Starrabit, kláði hvað er til ráða?
Til að sem flestir fái neðangreindar upplýsingar prófa ég að nota orðið “starri” en sumir kalla starann starra.
Ef starraflóin (er í rauninni hænsnafló sem er á spörfuglum eins og stara og skógarþresti) bítur þá framkallaar líkaminn oft ofnæmisviðrögð en þeim fylgja oft mikill kláði. Hvað er hægt að gera varðandi kláðann.
Ég fann nokkur ráð og langar að deila þeim með ykkur, en það er vegna þess að ég veit af eigin raun að kláðinn getur verið andstyggilegur og varað í viku eða lengur, en hér koma ráðin. það skal tekið fram að ég veit ekki hvað er best af þessu en vonandi getur einhver nýtt sér ráðin. Best er að fá upplýsingar hjá lækni eða heimsækja apótek
1. Mildison lipid 1%
2. Passa vel gæludýrin t.d. hundar og kettir en þau geta borið með sér flær
3. Útvega sér flóaól á dýrin, setja flóaól undir koddann
4. Bitpennanum after bite og svo mikið af aloverageli á kláðann.
5. Pennar sem gefa einhvers konar rafmagnsstuð, það róar aðeins bitsvæðið
6. Pevaryl sveppakrem á kláðabólurnar
7. Staðdeyfi smyrsli
8. Safi úr lime, smá á puttann og á bitið , svo strax á eftir ólívuolía
9. Ekki klóra
10. Deyfikremið heitir Xilocain og snarvirkar á kláðann
11. Prófa að taka B vítamín til að koma i veg fyrir bit
12. Uppleystar b vítamína töflur í gluggakisturnar til að halda flónni úti
13. Ofnæmistöflur og xilocain
14. dropa af óblandaðri lavander-ilmkjarnaolíu
Ef ykkur vantar aðstoð vegna starra geitungabúa eða annarra óvelkominna gesta ekki hika við að hafa samband eða hringja í 6997092
Heimildir
Mynd af neti: flóabit