hambjalla eitra

Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Vantar þig að losna við pöddur
hafðu samband 6997092

hambjalla

hambjalla

Hambjallan er lítil svört bjalla.

Það sem einkennir hana
er ljós rönd þvert yfir bakið.

Hún er eins og silfurskottan einkynja.

Hambjallan, stundum kölluð
hamgæra en hún getur flogið. Continue reading

Lirfur hambjöllu fundust í barnafötum

Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Vantar þig að losna við lirfur
hafðu samband 6997092

Gott er að þrífa áður en eitrað er

Gott er að þrífa áður en eitrað er

Frúin var að taka til fyrir jólin.

Það er ekki í frásögur
færandi nema að hún
rakst á lifandi lirfur.

Þær voru innan um föt.

Við nánari skoðun sást að um
lirfur hambjöllu var að ræða. Continue reading

Silfurskotta í hjólageymslunni

Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Vantar þig að losna við silfurskottur
hafðu samband 6997092

Silfurskotta í nærmynd

Silfurskotta í nærmynd

Það sást silfurskotta
í hjólageymslunni.

Inna af hjólageymslunni
eru líka geymslur.

Þar er yfirleitt mikið af dóti.

Það getur því verið töluverð
vinna að undirbúa eitrun. Continue reading

Pöddur mikið af dóti

takið eftir hve dökk silfurskottan er, hugsanlega ylskotta

takið eftir hve dökk silfurskottan er, hugsanlega ylskotta

Pöddur mikið af dóti
Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Vantar þig að losna við pöddur
hafðu samband 6997092

Ef þið eruð vör við pöddur
þarf að kanna aðstæður.

Betra er að gera það sem fyrst. Continue reading

Hamgæra er hægt að eitra?

Hamgæra er hægt að eitra?
Takk fyrir að koma á síðuna :-)

Hafið samband  eða hringið í
6997092 ef ykkur vantar aðstoð
við að losna starahreiður.

hambjalla séð ofan frá

hambjalla séð ofan frá

Já það er hægt að eitra fyrir hamgæru.

Undribúningur í samráði við
meindýraeiðir er mikilvægur.

Meðan að eitrun fer fram er einungis
meindýraeiðir að störfum.

Eftir fjórar klukkustundir er í
lagi að koma aftur í íbúð. Continue reading

Er hambjallan skaðleg?

Er hambjallan skaðleg?

Það kom fyrirspurn varðandi hambjölllu (hamgæru). Rétt er að benda á að hambjallan þarf ekki raka eins og silfurskottan en öll dýr þurfa reyndar að fá vökva til að geta lifað. Til að varpa örlitlu ljósi á hana og hvað þarf að gera fyrir eitrun þá er fróðleikur hér að neðan. Til að vera viss um hvaða skordýr er í húsinu er langöruggast að láta greina dýrið. Meindýra- og geitungabaninn getur farið með dýrið í greiningu ef óskað er eftir því. (gsm 6997092)

hambjalla séð ofan frá

hambjalla séð ofan frá

Hún er varla skaðleg í húsum okkar en þar sem eru uppstoppuð dýr og plöntusöfn getur hún verið til vandræða, er gráðug og getur valdið skemmdum. Hún er fyrst og fremst hvimleið og finnst mörgum hún vera “ógeðsleg” vegna þess að hamurinn getur verið víða.

 

 

hambjalla lirfa

hambjalla lirfa

Hambjalla er af ættbálki (Coeoptera) bjallna sem telur vel yfir 300.000 tegundir í heiminum. Hún er svartbrún með gulleitan blett á hvorum skjaldvæng og er 3-4 mm að lengd, sjá nánar

Hambjallan (Reesa vespulae) dregur nafn sitt af hamskiptum sínum. Meðan hún er á lirfustiginu skiptir bjallan um ham 5-7 sinnum og skilur haminn eftir þar sem hún hefur verið.
Þær geta leynst víða eins og til dæmis í skápum, gluggakistum gamalla húsa og víða þar sem gott skjól er að finna. Fullorðnu dýrin eru tiltölulega skammlíf, en tegundin fjölgar sér án þess að frjóvgun fari fram. Karldýr hafa aldrei fundist. Dreifing tegundarinnar fer því greiðlega fram, þar sem ekki þarf nema eitt egg til að koma á fót nýjum stofni á nýjum stað.

Hambjalla púpan

Hambjalla púpan

Eggin klekjast út á tveimur vikum, en vaxtartími lirfanna er breytilegur og fer eftir aðstæðum. Við slæm skilyrði gæti uppvöxturinn tekið töluvert lengri tíma en eitt ár, og geta lirfurnar lifað marga mánuði án þess að fá mat eða drykk. Lirfurnar eru þó að öllu jöfnu ákaflega matlystugar

 

 

 

Úðun – Eitrun

 • Eitur: Deltamost blandað í vatn í réttum hlutföllum
 • Sökklar: Borað lítið gat í sökkla og úðað inn í holrými
 • Niðurföll: Niðurföll skoðuð (kannað hvort að önnur dýr séu t.d. silfurskotta)

 

moppa

moppa

Undirbúningur fyrir úðun:

 • Færa til húsgögn í samráði, þannig að hægt sé að úða meðfram veggjum
 • Þrífa þarf meðfram veggjum.
 • Fjarlægja barnaleikföng þannig að ekki sé hætt á að að eitur berist í þau við úðun.
 • Taka allt úr neðstu skápum í innréttingum.
 • Breiða yfir fiska- og fuglabúr.
 • Ef það eru gæludýr eins og hundar eða kettir koma þeim fyrir hjá vinafólki
 • Það má enginn nema sá sem úðar vera á staðnum á meðan eitrun fer fram

Hvað á að gera eftir að búið er að úða:

ryksuga

ryksuga

 • Það er í lagi að koma aftur inn í hús að fjórum klst. liðnum ef allt er eðlilegt
  • Ef um asma eða önnur sambærileg tilfelli er að ræða þá 24 klst.
  • Ófrískar konur 24 klst.
  • Lítil börn og gæludýr 8 klst.
  • Eftir úðun, þrífa með þurrmoppu eða ryksuga.
  • Ef þrifið er með blautu skal skilja eftir u.þ.b 10 sm frá vegg í 3-4 vikur.

   

  • Það er mjög líklegt að fólk sjái eina og eina bjöllu næstu vikurnar en svo hverfur þessi ófögnuður alveg, sé rétt að úðun staðið.
  • Ekki er hægt að lofa að hambjöllu sé útrýmt eftir eitrun
  • Það getur þurft að eitra aftur

 

Heimildir: Myndir af neti

Hvað þarf að gera áður en eitrað er fyrir silfurskottu?

Silfurskotta

Silfurskotta

Það verður að undirbúa eitrun mjög vel í samráði við meindýra- og geitungabana. Aðstæður eru misjafnar og þarf að kanna vel hvað íbúar t.d. í fjölbýlishúsum vilja gera. Það eru líkur á að ef silfurskotta finnst í einni íbúð þá geti hún allt eins verið í næstu. Best er því og eiginlega nauðsynlegt að eitra alls staðar. Eitrið sem er notað heitir deltametrín (deltamost) og er skaðlaust mönnum. Þegar undirbúningi er lokið er best í samráði við meindýrabanann að eitra íbúð eða íbúð. Þegar eitrað er á enginn annar að vera í íbúðinni en meindýrabaninn. Þegar eitrun er lokið þá er ekki farið inn í íbúð næstu fjórar klst. Ef einhver íbúi er með asma, kona ófrísk eða viðkvæm börn þá ætti að líða sólarhringur. Rétt er að benda á að eitrið virkar í ca. 3 – 4 mánuði fer eftir hvernig þrifum er háttað. Öruggast er að eitra aftur að þeim tíma liðnum þar sem egg geta klakist út og þar með getur þeim fjölgað aftur.

Ef þið farið inn á Youtube og leitið að silfurskottu þá er hægt að sjá þær lifandi. Að neðan er eitt myndband af mörgum ykkur til upplýsingar. Ef þið eruð ekki viss um hvernig silfurskotta lítur út þá sjáið þið það vel í myndbandinu. Þær eru nær blindar (sjá á Vísindavefnum) og geta farið mun hraðar yfir en þið sjáið.

dancing silverfish.

 

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill