Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?

Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092

Gafl á húsi

Gafl á húsi – skítur eftir stara

Það fer að líða að því að staraungarnir yfirgefi hreiðrið. Ég gæti trúað að miðað við hljóðin í staranum þá fari að líða að því að þeir taki flugið.

Myndin til hliðar sýnir ummerki eftir stara. Undir þakskegginu eru hreiður það leynir sér ekki.

Ummerki sýna mikinn fuglaskít eftir starann. Skíturinn hefur fallið niður eftir klæðningunni, mikil vinna að þrífa.

Það er skynsamlegt að eitra hreiðrið og nærumhverfi. Nauðsynlegt er að fjarlægja hreiðrið, eitra aftur og loka inngönguleið starans. Ef það er ekki gert er hætta á að fólk verði bitið.

Það leynir sér ekki ef þeir eru enn í hreiðrinu. En hvað bendir til þess að ungar séu í hreiðrinu?

  • Starrinn kemur með æti í hreiður t.d. orm
    • Starrinn gargar endalaust ef einhver er nálægt hreiðrinu
  • Mikill hávaði er í ungum, þeir eru alltaf sísvangir
  • Óþrifnaður utan á húsi og við hús t.d. staura eykst

Þegar fuglinn hættir að koma og ekkert heyrist í ungum þá er um að gera að fjarlægja starrahreiðrið. Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að hafa samband eða hringja í 6997092

ormur

Trjámaðkur

Grasmaðkurinn er byrjaður að éta laufið á birkitrénu. Ég sá í dag á nokkrum stöðum maðkinn í laufinu.

Myndin sem ég tók sýnir orminn. Hann er ekki mjög stór en er byrjaður að vefja blöðunum um sig.

Hann á eftir að stækka, en um leið þá stórsér á laufi trjánna.

Það er hægt að eitra fyrir honum en verður erfiðar að eiga við hann eftir því sem hann nær að verja sig.

gullsópur

Gullsópur

Gróðurinn hefur tekið heilmikið við sér. Hitastig er hækkandi og fer líklega ekki neðar en 8°C á næturna.

Á daginn fer hitastigið í 14 – 15°C og enn hærra þar sem sólin skín og skjól er.

Ég rakst á þennan fallega gullsóp í dag sem brosti til allra sem leið áttu hjá.

Lyktin var góð en dálítið sterk. Njótið myndarinnar

 

Myndir: Egill Þór Magnússon, teknar í Mosfellsbæ 31. maí 2014

Skoðið að neðan efni tengt stara

Styttist ekki í að staraungar yfirgefi hreiðrið?

Starahreiður í blokk, hvað geri ég?

Starahreiður starraungar starafló í þakkant

Getur kötturinn komið inn með starrafló?

Ef það eru komnir ungar í starahreiður má fjarlægja hreiður?

Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér hvað get ég gert?

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starri gert hreiður?

Hvernig leikur stari sér?

Hvar gerir starinn hreiður?

Það er gamalt hreiður í þakkant, hvað geri ég?

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Starafló er að bíta mig hvað get ég gert?

Getur starri gert hreiður í gasgrilllinu upp á þriðju hæð?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Hvaða fuglategund syngur mest?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað eru meindýr?

Hvað gerir vinnubrögð meindýra- og geitungabanans fagleg?

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

Hvernig get ég nálgast geitunga- og meindýrabanann?

 

 

 

 

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Ef það er starahreiður í þak kant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Góð spurning, en stutta svarið er að best er að láta fagmann um verkið t.d. geitunga- og meindýrabanann til að fjarlægja starrahreiðrið.

Ástæðan er sú að starranum fylgir fló. Hún lifir á starranum, og þegar starrinn býr sér til hreiður, þá verpir flóin í hreiðrið, og þau egg klekjast svo út árið eftir.

Ef það er enginn starri til staðar í hreiðrinu, þá fer flóin af stað að leita að blóði, og já þá eru mennirnir í húsinu góð fórnarlömb ;) .

aðstoð

aðstoð starri, starahreiður, geitungur, könguló

Því myndi ég láta meindýraeyði, eitra, fjarlægja hreiðrið, eitra eins og þarf og loka á snyrtilegan hátt því yfirleitt blasir staðurinn við fólki.

Kostnaðinn við það, eins og annað viðhald ber sá sem á íbúðina (leigusalinn).

Varðandi verð, þá myndi ég bara hringja í meindýra- og geitungabanann og fá hann á staðinn

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Stari   –   Sturnus vulgaris

Stari

Stari

Það er hægt að láta fjarlægja starahreiður, en mikilvægt er að framkvæma það rétt og virða lögin. Ykkur til upplýsingar þá eru ágætis upplýsingar á fuglavefnum um stara og hvet ég ykkur til að lesa þær.

Starinn syngur listavel og má hlusta á hann á fuglavefnum, velja spila hljóð.

En annars ekki hika við að hafa samband.

Á fuglavefnum eru mjög góðar upplýsingar um fugla t.d. stara. Hann er talinn vera 80 gr að þygnd ca 20 cm langur og er vænghaf hans í kringum 40 cm.

Hann er fallegur fugl, dökkur og glansandi. Honum fellur vel að vera nálægt eða í húsum sennilega af því að þar er skjól og hiti.

Varptími starans byrjar í apríl og getur hann verið að verpa í ágúst samkvæmt upplýsingum á fuglavefnum. Eftir að starinn hefur verpt 4 – 6 eggjum liggur hann á í tvær vikur.

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Ungatíminn er u.þ.b. 21 dagur

Starinn líkt og aðrir fuglar syngja fallega á vorin en þegar ungarnir eru komnir verður smáfrekjutónn en þá má ætla að hann sé að verja afkvæmin.

Á fuglavefnum er líka hægt að hlusta á hann.

Ef þú vilt skoða nánari upplýsingar um staran eða aðra fugla er fuglavefurinn mjjög góð upplýsingaveita.

 Heimildir

Myndir af vef: Fuglavefurinn