Það er geitungabú í garðinum í runnanum hvað geri ég?

Það er geitungabú í garðinum í runnanum hvað geri ég?
Ef ykkur vantar aðstoð. Hafið samband eða hringið í 6997092

Geitungabú - trjágeitungur

Geitungabú – trjágeitungur

Lítil geitungabú eru alveg eins varasöm og þau stærri. Það eru færri flugur en þær geta verið árásargjarnar.

Þær verja búin sín og passa vel upp á að lirfur og drotning hafi það sem best.

Að neðan er smásaga sem ég bjó til en gæti allt eins verið raunveruleg.

Geitungabúið sem ég eitraði og fjarlægði var á stærð við mandarínu.

Geitungabú vel falið

Geitungabú vel falið

Ef allt gengur vel þá verður það ca. 12 – 15 cm í þvermál á þremur vikum þannig að skynsamlegt er að fjarlægja geitungabúið sem fyrst.

Loksins koma að því.

Kominn út í garð að klippa gullsópinn, ekkert smá hvað hann vex.

 

Kjarninn úr geitungabúinu eftir eitrun, fullt af lirfum

Kjarninn úr geitungabúinu eftir eitrun, fullt af lirfum

Til þess að hann njóti sín þá verður að klippa sagði hann, það er fótboltaleikur í gangi sem hann er að horfa á.

Frúin fer því út í garð með klippurnar og byrjar.

Allt í einu kemur í ljós geitungabú.

Það er ekki stórt kanski eins og lítið epli.

Það eru geitungar að fljúga fram og til baka.

 

gullregn

Gullregn sem ég sá í dag, gríðarlega fallegt en ekki borða berin þau eru eitruð

Það er líklega best að taka smápásu og athuga hvernig staðan er í fótboltaleiknum, ekki það að geitungabúið sé að trufla.

Þegar inn er komið þá er spenna í hámarki, það þarf ekki að ræða þeta frekar.

“Pantaðu meindýra- og geitungabanann” og það var gert. Árangurinn má

sjá hér á síðunni.

 

ani_wasp

Geitungar eða vespa eins og sumir kjósa að kalla hann

Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt.
Lögmál Murphis: Ef eiithvað getur mistekist þá mistekst það. ( sem betur fer átti það ekki við um geitungabúið að þessu sinni, íbúar sluppu við stungu)

Ég tók  myndband af geitungabúinu áður en eitrað var.

Eins og sjá má þá eru geitungarnir ekki margir þegar myndbandið er tekið en þeim fjölgar hratt.

 

 

 

 

Leave a Reply