Hvað heitir roðamaur öðru nafni?

Hvað heitir roðamaur öðru nafni?

Roðamaur

Roðamaur

Þeir heita veggjamítill eða Bryobia praetiosa. Þeir hafa átta fætur þannig að þeir eru í sama floki og köngulær. En önnur skordýr eru með sex fætur

  • Hvað er til ráða til að losna við roðamaur?
  • Eitra roðamaur er erfiður viðureignar.
  • Fjarlægja gras sem er upp að vegg.
  • Setja möl meðfram vegg.
  • Setja salt meðfram veggnum.

 

krosskönguló

Krosskönguló

Ég mæli með að eitra en ef fólk vill prófa aðrar leiðir
áður þá eru ofangreind ráð ágæt. Ekki hika við að
hafa samband ef ykkur vantar aðstoð

Rétt er að benda á að með því að eitra fyrir roðamaur er hægt að slá tvær flugur í einu höggi og eitra um leið fyrir könguló

Ef roðamaur er farinn að skríða inn til ykkar þá
ætti að bregðast við, því hann getur verið mjög
fjölmennur og sumum finnst hann vera ógeðslegur.

Ég vil benda ykkur á að ef farið er í fjöruferð með
börnin þá geta roðamaura verið í steinum sem
krakkarnir taka með sér heim.

Ef steinunum er komið fyrir innan dyra þá getur
allt í einu verið kominn fjöldinn allur af maur
inni en það væri þá ástæðan

Eru roðamaurar hættulegir?

Roðamaur heitir réttu nafni veggjamítill (Bryobia praetiosa)
en gengur einnig undir roðamaursheitinu.
Veggjamítlar eru áttfætlumaurar og tilheyra fylkingu
áttfætlna (Arachnida) eins og köngulær og sporðdrekar.
Eiginlegir maurar hafa hins vegar sex fætur eins og önnur skordýr.

Þeir eru ekki hættulegir mönnum. Þeir sjúga næringu úr
plöntum, þannig að þar er helsti skaðinn.
“Menn geta þó haft ónæði af veggjamítlum því þeir
eiga það til að fara inn á heimili fólks til að verpa eggjum og hafa hamskipti” (vísindavefur).

Mjög góð grein um roðamaur, sjá hér

Red Velvet mite – Red earth mite – Arachnids – Roðamaur

Heimildir: Vísindavefur

Mynd: Roðamaur teikning