér og starraflóin endar síðan í rúminu hjá ykkur og bítur, kláðinn kemur og varirir í viku samkvæmt eigin reynslu, ekki bíða með að gera eða eins og sagt er ekki gera ekki neitt, meindýra og geitungabaninn kemur og aðstoðar.

 

Heimildir: Mynd af neti starafló
Júlíus Jóhannsson: Myndir að ofan af starra

Hvernig veit ég hvar starrahreiður er í húsinu?

Hvernig veit ég hvar starrahreiður er í húsinu?

stari i glugga

stari i glugga

Fylgjast með flugi hans
Hlusta eftir hávaða
Fylgjast með hvar hann er
Koma auga á skítinn
Lyktin leynir sér oft ekki
Flóarbit gefur vísbendingu

 

stari

starri á þakkant

Það leynir sér ekki. Ef þú ert var við að starrinn er að fljúga upp að húsinu þá er að fylgjast vel með hvar hann fer.

Ef þú sérð hann tilla sér upp á þaki þakkanti eða mæni þá er líklegt að starahreiðrið sé nálægt. Það er þó ekki víst að það sé í húsinu þínu en gæti verið hjá nágrannanum.

Auglsjósasta merkið er auðvitað ef þú sérð hvar fuglinn flýgur í hreiðrið, einnig ef þú sérð skít sem er ljós eða hvítur.

Það getur verið allt útskitið bara á nokkrum dögum. Skíturinn situr fastur og getur þurft

að skrúbba hann í burtu, en skítur úr starra getur líka valdið skemmdum á þakjárni.

stari ver sitt svæði

stari ver sitt svæði

Ef þú ert bitinn þá er það ekki endilega af því að það er starrahreiður í húsinu hjá þér það getur líka verið frá nágrannanum, eða að gæludýr eins og hundar og kettir beri starraflóna með sér, hún leitar að fórnarlambi og sýgur blóð.

 

 

 

Til að koma í veg fyrir að

Flóabit

Flóabit hendur

húseigandi verði fyrir ónæði af völdum starra, að hann nái að búa sér til hreiður þá eru fyrirbyggjandi aðgerðir bestar, að loka áður en hann kemur sér fyrir. Þá er tilvalið að kalla til geitunga- og meindýrabanann eða hringja. ( 699-7092)

 

 

 

Nýlegar spurningar:

 Hvernig veit ég hvar starra hreiður er í húsinu?

Starrahreiður í þakkant, hvað get ég gert?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Heimildir

Myndir af neti: Stari á þakkant     –     Starri ver sitt svæði  –    Flóabit, hendur

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

stari i glugga

stari i glugga

Mjög líklega er starahreiður í húsinu eða gæludýr gætu verið að bera inn fló. Það er ekkert óalgengt að kettir eða hundar geti borið með sér fló. Ef það gerist getur flóin lagst á fólk og sogið blóð til að lifa af.

Gott ráð er því að athuga hvort starahreiður sé í húsinu, ef það er þá þarf að eitra og loka þannig að starinn geti ekki komist í hreiðrið en það verður að gera það rétt. Ef það eru komin egg eða ungar má ekki eiga við hreiðrið fyrr en ungar eru farnir en það er vegna  þess að starinn er friðaður fugl.

Flóabit

Flóabit

Ef köttur er á heimilinu þá gæti verið gott ráð að setja flóaról á hann. Ef fólk sem býr í húsinu er bitið t.d. á næturnar þarf að eitra í kring um rúm.

Ég rakst á ágæta grein þar sem hægt er skoða ráðleggingar og er hún hér.

Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband við meintýra- og geitungabanann, 6997092

 

Heimildir:
Mynd af neti: Stari í glugga, Flóabit

Af hverju bítur starfló?

Af hverju bítur starfló?

 

Það er með staraflóna eins og önnur dýr, þau verða að fá einhverja fæðu. Ef stari hefur t.d. gert hreiður í nokkur sumur á sama stað en kemur eitt vorið að luktum dyrum þá er illt í efni ef ekkert er að gert. Flærnar vilja fá að éta og ef fuglinn kemur ekki þá er ekkert fyrir hana að hafa.

Hún fer því af stað í fæðuleit og leitar uppi fórnarlömb t.d. hunda og ketti, menn og sýgur blóð. Ofnæmisviðbrögð láta ekki á sér standa og fylgir bitunum yfirleitt mikill kláði og vanlíðan. Varast ber að klóra sér heldur reyna að kæla eða bera áburð á kláðastaðinn.

kisa með mús á heilanum

Skyldi kötturinn bera með sér strafló’

Gæludýr eins og hundar og kettir geta hæglega borið með sér flær. Gott ráð er að setja flóaól á þau og jafnvel klippa flóaról í litla búta og setja undir koddan í rúminu ef einhver grunur leikur á að fló sé þar.

Það er samt lykt af ólinni sem sumun líkar ekki og er þá lítið við því að gera. Einnig gæti verið gott ráð að loka gluggum en ef ykkur vantar aðstoð þá er um að gera að hafa samband  við geitunga- og meindýrabanann, sími 6997092

 

Geta starar slegist?

Geta starar slegist?

Star

Stari

Hafið þið lesendur góðir veit því athygli hvernig hljóðin í fuglum þar með taldir stararnir eru að breytast um þessar mundir. Frábært veður búið að vera og fuglarnir hafa sungið og glatt okkur um nokkra vikna skeið. En núna þá eru hljóðin að breytast, þeir láta frekar ófriðlega þegar gengið er nálægt þeim, en það gæti verið vegna þess að egg er komin í hreiður og þá þarf að verja sitt.

Munið eftir að passa ykkur á staraflónni því hún getur verið ansi hvimleið og þess vegna er mikilvægt að bregðast fljótt við ef vart verður við starahreiður í húsinu eða nálægum húsum. Það getur verið mjög vont að lenda í að starafló bíti, eigin reynsla er vika í kláða.

Ég rakst á myndband á mbl. is og langar að deila því með ykkur en þar eru tveir starar að kljást. Starar að slást

Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, náði myndbandi af tveimur störum sem blaðamenn mbl.is þóttust vissir um að væru innileg ástaratlot. Jóhann segir svo ekki vera þó hann minnist þess ekki að hafa séð önnur eins slagsmál á milli tveggja stara.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður og eitra fyrir starafló ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann, síminn er 6997092 og netfangið er 6997092@gmail.com

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Floabit

Floabit

Fullorðnar flær geta lifað í nokkrar vikur án blóðs. Þær koma sér fyrir þar sem er dimmt og helst raki. Staðir eins og rúmföt dýra, teppi og ló finnst þeim gott að vera á. Þær nærast á lífrænu rusli og fullorðnum flóarsaur.
Fullorðnar flær fæða á blóði tegunda sem þeir eru aðlöguð en mun fæða á öðrum dýrum í fjarveru venjulegum her.
Blóð manna getur verið hluti af mataræði flóa en það er afar pirrandi fyrir menn.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill