Þakkantur
Það er gamalt starraheiður í þakkant, hvað geri ég?
Tilvalið að tala við meindýra- og geitungabanann eða hringja í 699-7092
Ef það er starahreiður í þaki eða þakkant þá er um að gera að fjarlægja það sem fyrst. En hvers vegna ætti að gera það?
Ástæðan er sú að ef ekkert er að gert þá getur flóin farið af stað og bitið. Ef starrinn kemst ekki í hreiðrið t.d. vegna þess að búið er að loka án þess að fjarlægja hreiðrið þá fer flóin í stað að leita sér að fæðu.
Hún getur stokkið á fólk sem er á ferli eða býr í húsinu. Ég fékk sendar myndir frá Soffíu sem sýna hvernig þakkant hefur verið lokaður en ekki var eitrað nægilega vel eða hreiður er enn á sínum stað.
Soffía hefur veitt góðfúslegt leifi til að birta myndirnar. Þess má geta að hún var bitin fjórtán sinnum og ekki víst að flóin sé hætt.