Hvernig hegðar starraflóin sér?

Hvernig hegðar starraflóin sér?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Ég hef fengið fyrirspurnir varðandi staraflóna. Fólk veltir því fyrir sér hvort það verði bitið ef það er komið starahreiður í húsið.

Það er alltaf möguleiki á að fólk verði bitið en ef rétt er staðið að málum má minnka líkur. Ég hef fundið ágæta umfjöllun um starfló á netinu.

Að neðan eru nokkur atriði  sem geta útskýrt betur hvernig staraflóin hegðar sér.

 

Flóabit

Flóabit fætur

Starafló er í raun fuglafló. Hún lifir á spörfuglum og hefur fundist á hænum.

Til eru fleiri tegundir eins og rottufló og mannafló, en þeim hefur fækkað mjög undanfarin ár en þó finnast dæmi um þær á hverju ári.

En hvernig er lífsferill staraflóar?

Fullorðnar flær skríða úr púpum sínum snemma á vorin til að leggjast á starann þegar hann kemur í hreiðrið

kisa með mús á heilanum

Kötturinn getur hæglega borið með sér fló í feldinum. Hann leggst síðan í rúmið og þá getur flóin bitið

Starinn er bitinn og verpir flóin hreiðrið

Að nokkrum dögum liðnum klekjast lirfur klekjast úr eggjum, vaxa og dafna í hreiðrinu

Þær púpa sig þegar þær eru fullvaxnar. Í púpunum dvelja þær í hreiðrinu þar til starinn kemur um vorið.

Þær eiga það til að skríða úr púpum sínum ef hlýnar t.d. á haustin eða um vetur.

Það er því alltaf möguleiki á að fló bíti þó að starinn sé löngu farinn úr hreiðrinu

Þakkantur

Séð undir þakkant, búið að loka en hreiður ekki fjarlægt, afleiðing 14 bit

Það er ekkert víst að flóin fari á stjá þó að stari gerir sér hreiður í þakkanti eða á öðrum stað í húsinu.

Vandamálið verður til ef starrinn vitjar ekki  hreiðursins vorið eftir. Þess vegna er mikilvægt að vinna verkið rétt til að minnka líkur á eða koma í veg fyrir að starafló bíti.

Þá á máltækið “það er ekki flóarfriður á heimilinu” vel við
 

 

 

starri öruggur staður til að vera áGefum okkur að lokað hafi verið fyrir inngönguleið starans og ekki eitrað og hreiður fjarlægt.

Flærnar skríða úr púpunni. Þær eru mjög svangar og leita að staranum eða réttara sagt blóði hans.

Ef hann kemur ekki í hreiðrið þá fara þær af stað, stökkva á allt sem á leið um hvort sem það eru menn eða gæludýr.

flær

Lífsferill flóar

Þannig getur flóin borist inn á heimili fólks geta í þessu sambandi virkað sem flóaferjur enda eiga flær auðvelt með að halda sér í feld dýranna.

Ef starahreiður er í húsi nágrannans er möguleiki á að starafló geti borist til þín, en allt eins að það gerist ekki.

Mikilvægast af öllu er að fólk sé sammála um að vinna saman að því að leisa vandamálið. Góð leið til þess er að kalla til fagmann.

Getur starafló bitið mig ef það er stari í fuglahúsi í garðinum?

Getur starafló bitið mig ef það er stari í fuglahúsi í garðinum?

stari_fuglahus

stari við fuglahús

Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Það er möguleiki, en sennilega litlar líkur á að starfló nái að bíta.

Myndin til hliðar sýnir fuglahús úti í garði sem ég sá í gær. Ef grannt er skoðað sést stari með orm sem hann er að færa ungunum.

 

stari med orm

stari med orm

En það sem gæti gerst er að ef kötturinn er að sniglast í kringum hreiðrið þá getur hann borið fló með sér inn.

Það getur líka verið að kötturinn beri fló með sér annars staðar frá. Það er flær á öðrum fuglum líka eins og skógarþröstum.

Kötturinn getur klifrað upp á þak eða tré þar sem er hreiður og þannig kemst flóin á hann. Það getur því þurft að hafa köttinn inni þegar fuglinn er að verpa en ef kötturinn er vanur að ganga laus þá er það erfitt.

skógarþröstur

skógarþröstur

Ekki má gleima hundinum hann getur líka fengið fló á sig t.d. eftir göngutúr.

Ef fuglinn kemur ekki aftur í húsið að ári þá fer flóin af stað. Það sem væri hægt að gera þegar starinn hefur yfirgefið hreiður:

  • Láta fagmann vinna verkið
  • Eitra hreiður og nágrenni þess
  • Fjarlægja hreiður
  • Loka inngönguleið
  • Koma í veg fyrir að lirfur verði að fullorðnum flóm næsta vor
ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Ef ekkert er að gert þá fara flærnar á flakk.

Þær eru mjög svangar og vilja blóðið úr staranum.

Ef hann er ekki til staðar þá finna þær sér fórnarlömb.

Það styttist í að fyrstu ungarnir yfirgefi hreiðrið. Þá er gott að fjarlægja hreiðrið

Ég gæti trúað að á þessum árstíma séu flær algengar sér í lagi þar sem starahreiður eru yfirfirgefin og hundar og

Geitungar úr geitungagildrunni, nærmynd líklega trjágeitungur

Geitungar

kettir eru.

Þess vegna er mikilvægt að bergaðst við til að minnka líkur á að starrafló bíti.

Ef hún bítur þá koma útbrot og kláði sem getur varað í allt að viku eða lengur samkvæmt eigin reynslu.

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt.

 

Flóabit

Flóabit – útbrot

Að neðan eru nokkur ráð sem ég hef fundið og langar að deila með ykkur.

Ég veit ekki hvort þau virka á  ykkur en ég hef einungis tekið saman það sem ég hef fundið.

Ef þið vitið um fleiri eða önnur ráð endilega láta vita. Það er nauðsynlegt að leita læknis ef einhver vafi leikur á að ofnæmisviðbrögð eru mikil.

 

1. Mildison lipid 1%
2. Passa vel gæludýrin t.d. hundar og kettir en þau geta borið með sér flær
3. Útvega sér flóaól á dýrin, setja flóaól undir koddann
4. Bitpennanum after bite og svo mikið af aloverageli á kláðann.
5. Pennar sem gefa einhvers konar rafmagnsstuð, það róar aðeins bitsvæðið
6. Pevaryl sveppakrem á kláðabólurnar
7. Staðdeyfi smyrsli
8. Safi úr lime, smá á puttann og á bitið , svo strax á eftir ólívuolía
9. Ekki klóra
10. Deyfikremið heitir Xilocain og snarvirkar á kláðann
11. Prófa að taka B vítamín til að koma i veg fyrir bit
12. Uppleystar b vítamína töflur í gluggakisturnar til að halda flónni úti
13. Ofnæmistöflur og xilocain
14. dropa af óblandaðri lavander-ilmkjarnaolíu
15. Kartöflumjöl
16. Edik
17. mentolkrem

 

Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?

Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Gafl á húsi

Gafl á húsi – skítur eftir stara

Það fer að líða að því að staraungarnir yfirgefi hreiðrið. Ég gæti trúað að miðað við hljóðin í staranum þá fari að líða að því að þeir taki flugið.

Myndin til hliðar sýnir ummerki eftir stara. Undir þakskegginu eru hreiður það leynir sér ekki.

Ummerki sýna mikinn fuglaskít eftir starann. Skíturinn hefur fallið niður eftir klæðningunni, mikil vinna að þrífa.

Það er skynsamlegt að eitra hreiðrið og nærumhverfi. Nauðsynlegt er að fjarlægja hreiðrið, eitra aftur og loka inngönguleið starans. Ef það er ekki gert er hætta á að fólk verði bitið.

Það leynir sér ekki ef þeir eru enn í hreiðrinu. En hvað bendir til þess að ungar séu í hreiðrinu?

  • Starrinn kemur með æti í hreiður t.d. orm
    • Starrinn gargar endalaust ef einhver er nálægt hreiðrinu
  • Mikill hávaði er í ungum, þeir eru alltaf sísvangir
  • Óþrifnaður utan á húsi og við hús t.d. staura eykst

Þegar fuglinn hættir að koma og ekkert heyrist í ungum þá er um að gera að fjarlægja starrahreiðrið. Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband eða hringja í 6997092

ormur

Trjámaðkur

Grasmaðkurinn er byrjaður að éta laufið á birkitrénu. Ég sá í dag á nokkrum stöðum maðkinn í laufinu.

Myndin sem ég tók sýnir orminn. Hann er ekki mjög stór en er byrjaður að vefja blöðunum um sig.

Hann á eftir að stækka, en um leið þá stórsér á laufi trjánna.

Það er hægt að eitra fyrir honum en verður erfiðar að eiga við hann eftir því sem hann nær að verja sig.

gullsópur

Gullsópur

Gróðurinn hefur tekið heilmikið við sér. Hitastig er hækkandi og fer líklega ekki neðar en 8°C á næturna.

Á daginn fer hitastigið í 14 – 15°C og enn hærra þar sem sólin skín og skjól er.

Ég rakst á þennan fallega gullsóp í dag sem brosti til allra sem leið áttu hjá.

Lyktin var góð en dálítið sterk. Njótið myndarinnar

 

Myndir: Egill Þór Magnússon, teknar í Mosfellsbæ 31. maí 2014

Skoðið að neðan efni tengt stara

Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?

Starahreiður í blokk, hvað geri ég?

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

Getur kötturinn komið inn með starrafló?

Ef það eru komnir ungar í starahreiður má fjarlægja hreiður?

Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér hvað get ég gert?

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starri gert hreiður?

Hvernig leikur stari sér?

Hvar gerir starinn hreiður?

Það er gamalt hreiður í þakkant, hvað geri ég?

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Starafló er að bíta mig hvað get ég gert?

Getur starri gert hreiður í gasgrilllinu upp á þriðju hæð?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Hvaða fuglategund syngur mest?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað eru meindýr?

Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Hvernig get ég nálgast geitunga- og meindýrabanann?

 

 

 

 

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

hus 101 reykjavík

hus 101 reykjavík

Hvað geri ég ef starinn er búinn að gera hreiður í þakkantinum hjá mér?
Það eru komnir ungar. Getur flóin bitið mig eða aðra sem búa í húsinu? Er flóin hættuleg?
Verður kláðinn óbærilegur? Stendur kláðinn í marga daga?
Hvað er best að gera?

Það sem er best að gera er að láta starrann klára að koma ungunum á legg. Það er vegna þess að bannað er samkvæmt lögunum að eiga við hann. Þegar starinn fer úr

stari i glugga

stari i glugga

hreiðrinu ásamt ungunum þá er rétti tíminn til að bregðast við. En hvað á ég að gera?

Hafðu t.d. samband við meindýra- og geitungabanann eða hringdu í 6997092 og fáðu ráðleggingar.

Mínar ráðleggingar til ykkar eru þessar þegar starinn og ungar eru farnir.

 

  • Eitra hreiður og nágrenni þess
  • Fjarlægja hreiður
  • Eitra aftur
  • Loka þannig að stari geti ekki komist aftur til að verpa

Ef verkið er unnið rétt þá eru minni líkur á að fólk verði bitið af flónni.
Það er samt aldrei hægt að lofa því, vegna þess að alltaf er möguleiki
á að ekki náist í allar.

Eins er  möguleiki á að fólk verði fyrir biti annars staðar.
Það er ekki víst að allir séu sáttir við þetta svar en mér
finnst betra að svara svona þó það verði til þess að
verkefnið fari annað.
Þá er í það minnsta ekki verið að lofa upp í ermina á sér.

 

 

Getur kötturinn komið inn með starfló?

Getur kötturinn komið inn með starfló?

kisa upp á þaki

kisa upp á þaki

Það eru miklar líkur á því. Ég varð vitni að því í dag. Í tveimur tilfellum sá ég ketti vera uppi á þaki.

Ég sá að köttur var kominn upp á þak þar sem starri var með hreiður og ungar komnir.

Starinn var í tré rétt hjá og fylgdist grannt með kettinum sem reyndi að krafsa þar sem ungarnir voru.

 

Starahreiður

Starahreiður

Kötturinn náði ekki til ungana og gafst upp að lokum en hvort hann bar með sér staraflóinn það er önnur saga.

 

 

 

 

 

kisa grá

kisa grá

Hinn kötturinn var

eiginlega skemmtilegri.

Ég gekk að honum og hann hörfaði þar til hann var kominn að sínu húsi. Þá tók hann á rás og stökk upp lóðrétta 4*4 tommu spítu ca. tveggja metra háa, þaðan upp á þak og ofan í þakkantinn.

 

Það sem var fyndið er að upp úr stóð ca. 5 cm af skottinu. Þar sem þakkanturinn er var örugglega starahreiður og mjög miklar líkur á að hann beri með sér

starabit

starabit

starafló inn.

Lærdóminn sem má læra af þessum dæmum er að loka öllum leiðum sem starinn getur hugsanlega komist í.

Ef það er gert þá getur starrinn ekki gert hreiður og þar af leiðani kemur engin fló, eins og sagt er byrgið brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.

 

heimildir

Myndir: kisa

 

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starinn gert hreiður?

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starinn gert hreiður?

starri öruggur staður til að vera á

starri öruggur staður til að vera á

Það getur hann. Starinn þarf lítið pláss til að komast í skjól t.d. ef þakkantur eða þakklæðning er ekki í lagi.

Það þarf ekki nema rifu sem er ca. 3 cm til að hann nái að gera hreiður verpa í það og ungarnir eru komnir áður en þú veist af.

Myndin til hliðar er tekin af húsi í reykjavík. Eins og sjá má þá hefur klæðning gefið sig að hluta til.

Það sést ekki vel á myndinni en hreiðrið sem starrinn bjó til er þarna undir þakkantinum.

Til þess að starrinn geti komist í hreiðrið  verður hann að fljúga upp með kantinum og skjóta sér niður um smárifu.

Klæðning rofin

Klæðning rofin

Myndin til hliðar sýnir hluta klæðningar. Það er búið að rjúfa hana til að sjá betur hvort það séu komin egg í hreiðrið.

Þess má geta að óvenjulíið er af skít eftir starann á þakinu en það eru samt greinileg ummerki. Það er ekki vitað hvort hreiðrið var þarna líka á síðasta ári.

 

 

starraungar í hreiðri

starraungar í hreiðri

Ungar í starahreiðir fimm talsins, teljið bara goggana til að átta ykkur á fjölda þeirra.

Ef ykkur vantar aðstoð til að fjarlægja starrahreiður, eitra og loka þannig að hann komist ekki aftur að ári, þá verður að vinna verkið vel, sérstakleg vegna starraflóarinnar. Ekki hika við að hafa samband í síma 6997092

Hvernig leikur starinn sér

Hvernig leikur starinn sér?

starri ad leika ser

veldu myndina til að sjá leikinn

Þegar kemur fram í júlí ágúst fer starinn að leika sér. Ef vel tekst til með varp þá getur hann fjölgað sér gríðarlega.

Starrinn getur verpt oftar en einu sinni á sumri oft tvisvar. Ef hann nær að koma öllum ungunum á legg þá geta allt í einu verið komnir tíu einstklingar.

Myndina fann ég á netinu og sýnir hvað þeir eru flinkir að fljúga. Það er í raun frábært að þeim skuli tatkast að búa til svona sveipi án þess að fljúga á hvern annan. Sjá grein hér.

 

Og svo er slakað á

starafundur

starafundur

 

 

 

 

 

 

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Litlu sætu ungarnir þurfa sitt til að stækka en lítð fer fyrir þeim í hreiðrinu.

Að vísu þá fylgir smágalli en það er starafló. Hún er skaðræðisvaldur ef hún fer á stjá og bítur þá.

Bitið veldur miklum kláða og útbrotun. Það er er hættulegt er ef mikið verður um starrabit því það getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

Ráðlegt er að leita til læknis ef einhver vafi leikur á því að viðkomandi sé með ofnæmi. Ef þú vilt fá nokkur ráð varðandi starrabit, skoðaðu hér

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Ef ykkur vantar aðstoð við að eitra fyrir staraflónni og fjarlægja hreiður og loka þannig að hann komist ekki aftur á næsta ári.

Ekki hika við að hafa samband eða hringja í 699-7092 og ég kem að vörmu spori.

Mikilvægt er að vinna verkið rétt til að koma í veg fyrir að staraflóin bíti eftir ár.

 

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Ef það er starahreiður í þak kant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Góð spurning, en stutta svarið er að best er að láta fagmann um verkið t.d. geitunga- og meindýrabanann til að fjarlægja starrahreiðrið.

Ástæðan er sú að starranum fylgir fló. Hún lifir á starranum, og þegar starrinn býr sér til hreiður, þá verpir flóin í hreiðrið, og þau egg klekjast svo út árið eftir.

Ef það er enginn starri til staðar í hreiðrinu, þá fer flóin af stað að leita að blóði, og já þá eru mennirnir í húsinu góð fórnarlömb ;).

aðstoð

aðstoð starri, starahreiður, geitungur, könguló

Því myndi ég láta meindýraeyði, eitra, fjarlægja hreiðrið, eitra eins og þarf og loka á snyrtilegan hátt því yfirleitt blasir staðurinn við fólki.

Kostnaðinn við það, eins og annað viðhald ber sá sem á íbúðina (leigusalinn).

Varðandi verð, þá myndi ég bara hringja í meindýra- og geitungabanann og fá hann á staðinn

Getur starri gert hreiður í gasgrillinu uppi á þriðju hæð?

Getur starri gert hreiður í gasgrillinu uppi á þriðju hæð?

starri upp á þaki

starri upp á þaki, mynd tekin af Júlíus

Já það getur hann. Júlíus Jóhannsson sendi mér myndir af staranum eftir að hann var búinn að fjarlægja stara hreiðrið.

Hann sagðist hafa opnað gasgrilli en það voru bara komin nokkkur strá, engin  egg eða ungar. Grillið fór út fyrir hús, kveikt var upp í því og stráin brennd.

Ég tel að Júlíus hafi gert það eina rétta sem hægt var að gera. Síðan var geitunga og meindýrabaninn kallaður til og eitraði hann fyrir starafló ef einhver skildi vera og um leið voru svalir eitraðar fyrir könguló, frábært hjá Júlíusi að slá

Starri að koma með efni í hreiðrið

Starri að koma með efni í hreiðrið

tvær flugur í einu höggi.

Ég þakka Júlíusi fyrir myndirnar og hef fengið góðfúslegt

leifi hjá honum að birta þær á geitungabu.is, takk fyrir Júlíus

 

 

 

Hænsnafló yfirleitt kölluð starfló, en þetta er einmytt skordýrið sem er að bíta ykkur ef svo illa skyldi fara að hún finni ykkur.

En hvers á starrinn að gjalda hann er flottur fugl bjargar sér finnur stað til að gera hreiður færir ungunum fæðu. Það eru allir spörfuglar með flóna en einhvern veginn þá hefur starrin verið kenndur við hana.

Skógarþröstur, svartþröstur og maríuerla eru líka með hænsnafló.

 

 

kisa_floarol

kisa_floarol

Munið eftir gæludýrunum, útvegið ykkur flóaról og setjið á kisuna eða hundinn. Þau geta borið flóna með sér og starraflóin endar síðan í rúminu hjá ykkur og bítur, kláðinn kemur og varirir í viku samkvæmt eigin reynslu, ekki bíða með að gera eða eins og sagt er ekki gera ekki neitt, meindýra og geitungabaninn kemur og aðstoðar.

 

Heimildir: Mynd af neti starafló
Júlíus Jóhannsson: Myndir að ofan af starra