Starahreiður í eldhústúðunni

Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Vantar þig að losna við starahreiður
eða aðstoð? hafðu samband 6997092

Þessi hattur var rétt við lofttúðuna. Takið eftir rörinu sem er opið, næsti staður

Þessi hattur var rétt við lofttúðuna. Takið eftir rörinu sem er opið, næsti staður

Eins og svo oft áður er
með ólíkindum hve starrinn
er flinkur að koma sér fyrir.

Hann þarf mjög lítið
pláss til að komast inn.

Hreiðrið hans var inni
í röri frá eldhúsinu.

Hann fór inn í rörið utan frá. Continue reading

Hvernig hegðar starraflóin sér?

Hvernig hegðar starraflóin sér?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Ég hef fengið fyrirspurnir varðandi staraflóna. Fólk veltir því fyrir sér hvort það verði bitið ef það er komið starahreiður í húsið.

Það er alltaf möguleiki á að fólk verði bitið en ef rétt er staðið að málum má minnka líkur. Ég hef fundið ágæta umfjöllun um starfló á netinu.

Að neðan eru nokkur atriði  sem geta útskýrt betur hvernig staraflóin hegðar sér.

 

Flóabit

Flóabit fætur

Starafló er í raun fuglafló. Hún lifir á spörfuglum og hefur fundist á hænum.

Til eru fleiri tegundir eins og rottufló og mannafló, en þeim hefur fækkað mjög undanfarin ár en þó finnast dæmi um þær á hverju ári.

En hvernig er lífsferill staraflóar?

Fullorðnar flær skríða úr púpum sínum snemma á vorin til að leggjast á starann þegar hann kemur í hreiðrið

kisa með mús á heilanum

Kötturinn getur hæglega borið með sér fló í feldinum. Hann leggst síðan í rúmið og þá getur flóin bitið

Starinn er bitinn og verpir flóin hreiðrið

Að nokkrum dögum liðnum klekjast lirfur klekjast úr eggjum, vaxa og dafna í hreiðrinu

Þær púpa sig þegar þær eru fullvaxnar. Í púpunum dvelja þær í hreiðrinu þar til starinn kemur um vorið.

Þær eiga það til að skríða úr púpum sínum ef hlýnar t.d. á haustin eða um vetur.

Það er því alltaf möguleiki á að fló bíti þó að starinn sé löngu farinn úr hreiðrinu

Þakkantur

Séð undir þakkant, búið að loka en hreiður ekki fjarlægt, afleiðing 14 bit

Það er ekkert víst að flóin fari á stjá þó að stari gerir sér hreiður í þakkanti eða á öðrum stað í húsinu.

Vandamálið verður til ef starrinn vitjar ekki  hreiðursins vorið eftir. Þess vegna er mikilvægt að vinna verkið rétt til að minnka líkur á eða koma í veg fyrir að starafló bíti.

Þá á máltækið “það er ekki flóarfriður á heimilinu” vel við
 

 

 

starri öruggur staður til að vera áGefum okkur að lokað hafi verið fyrir inngönguleið starans og ekki eitrað og hreiður fjarlægt.

Flærnar skríða úr púpunni. Þær eru mjög svangar og leita að staranum eða réttara sagt blóði hans.

Ef hann kemur ekki í hreiðrið þá fara þær af stað, stökkva á allt sem á leið um hvort sem það eru menn eða gæludýr.

flær

Lífsferill flóar

Þannig getur flóin borist inn á heimili fólks geta í þessu sambandi virkað sem flóaferjur enda eiga flær auðvelt með að halda sér í feld dýranna.

Ef starahreiður er í húsi nágrannans er möguleiki á að starafló geti borist til þín, en allt eins að það gerist ekki.

Mikilvægast af öllu er að fólk sé sammála um að vinna saman að því að leisa vandamálið. Góð leið til þess er að kalla til fagmann.